Losun koltvísýrings eftir löndum - Hver er sök Íslands?

Það bylur á okkur allan daginn áróðurinn að passa upp á kolefnissporin.  Almenningur á Vesturlöndum er skammaður fyrir að anda og gefa frá sér koltvísýring (og kýrnar líka) og Íslendingar eru þar engin undantekning.  En hversu mikil er sök okkar í málinu?

Ef litið er á CO2 losun eftir ríkjum samkvæmt töflu ESB, þá gefur Ísland aðeins frá sér 0,01% af öllum koltvísýringi í heiminum. En íslenska nátttúra gefur frá mikinn CO2 þegar eldfjöllin gjósa.

Athyglisvert er að milljarða þjóðin Indland, losar aðeins um 7% af CO2, Bandaríkin, mesta efnahagsveldi heims, um 12% en mesti sóðinn (í skilningi losun CO2) er Kína sem ber ábyrgð á 31,5% losun alls CO2 í heiminum á ársgrundvelli. Þarf ekki frekar að skamma kínversk stjórnvöld en almenning í heiminum? Flestar þjóðir eru langt undir 1%.

Svo er það spurningin, í útópíu dæmi um að mannkynið nái að útrýma CO2 losun fyrir árið 2050, hvort að það verði hreinlega ekki CO2 skortur! Jú, þessi lofttegund er nauðsynleg fyrir náttúruna og hitastig jarðar.  Þarf ekki ákveðið jafnvægi í nátttúrunni og í umræðunni? Heimurinn er að farast hjá sumum vegna loftslagsbreytinga en aðrir hunsa og kalla þetta áróður.

CO2 emissions of all world countries


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Koltvísýringur er ekki mengun.
Ekki nema þú sért í óloftræstu rými.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.9.2023 kl. 15:14

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Einmitt. Í réttu magni lífsnauðsynlegur.

Birgir Loftsson, 14.9.2023 kl. 17:15

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það væri gott að deila í þessar tōlur með stærð efnahagslōgsōgu hvers lands og sjá hvaða niðurstōður koma fram í sōgulegu samhengi.

Eg held að þá komi í raun hversu lítil áhrif við Íslendingar hōfum á þessa meintu mengun sem við erum að kasta milljōrðum til lækkunar á CO2 á því landsvæði sem við ráðum yfir.

Eggert Guðmundsson, 15.9.2023 kl. 10:49

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Hvað er næst Eggert? Að við borgum fyrir CO2 útblásur eldfjalla? Er ekki að grínast með þetta, þeim gæti alveg eins dottið slík vitleysa í hug í heimi ranghugmynda samtímans.

Birgir Loftsson, 15.9.2023 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband