Miklar deilur eru um áhrif mannsins á loftslag jarðar. Meirihluti vísindamanna eru á því að maðurinn hafi áhrif en hversu mikið og hvort það skiptir máli, er umdeilanlegt. Það sem mér hefur fundist vanta í umræðuna er vísindaleg umræða.
Við látum lýðskrumara eins og John Kerry þruma yfir okkur heimsendaspár og á sama tíma og hann flýgur um sjálfur á einkaþotu, þar á meðal til Íslands. Predikari sem iðkar ekki sem hann boðar, hljómar ekki sannur.
Ég horfði á athyglisvert viðtal við Steven Koonin hjá Hoover Institution. Þar eru vísindamenn að taka viðtöl við aðra vísindamenn og umræðan mjög þroskuð. Kíkjum aðeins á manninn, Steven Koonin.
Steven Koonin er einn af virtustu vísindamönnum Bandaríkjanna, með áratuga reynslu að baki, þar á meðal starfaði hann sem vísindaráðunautur hjá orkumálaráðuneytinu í ríkisstjórn Obama.
Í þessari umfangsmiklu umræðu, sem að hluta til er byggð á bók Koonin frá 2021, Unsettled: What Climate Science Tells Us, What It Doesn't, and Why It Matters, gefur Koonin fágaðri sýn á vísindin á bak við loftslagsmálið en fjölmiðlar gefa venjulega, en í viðtalinu fer hann í gegnum sönnunargögnin og þýðingu þeirra.
Koonin segir m.a. í þessu viðtali, hann ...skalf yfir þeirri uppgötvun að loftslagsvísindin voru mun minna þroskuð en hann hafði gert ráð fyrir og að yfirgnæfandi vísbendingar um skelfilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum voru ekki svo yfirþyrmandi eftir allt saman.
Einnig sagði hann að reikningslíkönin fyrir loftslagsbreytingar væru ekki eins góð og fyrir líkönin fyrir veður(spár). Hann kemst líka að þeirri niðurstöðu, að þótt við mennirnir séum að breyta loftslaginu til hlýnunar (eigum a.m.k. 1% þátt) þá sé það ekki þannig að það hafi mikil áhrif á framtíð mannkyns. Við getum auðveldlega aðlagað okkur að breyttu loftslagi með nútíma tækni.
Koonin benti einnig á að loftslag á jörðu byrjaði að breytast til hlýnunar fyrir 400 árum, löngu áður en iðnbyltingin og sannarleg mannanna áhrif hófust. Hann benti á að venjulega deyi níu sinnum fleiri af völdum kulda en hita. En vegna hlýnunar, hafi færri dáið af völdum loftslags en nokkrum sinni áður í mannkynsögunni og það þótt mannfjöldi hafi margfaldast síðastliðin tvö hundruð ár.
Hoover Institution and Steven Koonin
Umræðan heldur því áfram....og niðurstaðan er ekki komin, það er víst.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Umhverfismál | 3.9.2023 | 18:08 (breytt kl. 18:55) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
- Dagur kveður borgarstjórn
- Uggvænlegur undirtónn
- Vörubíll valt á hliðina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.