EES samningurinn frá 1992 er úreldur

Það er löngu tímabært að dusta rykið af rúmlega þrjátíu ára samningi EFTA þjóða við ESB.  Þetta var upphaflega samningur en hefur breyst í valdboð frá Brussel. Nýjustu dæmin er bókun 35 sem við Íslendingar eigum ekki að samþykkja eða staðfesta. Svo má nefna ruglboð frá ESB í sambandi við mengunskatta á skipa- og flugsamgöngur Íslendinga skaðar hagsmuni okkar ótvírætt.

Íslenskir stjórnmálamenn eiga að fyrst og fremst, endurtek, fyrst og fremst að gæta hagmuni lands og þjóðar. Ef hagsmunir Íslendinga eða lög stangast á við ákvæði EES-samninginn, þá eiga íslensk lög (íslenskir stjórnmálamenn hafa enga heimild til að afsala völdum til yfirþjóðlegs valds) að gilda. Í stjórnarskránni segir hvergi að afsala megi valdi til erlendra ríkja eða ríkjasambanda. En svo er beinlínis sagt í bókun 35:

Í frumvarpi til stuðnings bókunar 35 segir: 

  1. gr. laganna orðast svo:

Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.

Er þetta eitthvað óskýrt? Er ráðherra með því að leggja þetta fram að brjóta stjórnarskrá Íslands?

Út á hvað gengur EES-samningurinn eiginlega? Að reglugerðir og ályktanir sem ESB kemur með, verði sjálfkrafa lög?  Hafa EFTA-ríkin sett fram reglugerðir, ályktanir eða lög sem skylda ESB til að gera eitthvað? Hefur það einhvern tímann gerst? Ég spyr í fullri alvöru og gott væri ef einhver gæti sagt mér sannleikann.

Og hafa EFTA-ríkin samþykkt allt, eða réttara sagt Ísland, samþykkt allt sem blýantnagarnir í Brussel dettur í hug? Lítum aðeins á EES-samninginn eins og hann var við innleiðingu hans 1992.

  1. HLUTI

MARKMIÐ OG MEGINREGLUR

  1. gr.
  2. Markmið þessa samstarfssamnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði sem nefnist hér á eftir EES.
         2. Til að ná þeim markmiðum sem sett eru í 1. mgr. skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings þessa fela í sér:
  1. frjálsa vöruflutninga;
  2. frjálsa fólksflutninga;
  3. frjálsa þjónustustarfsemi;
  4. frjálsa fjármagnsflutninga;
  5. að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig
  6. nánari samvinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála.

Hvar er talað um að ESB eigi að íhlutast um innri málefni ríkisins? Svo sem orkumál okkar. Eða skattleggja okkur? Er ESB ekki komið langt út fyrir valdsvið sitt? Jú, það hefur gert það en af hverju? Jú, eðli ESB hefur breyst gífurlega á þessum þremur áratugum. Í stað þess að vera ríkjasamband, þar sem ríkin eru frekar sjálfstæð um innri málefni, hefur það breyst eða ber merki þess að vera sambandsríki (í eintölu), líkt og ríki Bandaríkjanna eða kantónur Sviss. 

Aðildarþjóðir ESB finna greinilega fyrir valdamissirinn og því eru uppi deilur innan þess um valdsvið og skyldur aðildarþjóða. Þetta yfirþjóðlega vald eða ríki mun eiga sitt tímaskeið, líkt og með öll fjölþjóðaríki en hvað kemur svo er óvíst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Bjóða Serbíu og Tyrkjalandi í EFTA - leysir öll vandamál, þeirra og okkar, og ESB sem komið er í þrot með sjálft sig.

Guðjón E. Hreinberg, 10.10.2023 kl. 22:20

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Frjálst flæði vinnuafls er meginstoðin í EFTA. Viljum við milljónir Tyrkja á íslenskum vinnumarkaði?

Birgir Loftsson, 11.10.2023 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband