Enn um landvarnir Íslendinga

Það er ánægjulegt að einhver umræða er um varnarmál. Ég nota ekki hugtalið hermál, því að málið snýst um öryggi íslenskra borgara, ekki að fara með hernað á aðrar þjóðir.

Það er gott og blessað að vísa í fortíðina og benda á vítin til varnar. En fortíðin er fortíð, hún kemur ekki aftur. Mikið var rætt um í sagnfræðinni hvort sagan endurtæki sig. Nei, hún gerir það ekki en hliðstæður eru til. Jú, því að prímus mótor athafna manna hefur ekki breyst í árþúsundir.

Það er engin tilviljun að löng friðartímabil voru eftir stórstyrjaldir eins og þrjátíu ára stríðið, Napóleon stríðin og heimsstyrjaldirnar tvær (sem sumir vilja segja að sé eitt og sama stríðið eða samtengd). Menn lærðu af morðæðunum, en bara í smá tíma. En svo líða 80-100 ár og allir látnir sem tóku þátt í stríðunum. Nýjar kynslóðir læra ekki af reynslu undangengna kynslóða og hefja á ný stríðsbrölt.

Við getum farið aftur til Súmers og upphaf borgarmenningar til að sjá að her og lögregla hafa verið hluti borgarsamfélaganna og hernaðarátök reglulegur hluti af tilveru manna. Er ekki að segja að safnarar og veiðimenn hafi verið eitthvað friðsamari, þeir voru líka villidýr, en ekki siðmenntuð villidýr eins og borgarinn. Það er engin tilviljun að fyrstu lögreglumenn landsins voru staðsettir í fyrsta sjávarþorpi landsins, Reykjavík.

Svo er það ef-sagan. Ef þetta hefði verið svona, þá eitthvað. Ef Hitler hefði unnið Stalingrad, þá....og menn gefa sér einhverja niðurstöðu sem hefði ef til aldrei orðið. Svona er sagan og henni er ekki breytt. 

En við getum haft áhrif á framtíðina. Og undirbúið okkur undir komandi hamfarir, af náttúru hendi eða manna völdum. Við vitum alveg hverjar hætturnar eru. Jarðskjálftar boða nú eldgos á Reykjanes skaga og við undirbúum okkur undir það og blikur eru í heimsmálunum og við eigum að undirbúa okkur undir það versta og vona það besta.

Varnir Íslands eru ekki bara vopn og mannskapur undir vopnum, heldur þarf þjóðfélagið að undirbúa sig á annan máta. Tryggja þarf fæðuöryggi og orkuöryggi. Ísland er matarkista en okkur skortir korn og bændur eru illa haldnir fjárhagslega. Stjórnvöld eru að vinna í málinu. Hér er nægt rafmagn og líka lífeldsneyti en okkur mun vanhaga um olíu í komandi stríði. Skortur á vélbúnaði og hugbúnaði getur orðið í stríði.

Ef við ætlum að draga einhverjar ályktanir af fyrri stríðum, þá þurfum við að draga fram landabréfakortið. Er landið eyland eða á landmassa Evrópusléttunnar? Hættur sem steðja að Dönum eða Hollendingum eru aðrar en þær sem steðja að Noregi og Svíþjóð sem eru fjalllend og skóglend. Sama gildir um Bretland og Ísland, bæði löndin eru eyríki. Jafnvel það að fara yfir Ermasundið hefur reynst nútímaherjum erfiður farartálmi.

Ísland hefur enn tvo yfirburði eða kosti í vörnum sínum. Fjarlægðin frá meginlandi Evrópu gerir innrásarher erfitt fyrir en stöðvar hann ekki. Og Ísland er fjöllótt eins og Sviss og strjábýlt. Auðvelt að halda uppi skæruhernað eins og Jón Sigurðsson forseti bendi á.  Hann mat stöðuna eins og hún varð á 20. öld. Barist yrði um þéttbýliskjarnanna á Suðurlandi eða þeir herteknir fyrst en landið byði upp á skæruhernað í fjöllum. Báðar áætlanir Þjóðverja og Breta voru á þessa leið.

Með litlu en öflugu varnarliði getum við fengið að vera í friði fyrir erlendri hersetu á friðartímum og stöðvað eða tafið innrás á ófriðartímum þar til hjálpin berst. 

Í raun hefur íslenska lýðveldið frá stofnun reynt að tryggja stöðu sína í hverfulum heimi og undirbúið sig undir hvers kyns vá. Allt í höndum Íslendinga, þ.e.a.s. almannavarir nema hervarnirnar sem voru úthýstar.

Munum að Norðmenn og Danir höfðu aldrei setulið á landinu. Noregskonungur sinnti aldrei vörnum Íslands en beitti handbenda sína á landinu til að halda uppi innanlandsfriði. Höfðingjar riðu um héruð með sveinalið. Svo þróað var þetta kerfi að meira segja biskupsstólarnir voru með vopnuð sveinalið. Íslenskur sagnaritari kallaði 15. öldina sveinaöld. Sjá slóðina:

Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju

Íslendingar sinntu landvörnum sínum vel á miðöldum. Reist voru yfir 30 virki á tímabilinu sem vitað er um og skanzar á árnýöld.

En þegar Danir í raun eyðilögðu miðaldarsamfélag Íslendinga og valdakerfið sem var hér innanlands, hrundi margt. Konungsvaldið dró að sér vopn og verjur Íslendinga og sveinahald lagðist af. Danakonungi þótti nóg að verja fiskimið Íslands fyrir ásókn útlendinganna en sleppi að vera með virki eða aðrar landvarnir.

Varnir Dana snérum um þeirra eigin hagsmuni. Sama á við um Bandaríkin, þau eru hér á eigin forsendum og til varnar Bandaríkjunum.  Hagsmunir okkar fari stundum og stundum ekki við hagsmuni Bandaríkjahers. Það er því kominn tími til að hverfa til þess er var frá horfið 1550 og koma varnarmálin í hendur Íslendinga.

Á öllum tímum Íslandssögunnar hafa menn reynt að tryggja varnir landsins. Það er ekki spurning, en spurningin er, hvernig?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef útlendur her réðist hér inn, þá myndi ég mæla með því fyrir allað að hjálpa innrásahernum að finna og hengja í næsta ljósastaur alla sem hér ráða ríkjum, og sætta sig svo bara við hvaða kommissar sem þeir setja hér yfir í staðinn.

Minnst mannfall, og yfirvöld eru okkar helsti óvinur, ekki einhverjir aðrir.  Í rauninni.  Það sér maður með því að lesa fréttirnar.  Ekkert nema kolefnistrúarmenn sem vilja sýna börnum klám og auka hér verðbólgu.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.10.2023 kl. 20:45

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Það er ekki fjarri sanni að íslenskir ráðamenn vinna ekki fyrir okkur.

Birgir Loftsson, 29.10.2023 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband