Sundurþykkja innan raða Sjálfstæðismanna

Hér á blogginu eru Sjálfstæðismenn farnir að rífast innbyrðis um grunnstefnu flokksins, sem er fullveldi Íslands. Í hár saman eru komnir Arnar Þór Jónsson og Björn Bjarnason.

Erfitt er að skilja hvað sá síðarnefndi er að fara, en hann er greinilega á móti "upphlaupi" Arnars Þórs og segir: "Sé fullveldi ríkisins túlkað á þann veg sem Arnar Þór krefst til að þrengja að rétti og frelsi einstaklingsins sem skapast hefur með EES-aðildinni á að ræða leið til hæfilegs jafnvægis í anda sjálfstæðisstefnunnar. Það er ekki gert með aðferðum „slaufunar“ eða ásökunum um „smættun“, hvað sem það nú er í þessu tilliti."  

Hvernig Björn túlkar orð Arnars Þórs að hann sé að "...þrengja að rétti og frelsi einstaklingssins sem skapast hefur með EES-aðilinni" er óskiljanlegt (textinn er annars svo illa skrifaður að maður þarf að lesa hann tvisvar). Og þetta sé gert með aðferð slaufunnar! Hvernig Arnar getur slaufað umræðuna er óskiljanleg rökfærsla. Og ljóst er að Björn er að verja vondan málstað en það er EES-aðild Íslands.  Réttur og frelsi einstaklingsins hefur einmitt skerts með EES-aðildinni vegna þess að eðli ESB hefur breyst frá því að Ísland gerðist aðili að EES.  ESB í dag er meira sambandsríki en samtök frjálsra þjóða.  Framkvæmdarstjórn ESB hefur of mikil völd í ljósi þess að ekki nokkur borgari innan ESB kaus hana. 

Valdaframsal til ESB hefur aukist svo mikið að samstarf EFTA og ESB snýst ekki lengur um fjórfrelsið, heldur seilist ESB til áhrifa innan EFTA á öllum sviðum með reglugerðafargann.  Þetta láta EFTA ríkin ganga yfir sig þeigjandi og hljóðalaust. Bókun 35 innsiglar endanlega valdaframsal Íslands til alþjóðlegrar yfirstofnunnar og er beinlínis andstæð stjórnarskrá Íslands.

Arnar Þór er ekki einn í liði. "Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir forgangsreglu ESB og bókun 35 ganga í berhögg við stjórnarskrá Ísland og vera fullveldisafsal. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lagði málið fyrir Alþingi og bíður afgreiðslu þar..." segir á vefsíðu Félags Sjálfstæðismanna um fullveldi. Fullveldisfélagið  Niðurlag greinarinnar endar svona: Innleiðing 3. orkupakka ESB eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn.Bókun 35 grefur hann endanlega.

Ber svo að skilja að Björn sé fylgjandi fullveldisframsali til ESB? Vill hann fylgja í blindni ófæruferð forystu Sjálfstæðisflokksins eða hvað grasrótin finnst? Á Sjálfstæðisflokkurinn að bera fram frumvarp til lögfestingu bókunnar 35 í haust?  

Hér er hlekkur inn á grein á ofangreindri vefsíðu, þar sem tilgangur þessa fullveldisfélags er útskýrður: Sérstakt félag sjálfstæðismanna um fullveldismál – Til hvers?

Og greinin byrjar á eftirfarandi hátt:

Þegar stjórnmálaflokkur fer ekki eftir grundvallarstefnu sinni þá starfar hann í umboðsleysi. Fólkið sem kaus flokkinn er flokkurinn og það má krefjast þess að þeir sem hyggjast stjórna í umboðsleysi verði settir af.

Einnig segir: "Samkvæmt lögum flokksins er landsfundur „æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans.”

Flokksráðsfundurinn sem greinilega misheppnaðist, talar því máli flokksforystunnar, ekki landsfundar flokksins. Eru flokksráðsmenn því í beinni andstöðu við almenna meðlimi Sjálfstæðisflokksins, þ.e. grasrótarinnar? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Enginn þessara manna er sjálfstæðismaður, þetta eru allt platíhald, eða nýfrjálshyggja, að rífast um hvort hér skuli vera 92 eða 94 prósent kommúnismi.

Sönnun í boði ef þetta er ekki augljóst.

Guðjón E. Hreinberg, 29.8.2023 kl. 02:55

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Já, það vantar óspilltan hægri flokk á Íslandi.

Birgir Loftsson, 29.8.2023 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband