Eru ráðherrar VG að brjóta lög?

Svo virðist vera ef marka má gjörning og fyrirætlanir a.m.k. þriggja ráðherra VG.

Lítum fyrst á Guðmund­ Inga Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra.  Hann er að fara á svig við aðgerir dómsmálaráðherra sem fer eftir lögum og vísar ólöglegum innflytjendum úr landi sem hafa reynt á öll lagaúrræði sem eru þeim í boði.  Margir una við sinn úrskurð og njóta stuðnings yfirvalda við að fara úr landi. Samkvæmt lögum og reglumgerðum eru þeir sem ekki una þessu og dvelja hér ólöglega að brjóta íslensk lög. Undrun sætir að þessu fólki er ekki vísað úr landi með það sama eins og heimilt er í útlendingalögum.

En þá kemur Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra til sögunnar og boðaði full­trúa sveit­ar­fé­lag­ana á fund sinn. "Í til­kynn­ingu frá sam­band­inu seg­ir að ráðherra hafi þar til­kynnt að hann hefði sent sveit­ar­fé­lög­um til­mæli vegna aðstoðar við þá út­lend­inga sem fengið hafa end­an­lega synj­un á um­sókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eigi ekki rétt á þjón­ustu á grund­velli út­lend­ingalaga.

Jafn­framt segðist hann hafa gert breyt­ing­ar á reglu­gerð um fjár­hagsaðstoð sveit­ar­fé­laga." Er hann ekki að brjóta útlendingalögin? Sjá slóð:  Sveitarfélög lýsa vonbrigðum með aðgerð ráðherra

Kíkjum á útlendingalögin sem eru ekkert annað en réttindaskrá allra þeirra sem sækja hér um hæli. Þetta er mikill frumskógur og flækjustigið mikið. Mjög óskýr lög og undanskotsleiðir margar.

Þeir sem dveljast hér eftir úrskurð yfirvalda um að yfirgefa landið brjóta tólfta kafla útlendingalag um dvöl.  Reyndar brjóta þeir fleiri greinar laganna en læt þetta duga.

XII. kafli. Frávísun og brottvísun.
98. gr. Brottvísun útlendings án dvalarleyfis.
Heimilt er að vísa útlendingi úr landi sem er án dvalarleyfis ef: (svo koma mörg skilyrði sem ekki eru talin hér upp).

En kíkjum á 104. grein laganna.

104. gr. Framkvæmd ákvörðunar.
Við synjun umsóknar um dvalarleyfi eða endurnýjun á dvalarleyfi þar sem útlendingur er staddur hér á landi skal skýrt kveðið á um heimild hans til áframhaldandi dvalar hér á landi.
Í málum skv. 1. mgr. og í öðrum tilvikum þar sem útlendingur hefur ekki rétt til dvalar hér á landi eða ákvörðun felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið skal lagt skriflega fyrir hann að hverfa á brott. Að jafnaði skal [lögregla eða] 1) Útlendingastofnun veita útlendingi frest í 7–30 daga til að yfirgefa landið sjálfviljugur.

Og kíkjum á þennan undirlið: "Útlendingur skal tilkynna Útlendingastofnun um fyrirhugaða brottför sína og leggja fram sönnun þess að hann hafi yfirgefið landið. Ef útlendingurinn fer ekki úr landi svo sem fyrir hann er lagt, frestur skv. 2. mgr. er ekki veittur eða líkur eru á að hann muni ekki fara sjálfviljugur má lögregla færa hann úr landi."  Af hverju er þessi möguleiki ekki nýttur?  Lög um útlendinga 2016 nr. 80 16. júní

Og hvað með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra sem virðist fara langt út fyrir valdsvið sitt í svo kölluðu hvalveiðimálinu?  Hún bannaði hvalveiðar tímabundið á grundvelli velferð dýra og samkvæmt úrskurði Matvælastofnunnar. En svo dró hún í landi. Skv. frétt Viðskiptablaðsins "...hefur hún á­kveðið að leyfa hval­veiðar að nýju en með ströngum skil­yrðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022." Svan­dís leyfir hval­veiðar með ströngum skil­yrðum

Matvælaráðuneytið er nýlegt ráðuneyti og samkvæmt eigin orðum segir það:

"Matvælaráðuneytið byggir á grunni þeirra málefna sem voru á ábyrgð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, auk þess heyra undir það málefni skóga, skógræktar og landgræðslu."

Gott og vel, sem matvælaráðherra hefur hún rétt á að vera áhyggjuful vegna velferð dýra sem er slátrað. En skapar þetta ekki rugling og hagsmunaárekstra við önnur hlutverk ráðherra, sem sé að vera ráðherra sjávarútvegsmála og þar með sjómanna? Mikill ruglingur er á heiti og hlutverk ráðuneyta, sífellt er verið að færa verkefni og hlutverk á milli ráðuneyti, svo allir fái nú ráðherrastóla. En sum sé, eins og segir hér að ofan: Matvælaráðuneytið byggir á grunni þeirra málefna sem voru á ábyrgð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en auk þess munu málefni skóga, skógræktar og landgræðslu flytjast til matvælaráðuneytisins.  Sjá: Tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Er ekki von að ráðherra sé rugluð í ríminu þegar ólík hlutverk togast á? Á ábyrgð hans er störf þeirra sem vinna í frumvinnslu atvinnugreinum landsins, til sjávar og sveita. Ráðherra getur ekki upp á einsdæmi án tilvísan til laga, ákveðið að leggja heila atvinnugrein niður, þótt tímabundið sé.  Í 75. gr. stjórnarskránna segir að "[Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess."  Engin lög á bakvið ákvörðun ráðherrans. En honum til varnar, var skerðingin á atvinnufrelsinu tímabundið og gæti staðist lög þannig.

Þá komum við að sjálfum forsætisráðherra sem er mikið í mun að skerða tjáningarfrelsi andstæðinga sinna. Hann talar um haturorðræðu og stöðva verði hana. Hver getur sagt hvað er haturorðræða? Hvernig er hægt að fylgjast með síbreytilegri umræðu, orðfæri og einhver einn getur sagt til um að sé hatursorðræða eða ekki?

Hér er vegið að grundvallarlögum landsins. Í stjórnarskránni segir skýrum stöfum (og ráðherra getur ekki upp á einsdæmi sett í lög sem fara á svig við ákvæði stjórnarskránna):

73. gr.
[Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]

Síðasti liðurinn er of óljós og opinn en segir þó að það sé aðeins gert í þágu allsherjarreglu. Stjórnarskrá Íslands

Tjáningarfrelsið (sjá blogggrein mína um frelsin 8), innheldur meðal annars málfrelsið, er grundvöllur lýðræðisins. Allar breytingar á því verður að vera samþykkt með miklum meirihluta Alþingis en þá höfum við borgararnir rétt á að gera uppreisn og berjast gegn slíkum mannréttindabroti!

Tekur því að bæta við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á þennan lista? Og tala um bókun 35? Er búinn að gera það marg oft hér og læt hér með staðar numið í langri grein.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband