Það er eilífa vandamál í kringum Reykjavíkurflugvöll, þökk sé flugvélahatur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll bolabrögð hafa verið beitt til að koma flugvellinum í burt. Fyrst með byggð í kringum Valsheimilið og nú með viðbót við byggðina í Skerjafirði.
Stöðugt verið að þrengja að flugvellinum og ein flugbrautin orðin óvirk sem er nauðsynleg í vissri vindátt. Þetta er bagalegt fyrir sjúkraflugið að hafa ekki alltaf aðgengi að vellinum.
Það virðist vera stórmál fyrir stjórnmálamenn samtímans að flytja þennan flugvöll úr Vatnsmýrinni, en svo var ekki þegar hann var byggður í upphafi. Förum aðeins í byggingasögu flugvallarins. Sumir halda að Bretar hafi haft frumkvæði að staðsetningu núverandi flugstæðis en svo er ekki. Íslendingar með nýráðinn flugmálaráðunaut ríkisins, Agnar Kofoed Hansen voru með hugmyndir um uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Agnar var ráðinn til starfa 1936. Valið stóð á milli Vatnsmýrinni eða Kringlumýri og ákveðið var að velja síðarnefnda kostinn.
Hér er ein góð grein sem greinir vel frá þessu máli: Bretar byggðu Reykjavíkurflugvöll og hún segir m.a.:
"En mál voru nokkuð fljót að taka breytingum. Ísland var hernumið af Bretum 10. maí 1940 og settu þeir upp varðstöðvar við þá staði sem notaðir höfðu verið fyrir flugsamgöngur. Skömmu síðar fóru Bretar að leita eftir hentugum stöðum til flugvallagerðar. Leonard K. Barnes flugliðsforingi sem stýrði athugun Breta taldi ekki nægjan-legt svigrúm fyrir herflugvöll í Vatnsmýrinni vegna nálægðar við byggð. Bretar völdu því Kaldaðarnes, en það reyndist ekki sem skyldi. Flugvöllur í Kaldaðarnesi var illa staðsettur með tilliti til umferðar og aðdrátta og var einnig inn á flóðasvæði Ölfusár."
Kringlumýrin var svo endanlega slegin af borðinu. Flugmálafélag Íslands fór um þetta leyti fram á við borgarráð að unnar yrðu frekari athuganir á flugvallarstæði í Vatnsmýrinni og einnig kostnaðaráætlanir við gerð flugvallar. Bæjarráð féllst á þessar hugmyndir og þar með var Kringlumýri slegin af sem flugvallarstæði. Lengra náði þessi saga þó ekki, því breski herinn fór um landið og lét gera flugbrautir á ýmsum stöðum. Ein þeirra var á Melunum við Öskjuhlíð. Um miðjan október 1940 var áhugi borgaryfirvalda vakinn á því að Bretar væru byrjaðir á flugvallargerð sunnan við Vatnsmýrina segir í ofangreindri grein.Bretar byggðu upp flugvöllinn á örskömmum tíma í núverandi mynd.
Svo komu upp hugmyndir um flugvöll á Hólmsheiði og Hvassahrauni. Fyrrnefnd flugvélastæði var fljótlega slegið af vegna óhagstæðra vinda og hæðar yfir sjávarmáli.
En vinstri-lingarnir í borgarstjórn voru ekki búnir að gefast upp. Hvassahraun er útópíusvæðið fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem raun væri þá orðinn að að Vogaflugvelli og kominn óþægilega nálægt Keflavíkurflugvelli. Samin var galin skýrsla sem kölluð er í daglegu tali Rögnuskýrsla. Teknir voru fjórir flugvallarkostir; Bessastaðanes, Löngusker, Hólmsheiði og Hvassahraun en einnig breyttar útfærslur á flugstæðinu í Vatnsmýri.
Og hver var niðurstaða stýrhópsins í skýrslunni? "Stýrihópurinn leggur til að aðilar samkomulagsins komi sér saman um næstu skref í málinu á grundvelli þeirra gagna sem hann hefur afl að: i. Flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum næsta vetur auk þess sem rekstrarskilyrði mismunandi útfærslu og hönnunar verði metin. Náist samstaða um það leggur stýrihópurinn til að stofnað verði sameiginlegt undirbúningsfélag í þessu skyni." Flugvallarkostir
Sum sé, arfavitlaus kostur valinn enda var sérfræðiþekkingin ekki meiri en það að sérfræðingarnir gleymdu að taka tillit til jarðfræðinnar og Reykjanes er þekkt eldgosasvæði. Náttúran þurfi svo að kenna þrjóskum vinstrimönnum lexíu með þremur eldgosum í röð. Séð er fram á áframhaldandi gosvirkni næstu áratugi en samt hafa sumir vinstri brjálaðir ekki slegið Hvassahraun af borðinu.
Í mínum augum er valkostirnir tveir eða þrír. Auðveldast er að útfæra núverandi flugvöll í Vatnsmýri (ryðja hús og tré til skapa pláss og lengja í flugbrautum) en bara til bráðabirgða.
Best væri að taka flugvöllinn úr höndum Reykvíkinga sem haldið hafa hann í gíslingu, landsbyggðinni til hugarangurs. Það er bara hægt með því að flytja hann út á Löngsker, undir lögsögu ríkisins og án þess að vitl...geti skemmt fyrir. Borga má kostnaðinn við nýjan flugvöll á Löngskerum með sölu lands undir núverandi flugvöll sem nóta bene er í eigu ríkisins, ekki Reykjavíkur. Áætlaður kostnaður er 37 milljarðar, 24 milljarðar ef hann væri á Bessastaðanesi, 25 milljarðar á Hólmsheiði; um 22 milljarða ef hann væri í Hvassahrauni en ekki er minnst á kostnaðinn við að breyta núverandi flugvöll.
Svo er þriðji kostinn að flytja hann yfir á Bessastaðanes en þá þarf að glíma við annað sveitarfélag, í þetta sinn við Garðabæ. Þar eru menn reyndar raunsæir en hver veit hvaða stjórnarflokkar taka við í framtíðinni og skipta um skoðun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | 1.9.2023 | 14:14 (breytt 2.9.2023 kl. 18:07) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.