Stjórnsýsla Íslands er sligandi peningahít

Það mætti ætla af lestri fjárlagafrumvarps 2024 að á Íslandi byggi milljóna þjóð. Svo er ekki. Íslenska þjóðfélagið slagar upp í 400 þúsund manns ef útlendingarnir eru taldir með. Þetta er eins og meðalborg á meginlandi Evrópu. Samt haga Íslendingar sig eins og hér séu til nægir fjármunir til að halda uppi viðamikla stjórnsýslu.

Stjórnsýslan, stundum kölluð bálknið, er mjög kostnaðarsöm miðað við stærð þjóðfélagsins.  Kíkjum á tvo fjárlagaliði sem dæmi. Annað bálk er svo stjórnsýslan á sveitarstjórnarstiginu en það er önnur saga.

Það er einn liður í fjárlagafrumvarpinu sem nefnist Alþingi og eftirlitsstofnanir þess, heildargjöld: 6,673,7 milljarða króna!  Við vitum að það eru framkvæmdir við skrifstofubygggingu Alþingis sem kostar sitt en samt eru fjárfestingaframlögin þetta árið aðeins 634 milljónir króna. Í hvað fara hinir peningarnir? 

Mikið hefur verið rætt um dagpeninga en í útvarpsþætti Útvarps sögu kemur fram að greiddir eru dagpeningar upp á kr. 10. milljónir á dag! Vita menn ekki að hægt er að taka þátt í erlendu samstarfi í gegnum fjarskiptabúnað og hægt er að sleppa að taka þátt í öllu erlendu samstarfi? Það má til dæmis leggja niður sendiráð.

Embætti forseta Íslands fær 352 milljónir í rekstrarframlög og fjárfestingaframlög upp á kr. 11. milljónir. Við vitum að forsetinn er dýr í rekstri,  enda með fjölmennt þjónustulið og einkabílstjóra og mánaðarlaun hans eru há. Og eru há það sem eftir er lífs hans, enda fer forsetinn á eftirlaun, strax á eftir embættissetu.  Nú eru þrír forsetar á framfærslu okkar skattborgaranna og eru fokdýrir í rektsri.  Kannski hefði verið betra að Ísland hefði verið konungsríki áfram, þá þyrftum við ekki að vera með ígildis "þrjá kónga" á framfærslu ríkisins. Þetta finnst Íslendingum bara vera í lagi.

Hægt er að fara lið fyrir lið í fjárlagafrumvarpinu og skera duglega niður. Það sem ríkisstjórnin telur vera nauðsyn, er oft  bara lúxus sem má sleppa ef menn þyrftu virkilega og af illri nauðsyn að skera niður. Það má spara með því að eyða minna og það má minnka skattheimtu en Friedman hélt því fram að skattalækkanir, ef varanlegar, myndu auka lífstíðarneyslu sem nemur skattinum, en samt aðeins auka neyslu á hverju tímabili um tiltölulega lítið magn.

Ég er hlynntur því að lækka skatta undir öllum kringumstæðum og af hvaða afsökun sem er, af hvaða ástæðu sem er, hvenær sem það er mögulegt. ... vegna þess að ég tel að stóra vandamálið sé ekki skattar, stóra vandamálið sé eyðslan. - Milton Friedman

Friedman taldi stjórnvöld vera of stór í sniðum og uppáþrengjandi og að með því að lækka skatta myndi umfang stjórnvalda minnka.

Keynesísk þjóðhagfræði heldur því fram að lausnin á samdrætti sé þensluhvetjandi ríkisfjármálastefna, svo sem skattalækkanir til að örva neyslu og fjárfestingar eða bein aukning ríkisútgjalda sem myndi færa heildareftirspurnarferilinn til hægri. En það er enginn samdráttur á Íslandi, þver á móti, mikil þennsla. Reyndar "rústaði" Friedman kenningar Keynes og mun ég fara út í það í næstu grein.

Að lokum, það getur sparað stórfé að hreinsa til í reglugerða lögunum en skriffinnskan í kringum fyrirtækjarekstur er of mikil og getur hreinlega eyðilagt fjárfestingar í landinu.  Þá má einnig búa til fríverslunar svæði á landinu, sem myndi örva byggð á landinu þar sem hún á undir högg að sækja. Fjármagnið leitar þangað sem skattar eru lágir og fjárfestingar auðveldar.  Þess vegna gengur Írlandi betur en Íslandi.

Um annarra manna fé segir Milton Friedman:

Alltaf þegar þú reynir að gera gott með peninga einhvers annars ertu staðráðinn í að beita valdi. Hvernig geturðu gert gott með peninga einhvers annars, nema þú takir þá fyrst frá þeim? Eina leiðin sem þú getur tekið það frá þeim er hótun um valdi: þú ert með lögreglumann eða tollheimtumann, sem kemur og tekur fé af þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Heyr heyr.

Guðjón E. Hreinberg, 26.9.2023 kl. 10:12

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Er ég að lesa rétt? "6,673,7 milljarða króna" ?

Guðjón E. Hreinberg, 26.9.2023 kl. 10:12

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, ég las þetta í fjárlagafrumvarpi 2024.

Birgir Loftsson, 26.9.2023 kl. 10:35

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hugsaðu þér ef þetta væri allt betur sundurliðað.  Þú fengir taugaáfall ef þú vissir hve stórt hlutfall af heilbrigðiskerfinu er stjórnsýzla.

Svona er þetta allt.  Helmingurinn er óþarfi.  Allt hitter tvöfalt dýrara en það þarf að vera.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.9.2023 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband