Á Bandaríkjaþingi hefur staðið styrr um fjárlög Bandaríkjanna þetta misseri. Það stefndi í að ríkisstofnanir myndu lokast ef fjárveitingar kæmu ekki fyrir næsta ár þann 1. október. Ákveðið var milli flokkanna beggja að gera 45 daga bráðabirgðar fjárlög til að redda sér fyrir horn.
Þetta hefur verið gert í áratugi, Bandaríkjaþing fer í gott sumarfrí og svo er mætt og reynt að ganga frá fjárlögum á örfáum dögum. Oftast eru fjárlagaliðirnir settir í pakka á síðustu stundu og þá verða þingmenn að kyngja ýmislegu sem leynist í pakkanum.
Nú hafa nokkir þingmenn repúblikana gert uppreisn og vilja að greidd verða atkvæði um einstaka liði fjárlaganna. Þeim er alveg nóg boðið en hallinn á ríkiskassann er kominn upp í 33 billjónir Bandaríkjadala sem er nýtt met. *Billjón er milljarður milljarða dollara.
Hallareksturinn hjá ríkisstjórn Joe Biden nemur mörgum billjónum á aðeins þremur árum sem Bandaríkjaþing reyndar skammtar og ætti ekki að taka þátt í. Þessum mönnum er nóg boðið og demókratar og fjölmiðlar þeirra, þar á meðal á Íslandi, hjá RÚV og Vísir, keppast við að kalla þá öfga hægrimenn! Bara fyrir að vilja ekki reka ríkissjóð með halla!
Bandaríkin eru tæknilega séð gjaldþrota og með sama áframhaldi de facto gjaldþrota. Þingmenn veðja á að framtíðar tekjur bjargi þeim fyrir horn en það er óvíst að svo verð í ljósi hversu efnahag landsins er illa stjórnað.
Sömu sögu er að segja af Íslandi, hér stefnir í að á árinu 2024 verði 46 milljarða kr. halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs sem samsvarar 1% af vergri landsframleiðslu og það á góðæri ári. Peningaaustrið er geigvænlegt. Niðurskurðarhnífnum er aldrei beitt eða lítið notaður.
Keynes aðferðafræðin beitt í góðæri en hún á aðeins að beita í kreppuástandi en betra væri að fara eftir aðferðafræði Friedman.
Þyrftu ekki að vera til lög um að það sé bannað að skila af sér halla fjárlögum? Sníða sér stakk eftir vexti og eiga til varasjóð, ef fjármögnun til dæmis heilbrigðiskerfisins fer yfir strikið? Sem er bráðnauðsynlegt að mæta. Önnur starfsemi ríkisins, svo sem er tengd menningarstarfsemi mætti éta það sem úti frýs.
Hér tillaga að sparnaði: Hætta fjáraustur í stjórnmálaflokkanna sem slagar upp í milljarð. Ekki styðja fjölmiðla með fjárframlögum, nær væri að nota nefskattinn sem RÚV situr eitt að, 8 milljarða á ári og skipta þeirri köku milli þeirra eða það sem betra væri, ekki innheimta fjölmiðlaskatt yfir höfuð. Markaðurinn sér um sitt.
Milton Friedman sagði um fjárlög ríkisstjórna: Hafið auga með einu og bara einu: hversu miklu ríkisvaldið eyðir, því það er hinn sanni skattur. . . Ef þú ert ekki að borga fyrir það í formi skýrra eða afdráttarlausa skatta, þá ertu að borga fyrir það óbeint í formi verðbólgu eða í formi lántöku.
46 milljarðar í lántöku fyrir fjárlagaárið 2024 eru aukaskattar sem borgað verður síðar. Hvað er átt við með því? Jú, framtíðar skattar þurfa að borga vaxtagjöld og lánið sjálft.
Að lokum: Friedman skildi að raunverulegir skattar á hagkerfið koma á endanum í formi ríkisútgjalda sem dregur úr auðlindum í opinberum tilgangi sem annars væri notað í einkageiranum. Kjósi hið opinbera að byggja brú eða veg hefði steypan og stálið getað verið notað til að framleiða hús og skrifstofubyggingar.
Hvernig aukin ríkisútgjöld eru fjármögnuð - með sköttum, nýprentuðum krónum og verðbólgu eða skuldum - er aukaatriði, sem hefur kannski aðeins lítil áhrif á hvata fólks. Kostnaður vegna aukinna ríkisútgjalda mun falla til með tilfærslu fjármagns frá einkanotum yfir í opinbera notkun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 2.10.2023 | 10:00 (breytt kl. 20:31) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.