Rætt hefur verið töluvert um íslenska torfbæinn í fjölmiðlum og hér á blogginu. Það er ekki allt sem sýnist varðandi íslenska torfbæinn.
Menn benda á muninn á stórbæjum og smábæjum, og ætla að gæði fari eftir stærð. En voru húsakynni smábænda eitthvað slæm í samanburði?
Ég fór ungur í sveit, unglingur, og var á bæ sem bar -kot heitis endir. Enda var þetta kot, lítil jörð rétt hjá stórbúi. En mér til furðu er ég unglingurinn mætti á staðinn í fyrsta sinn, var að torfbærinn var enn uppistandandi. En nýreist steinsteypt hús gagnvart torfbænum! Fólkið hafi flutt í steinhúsið um veturinn, rétt áður en ég kom. Ég missti því af því að búa í torfbæ sumarlangt sem er leitt. Í raun var allt enn í notkun. Smiðjan, hesthúsið bakvið, hlaðan og fjósið enn notað, eina húsið sem ekki var notað, var baðstofan og eldhúsið (og gangurinn), þar sem fólkið bjó (skálinn). Dæmigerður gangnabær og bustabær. Sérhver vistarvera í gangnabæ er yfirleitt sjálfstætt hús sem auðvelt var að taka niður og reisa að nýju.
En þessi umræddur torfbær var mjög reisulegur, baðstofan þiljuð með timburgólfi sem og veggir en eldhúsið með moldargólfi og gangur í húsinu. Það væsti ekki um fólkið á þessu koti, a.m.k. um sumarbil. Ég kom nokkrum árum síðar í heimsókn, en þá var búið að rífa allt niður og ómögulegt að sjá að þarna hafi staðið bær.
Það er ekki hægt að fullyrða neitt um torfbæinn nema að alvöru heildarannsókn fari fram. Lítil hefur verið rannsakað af hálfu fornleifafræðinga. Sýnishorn tekin hér og þar en eyðurnar eru margar.
Hver einasti torfbær var einstakur og allir eins ólíkir og hægt er, vegna þess að þeir voru byggðir eftir efnum og ástæðum. Engar byggingareglugerðir til né arkitekar. Menn reistu sína bæi eftir "sínu nefi" en eftir hefðum. Þó má sjá talsverðar breytingar í gegnum tímann, eftir efnahagsástandi landsins og eftir tímabilum. Sérstaklega á 17. og 18. öld, þegar allt var í kalda koli á landinu. Fornleifafræðingar sjá að húsatóftirnar eru minni á þessu tímabili, líka hjá elítunni, á höfuðbólunum. Og sjá má greinarmun á milli sunnlenska og norðlenska torfbæjarins enda ólík veðrátta.
Í úrdrætti úr grein Harðar Ágústssonar í bókinni Íslensk þjóðmenning I uppruni og umhverfi um íslenska torfbæinn segir eftirfarandi:
"Landnámsbærinn er einhúsa, en þjóðveldisbærinn marghúsa. Á 14. öld fer að votta fyrir göngum um leið og inngöngudyr eru settar milli skála og stofu."
Þar segir líka: "Samfelld og sérstök saga íslenska torfbæjarins hefur enn ekki verið rituð enda þótt fjallað hafi verið um einstaka þætti hennar (sjá Privatboligen paa Island I Sagatiden eftir Valtý Guðmundsson, Híbýlahættir á miðöldum eftir Arnheiði Sigurðardóttur, Húsagerð á Íslandi eftir Guðmund Hannesson, Húsaskipan og byggingar eftir Jónas Jónasson o.fl.)."
Þar segir jafnframt að "Upp úr 1870 myndaðist á Norðurlandi sérstök bæjargerð, framhúsabærinn, í framhaldi af gangnabænum þar.
Tvennt er áberandi í sögu torfbæjarins; myndun gangnabæjarins og breytt afnot baðstofu."
Íslenski torfbærinn Hörður Ágústsson
En menn mega líka skoða torfbæjaþróun annars staðar en á Íslandi til samanburðar. Líta má á írska torfbæinn (og þann skoska), eins í Noregi, Grænlandi á miðöldum og í Norður-Ameríku, þar sem menn höfðu ekki aðgang að timbri. Þar voru byggð torfhús og svokallað "dugout", jarðhýsi, að vísu styrkt af timbri. Athyglisverðasti er munurinn á íslenska torfbænum á miðöldum og hinum grænlenska. Greinilegt er hvernig grænlenski torfbærinn tekur mið af veðráttunni. En það er önnur saga.
En ég skal ekki gera lítið úr því að margir torfbæjanna voru hrein hreysi. Helsti óvinur Íslendinga var kuldinn og það að reyna að halda hita í torfbæjunum. Skíturinn, myrkrið, þrengslin og ólyktin. Og landinn lúsugur. Erlendir ferðmenn sumir hverjir gripu andann á lofti er þeim var boðið inn og sumir kusu að gista í tjöldum utandyra frekar en að vera innandyra. Þá var öldin önnur en þegar Íslendingar höfðu sérstök baðhús utan við bæinn (hálfgerð sána) eða þegar sérstök baðstofa var sett inn í gangnabæinn sem var þá baðstofa í raun, ekki svefnhýsi heimilisfólksins. Hreinlætið kannski meira hjá Forn-Íslendinginum en hjá Nýaldar-Íslendinginum?
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.