Er Douglas MacGregor ofursti að missa flugið?

Einn vinsælasti álitsgjafi í dag um nútíma stríð er hinn fyrrverandi ofursti í Bandaríkjaher, Douglas MacGregor.  Ég ætla ekki að rekja æfiferil hans, enda hef ég skrifað heila blogg grein um hans feril sem er athyglisverður.

Hann hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlunum og almennum fjölmiðlum sem álitsgjafi. Stjarna hans byrjaði að skína með Úkraníu stríðinu og virðist innsæi hans vera einstætt hvað sé að gerast á vígvellum Úkraníu. Skoðanir hans andstæðar við mamma fjölmiðlar segja okkur. En er hann alvitur? Efi var sáð í hugann er hann lagði mat á stöðuna í Ísrael og viðureign Ísraela við Palestínumenn (Gazanbúa). 

Ég sá nýverið viðtal við hann um núverandi stríð Ísraela við Palestínumenn á Gaza. Þar finnst mér hann ekki meta stöðuna rétt, sem er vonbrigði.  Hann kemur með ýmislegar ályktanir sem eiga ekki við raunveruleikann. Tökum dæmi.  Hann ýjar að því að Tyrkir blandi sér í átökin og þeir hafi úrslitaáhrif, enda með tvær milljónir manna sem þeir geta kvatt í herinn á örskamma stund. En Tyrkir eru í NATÓ og ætla þeir að fórna þeim hagsmunum fyrir Gaza? Held ekki.

Svo hefur hann allt of miklar áhyggjur af hernaðargetu Bandaríkjahers sem hann segir að sé vanbúinn. Er hann það í raun? Bandaríkjaher einn getur eytt jörðinni auðveldlega með eigin kjarnorkuvopn. Hann þarf ekki einu sinni andstæðing.

En MacGregor gleymir að Tyrkir eru að meirihluta súnni múslimar eða 80% þjóðarinnar. Og það skiptir virkilega miklu máli hvort þjóðirnar í Miðausturlöndum eru súnní eða shía múslimar, því að þar liggja átakalínurnar og kalda stríðið í Miðausturlöndum snýst um. Það eru tvær andstæðar blokkir sem berjast á banaspjótum um forræðið á svæðinu. Ásinn er Ísrael ríkið sem breytir valdastöðinni, súnní múslimum í vil. Það vilja Íranir að sjálfsögðu ekki og því var stofnað til átaka við Ísrael með leiguliðum sínum Hamas og Hezbollah. 

Spurningin er, láta ráðamenn í Arabaríkjunum tilfinningarnar þjóða þeirra ráða ferðinni eða langtíma markmið þeirra (stjórnvalda) sem er að eyða áhrif Írana á Miðausturlönd. Vilja Sádar að Íranir séu kjarnorkuveldi? Held að menn hugsi fram í tímann, þeir hafa áður verið tilbúnir að fórna hagsmunum Palestínumanna fyrir eigin og það mun ekki breytast.

Mat MacGregors að Arabaheimurinn sé ein heild er rangt mat. Hann er margskiptur og tilraunir til að sameina hans hafa mistekist síðan íslam varð til. Kannski má kalla Ísrael Joker spilið. Hægt að nota það til að breyta stöðunni.

Raunsætt séð, munu Vesturveldin aldrei leyfa eyðingu heils ríkis, Ísraelsríki og því munu þau með Bandaríkin í broddi fylkingar egna til átaka og raunverulegs svæðisstríðs í Miðausturlöndum.  Álfustríð eða heimsstyrjöld er spurningin. Hugsanlega verður hér bara svæðisstríð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Victor Davis Hanson telur ekki ólíklegt að Ísraelar hefji hernað bæði á hendur Hamas elskar Hezbollah samtímis.

https://fb.watch/nPqRDK-djg/

Birgir Loftsson, 21.10.2023 kl. 11:13

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Birgir Loftsson, 21.10.2023 kl. 18:03

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hezbolla eru öflugur.  En Ísraeilinn ætti að ráða við þá.

En ekki bæði þá og alla hina samtímis.  Það er dauðadæmt frá upphafi.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2023 kl. 21:08

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Kannski að Tyrkir fari af stað eins og M. segir en þá gjörbreytist staða þeirra næstu áratugi. Þeir verða rekinir úr NATÓ og komast aldrei inn í ESB  en Rússar eru náttúrulegir óvinir þeirra og hafa verið það í 300 ár. Og menn eru að gæla við að Sádar og Íranir myndi bandalag Arabaþjóða gegn Ísrael. En það breytir ekki að Sádar vilja ekki kjarnorkuvopnað Íran. Einir sem geta haldið aftur af þeim eru Ísraelar sem eru með allt að 400 kjarnorkusprengjur.

 
Hezbollah gera ekki neitt. Nýjustu fréttir eru að Hamas séu þegar búnir að tapa. Göng þeirra sprengd í loft upp með aðstoð uppljóstrara og þeir geta ekki farið upp á yfirborðið til að berjast eins og þeir ætluðu að gera. Fáar eldflaugar sendar á Ísrael síðastliðna tvo daga.

Birgir Loftsson, 24.10.2023 kl. 11:33

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég er sammála því að arabaheimurinn er margklofinn, og það er hluti af því hvernig sá heimur ræðir málin, en ég skil Macgregor þannig, og hann hefur útskýr vel, að í fyrsta sinn síðan 1948 er meirihluti bæði araba, tyrkja, kopta og persa í miðausturlöndum sameinaðir um eitt málefni, og það er að ef Zíonistaríkið hefji beina innrás á Gaza verði þeim mætt af sameinuðum krafti þeirra.

Hann er "mjög specific" um þetta, og mitt mat á þeim umræðum sem ég hef fylgst með er að þetta sé rétt.

Guðjón E. Hreinberg, 26.10.2023 kl. 15:08

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Guðjón,  Já, vonandi brest MacGregor bogalisin hér, ekki viljum við álfustríð. Eða stríð yfir höfuð.  Ekkert sem við tveir getum gert. Kveðja, Birgir 

Birgir Loftsson, 26.10.2023 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband