Geta útlenskir auðkýfingar keypt upp Ísland?

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur/lögfræðingur, hefur verið með pistla í DV um að útlendingar geti vaðið hér um og keypt jarðir að vild. Hann segir að heilu héruðin geti verið í eigu útlendra auðmanna og hér þurfi að verja miklar náttúruauðlindir sem útlendingarnir ásælis. Sjá slóð hér:

Herða þarf reglur um jarðakaup erlendra auðmanna hér á landi

En hefur Björn Jón rétt fyrir sér? Er hann ekki nokkrar blaðsíður eftir á í bókinni? Hann bendir sérstaklega á breska auðkýfinginn Jim Ratcliffe sem hefur keypt upp fjölda laxveiðaáa á Austurlandi. En það er engin hætta á að Bretar geti keypt upp jarðir á Íslandi lengur eftir BREXIT, þeir eru hvorki í ESB né EES. En hvað með aðra útlendinga? Það er nánast ómögulegt fyrir aðra en íbúa Evrópska efnahagssvæðisins að kaupa land á Íslandi. 

Menn eru fljótir að gleyma að íslensk stjórnvöld bruðugst hart við þegar kínverskur auðmaður (Nupo) keypti eina landmestu jörð á Íslandi árið 2011, Grímsstaði á Fjöllum, með það í huga að byggja þar upp lúxushótel. Allt varð vitlaust á Íslandi og menn fóru að hugsa um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir slík kaup. Ögmundur Jónasson frv. Alþingismaður þar fremstur í flokki.

Svo svifaseinir eru Íslendingar að þeir létu sér nægja að kvarta og setja í nefnd sem átti að endaskoða nýtingu auðlinda Íslands. Sjá slóð: Endurskoðun laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu

Jú, það tókst að girða fyrir að fólk utan Evrópu (EES) gæti keypt íslenskar jarðir. En Jim Ratcliffe og á meðan Bretland var í ESB, var hann stórtækur í landakaupum. Þá loks brugðust íslensks stjórnvöld almennilega við. 

Svo seint sem árið 2021 kvörtuðu Íslendingar yfir ágangi útlendinga.

Í Bændablaðinu frá 2021, í greininni Ekkert lát á landhremmingum auðmanna á bújörðum vítt og breitt um jarðkringluna, sjá slóð;

Ekkert lát á landhremmingum auðmanna á bújörðum vítt og breitt um jarðkringluna  segir eftirfarandi:

"Sama þróun á Íslandi

Ísland er engin undantekning í þessum efnum og eru miklar efasemdir uppi um að breytingar á íslenskum lögum sem gerðar voru á síðasta ári dugi til að stemma stigu við þessari þróun hér á landi. Ráðherra eru þar veittar víðtækar heimildir til að víkja frá skilyrðum laganna. Þar segir m.a. að ef væntanlegur kaupandi er hvorki íslenskur ríkisborgari né erlendur ríkisborgari með lögheimili á Íslandi eða á rétt á samningum sem tilgreindir eru, er unnt að sækja um leyfi ráðherra til þess að öðlast eignar- eða afnotarétt yfir fasteign hér á landi. Ráðherra er þá heimilt að veita leyfi til að víkja frá skilyrðum laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna í tveimur tilvikum er varða atvinnustarfsemi og vegna sterkra tengsla við Ísland, m.a. vegna hjúskapar.

Lögin lítill hemill á jarðakaup útlendinga

Engar strangar takmarkanir eru í raun á hversu mikið land útlend­ingar geta eignast á Íslandi. Þó ákvæði séu um að skylt sé að afla samþykkis ráðherra er ekkert sem bannar honum að veita undanþágur fyrir eignarhaldi útlendinga á meiru en 1.500 hekturum. Þó skal samþykki „að jafnaði ekki veitt ef viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð, nema umsækjandi sýni fram á að hann hafi sérstaka þörf fyrir meira landrými vegna fyrirhugaðra nota fasteignar“.

Heimildir um kaup útlendinga á jörðum á Íslandi eru því eins opin og hugsast geta. Engin skyldu­ákvæði eru t.d. um að þeir þurfi að hafa verið búsettir á Íslandi um tiltekinn tíma, né að þeim sé skylt að hafa fasta búsetu á jörð sem þeir kaupa. Enda virðast lögin ekki hafa verið til vandræða við kaup Power Minerals Iceland, á Hjörleifshöfða ásamt 11.500 hektara jörð síðla árs 2020 fyrir 489 milljónir króna. Það samsvarar 115 ferkílómetrum. Til samanburðar er allt land Reykjavíkurborgar um 273 km2. Þetta félag er skráð hérlendis, en er í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft."

Getur verið að Björn Jón hafi verið að lesa þessa grein og skrifað sína út frá þessari?  En margt breytist á tveimur árum, stundum a.m.k. og lítum því á á stöðuna í dag. Það voru nefnilega gerð breytingarlög nr. 79/2022, ári eftir að umrædd grein í Bændablaðið var skrifuð.

Á vefsetri Dómsmálaráðuneytisins er grein um fasteignakaup útlendinga. 

Þar kemur fram að:

  • Öllum íslenskum ríkisborgurum og erlendum ríkisborgurum sem hér eiga lögheimili er heimilt að eiga fasteign á Íslandi.
  • Sérstakar reglur gilda um erlenda ríkisborgara og lögaðila sem njóta réttar skv. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EFTA-samningnum eða Hoyvíkur-samningnum milli Íslands og Færeyja og þurfa þeir ekki leyfi ráðherra að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
  • Dómsmálaráðherra er heimilt, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að veita leyfi fyrir eignarrétti eða afnotarétti ef sá sem hyggst kaupa fasteign er erlendur ríkisborgari sem ekki á hér lögheimili eða nýtur ekki réttinda skv. framangreindum samningum. Ekki þarf þó leyfi þegar um er að ræða leigu á fasteign eða réttindi yfir henni og leigutími eða annar réttindatími er þrjú ár eða skemmri eða uppsögn áskilin með ekki lengri en árs fyrirvara.
  • Sérstakar reglur gilda um lögaðila.

Fasteignaréttindi útlendinga

Á mannamáli þýðir þetta að aðeins erlendir ríkisborgarar innan EES geta keypt hér fasteignir (jarðir) en sérstakt leyfi ráðherra þarf "Ef væntanlegur kaupandi er hvorki íslenskur ríkisborgari né erlendur ríkisborgari með lögheimili á Íslandi eða á rétt skv. framangreindum samningum er unnt að sækja um leyfi ráðherra til þess að öðlast eignar- eða afnotarétt yfir fasteign hér á landi."

Leyfi ráðherra skal taka til ákveðinnar fasteignar, skal stærð hennar ekki vera meiri en 3,5 hektarar og umsækjandi má ekki eiga aðrar fasteignir hér á landi.

Undanþágu frá skilyrðum um stærð og fjölda fasteigna má veita ef umsækjandi stundar atvinnustarfsemi og sýnir fram á að honum sé þörf á fleiri eða stærri eignum vegna atvinnustarfseminnar. Þó má stærð fasteignar aldrei vera meiri en 25 hektarar. Þetta þýðir að einstaklingur sem sækir um leyfi ráðherra á grundvelli 2. tölul. 2. mgr. ákvæðisins þ.e. ekki til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi, má hvorki eiga aðrar fasteignir á Íslandi né má fasteign sú sem hann óskar eftir að eignast vera stærri en 3,5 hektara. Regla þessi er án undantekninga segir á vefsetrinu.

Ég held að þetta gildi líka um erlend fyrirtæki sem hyggjast kaupa upp jarðir, þau eru sett undir sama hatt og erlendir einstaklingar. En þeir/þau geta og mega eiga í íslenskum fyrirtækjum. Þau eru ekki staðsett í lausu lofti, þau eru byggð ofan í íslenska moldu. Þannig kemur líklega undantekningin fyrir rétt á 3,5 hektara eiginarlandi en það sem svarar þremur stórum lóðum. Venjulegt sumarbústaðaland er ca. hálfur til einn hektari. Meðalstærð jarða á Íslandi er 650 hektarar. Sjá MS-ritgerðina Landmarkaðurinn á Íslandi 1998-2014 Þróun jarða- og lóðarverðs í dreifbýli

Er þetta ekki alveg skýrt eða vita Björn Jón og Ögmundur Jónasson meira en við hin? Kannski eru þeir með betri lesskilning en bloggsíðuhafi.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þú manst þegar samskiptanet landsins var selt til franskra auðkýfinga í fárinu fyrir tveim árum rúmum.

Guðjón E. Hreinberg, 12.10.2023 kl. 18:03

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Nei, hvað gerðist?

Birgir Loftsson, 12.10.2023 kl. 18:40

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þú byrjar hér : restin rekur sig upp.

https://en.wikipedia.org/wiki/Ardian_(company)

Guðjón E. Hreinberg, 12.10.2023 kl. 20:08

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Kíkir svo hingað og leikur þér að rekja upp píramídann. Þú endar í sömu hæðum og ef þú leitar að eigendum Vanguard og Blackrock.

https://duckduckgo.com/?t=lm&q=ardian+axa+iceland&ia=web

Guðjón E. Hreinberg, 12.10.2023 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband