Kevin McCarthy vikið úr embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings er söguleg tíðindi

Hann hefði mátt segja sjálfum sér að hann væri valtur í sæti en hann trúði ekki að hægt væri að koma honum úr embætti. Það þurfti 30 umferðir til að kjósa hann í upphafi og með þeim formerkjum að einn þingmaður gæti borið upp vantraust yfirlýsingu á hendur hans og borið undir atkvæðagreiðslu. Nú hefur það gerst.

Fjölmiðlar hérlendis keppast við að kalla andstæðinga hans vera yst til hægri og þeir séu n.k. hægri öfga. En það er bara ekki rétt. Þeir sem felldu hann voru búnir að vara McCarthy við að hann yrði að skera niður fjárlög enda stefnir í $2 billjónir halla rekstur á ríkissjóð en heildarskuldir ríkisins eru komnar upp í $33 billjónir (e. trillions). Vaxtagjöldin slaga upp í $1 billjón (milljarður milljarða). Þótt ríkir séu, bera Bandaríkjamenn ekki svo miklar skuldir til langframa.

Kannski var það sem gerði útslagið er að Joe Biden sagðist hafa gert samkomulag við McCarthy um áframhaldandi fjáraustur í Úkraníu stríðið eftir að núverandi bráðabirgða fjárlagatímabil lýkur eftir 45 daga en sá síðarnefndi neitaði.

Hann fór heldur ekki eftir beiðni flokksmanna sinna um að greitt yrði um einstaka útgjaldalið, í stað pakka atkvæðagreiðslu en í slíkum pakka leynist margir útgjaldaliðir sem annars hefðu e.t.v. ekki verið samþykktir. Þannig hlaða útgjaldaliðirnir utan á sig eins og snjóbolti á leið niður brekku af því að allir vilja koma sína að. 

Er loksins komin ábyrgð í bandarískum stjórnmálum? Getum við Íslendingar e.t.v. einnig komið slíku fyrirkomulagi á? Til dæmis fjárlögin 2023-24 yrðu afgreidd úr Alþingi eftir kosningu um helstu kostnaðarliði. Greitt atkvæði um heilbrigðismál, svo menntamál, þ.e.a.s. stóru liðina.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband