Skattar eru vinsælir til að leysa vandamál sem stjórnmálaelítan hefur komið sér í. Í stað þess að reka stjórnarheimilið af hagsýni, er safnað upp skuldum, peningum eytt í alls kyns óþarfa. Nokkuð sem heimilið getur ekki.
Heimilið þarf til dæmis að neita sér um að sækja menninguna heim, það sleppir að fara í bíó, leikhús o.s.frv. Þjóðarheimilið eyðir jafnmiklu, sama hvernig árar. Heimilið sker niður, reynir að afla sér meiri tekja og halda heimilisbókhaldinu í jafnvægi. Annars er engin miskunn, það getur orðið gjaldþrota. Þjóðarheimilið getur ekki orðið gjaldþrota, því að getur blóðmjólkað heimili og fyrirtæki til að mæta taprekstri. Slíkt kallar ekki á ábyrg vinnubrögð.
Flestir flokkanna sem eru á Alþingi eru það ófrumlegir að auðveldasta leiðin er valin, skattleggja. Það er að "fjárkúga" skattgreiðandann meira. Hann er látinn borga alls kyns skatta til að mæta "trenni" hverju sinni, t.d. mengunarskatta út af ósannaðri kenningu um hlýnun jarðar. Og hann er látinn borga jaðarskatta til fjölmiðla, með RÚV í broddi fylkingar.
Við vitum að Samfylkingin ætlar að auka skattaálögur á borgara landsins. Hún er búin að boða það. Það á að koma með bankaskatt (bankarnir auka þá þjónustugjöld á viðskiptavini bankanna). Það á að hækka veiðigjöld, veit ekki hvort það hafi áhrif annað en á hagnað fiskveiðifyrirtækja. Eflaust lúrir Samfylkingin á fleiri sköttum sem hún vill leggja á en segir ekki frá. En hún er greinilega ekki vinsamleg atvinnulífinu.
Samfylkingin telur sterk rök hníga að upptöku stóreignarskatts
Auðlegðarskattur var lagður á í ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar árið 2009. Guðrún Helga Lárusdóttir, einn eigenda og stofnenda fjárfestingafélagsins Stálskips., stefndi íslenska ríkinu fyrir álagningu auðlegðarskatts árin 2010, 2011 og 2012. Guðrún taldi skattlagninguna ólögmæta, þar sem hún væri brot á eignarrétti og færi í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Skattlagningin var hins vegar lögmæt samkvæmt dómi Héraðsdóms árið 2013 og var því ríkið sýknað af kröfum Guðrúnar. Hæstiréttur staðfesti svo sýknudóminn ári síðar. Löglegur skattur en án vafa siðlaus.
Jöfnuður jafnaðarmannaflokka felst fremst í að taka pening úr vösum fólks sem hefur unnið hörðum höndum við að afla sér fé og tekið áhættu við það og færi í vasa þeirra sem kunna ekki eða geta ekki afla sér nægilegt fé til framfærslu. Það getur verið t.d. vegna of hárra skatta og of lágra launa sem fólk getur ekki sér farborða en líka vegna vangetu.
En svo er það Miðflokkurinn sem boðar skattalækkanir. Það er með afnám virðisaukaskatts á matvæli sem er í raun snilldarhugmynd. Jú, allir þurfa að borða, þetta eru skattar sem sem eru lagðir á nauðsynjarvörur. Allir græða, fátæklingar landsins, millistéttin sem berst í bökkum og auðvitað elítan. Þetta er líka jákvætt gagnvart ferðamennskuna, en útlendingum blöskrar hátt verðlag á matvöru.
Svo eru það hinir flokkarnir. Allt skattaflokkar. Sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur haft fjármálaráðuneytið meira eða minna síðastliðnu hálfa öld, er duglegur að leggja á nýja skatta og alltaf tilbúinn að halda sköttum háum. Hann hefur ekkert á móti ósanngjörnum sköttum, t.d. erfðaskatt.
Svo eru það óvæntu skattarnir. Mannúðin og opin landamæri hafa leitt til þess að skattbyrgðin á borgara landsins hefur margfaldast. Árlegur kostnaður skattborgara er 15-25 milljarða króna vegna áhlaups hælisleitenda hingað norður í ballarhaf. Það sem svarar 60 þúsund krónur aukalega á hvert einasta mannsbarn í landinu (börn meðtalin). Fyrir fjögurra manna fjölskyldu gerir þetta 240 þúsund krónur á ári sem allhá upphæð.
Svo eru það aukaskattarnir. Borgarinn er skattlagður fyrir að leggja bíl sínum í bílastæði. Hann borgar fyrir að fara á heilsugæslu eða rannsókn þrátt fyrir skattheimtu fyrir heilbrigðiskerfið o.s.frv. Innflutningsgjöld á allar vörur sem hann kaupir sér inn.
Svo dettur ráðherrum alls kyns ráð í hug til að láta aðra borga draumóra sína. Byggjum vegi, brýr og jarðgöng og látum skattgreiðendur borga brúsann með veggjöldum. Innheimtum 50 milljarða í bílaskatta en notum bara helminginn í vegkerfið. Leggjum km gjald á akstur bifreiða, skítt með landsbyggðina og fólkið sem býr þar, sem þarf að keyra langar vegalengdir til að sækja sér þjónustu.
Skattanetið er þéttriðið og smáfiskarnir sleppa ekki heldur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | 8.11.2023 | 12:21 (breytt kl. 13:02) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
https://www.dv.is/eyjan/2023/11/09/thorsteinn-palsson-skrifar-leida-skattahaekkunaraformin-til-blokkamyndunar/
Birgir Loftsson, 9.11.2023 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.