Borgaralegir flokkar á Íslandi

Það er ekki um auðugan garð að gresja ef einstaklingur vill kjósa til hægri.  Því miður er bara einn annar borgaraflokkur í landinu en Sjálfstæðisflokkurinn en það er Miðflokkurinn. Líklega Flokkur fólksins líka.

Ef maður er samkvæmur sjálfum sér kýs maður með frelsi (í öllum formum) einstaklingsins og fyrirtækja, opið markaðshagkerfi, lítil ríkisafskipti og varðveisla borgaralegra gilda.

Will Durant sagnfræðingur segir eftir að hafa skrifað sögu Rómverja og Grikkja og mannkyns að línan milli framfara og íhaldssemi sé örþunn. Íhaldssöm gildi eru einmitt íhaldssöm vegna þess að þau hafa reynst samfélaginu vel kynslóð eftir kynslóð og því hafi fólk haldið í þau.  Hins vegar má samfélagið ekki vera of íhaldssamt, en þá er hætta á stöðnun.

Í nútímasamfélagi er engin hætta á stöðnun en breytingarnar eru svo miklar að fólk á í fullt í fangi með að meðtaka þær. Þetta gildir ekki bara um tækni og breytt samskiptamunstur heldur gildi samfélagins.  Frjálslynd öfl til vinstri, eru í svo miklu kapphlaupi að henda í burtu gömul gildin að mörg gamalgróin og gild gildi hafa farið út um gluggann sem ef til vill ætti að halda í. 

Tökum sem dæmi kristna trú.  Miklar árásir hafa verið á kristin gildi og kristna trú og nú hefur tekist að útiloka alfarið að börn kynnist kristni í skólum. Þjóðkirkjan þeigir þunnu hljóði en hefur miklar áhyggjur af meðferð meðlima annarra trúarbragða. Þar með missa börnin möguleika á að kynnast kristna trú en ekki bara það, heldur kristin gildi. Þau eru ekki einkamál kristinna manna heldur allra sem búa á Íslandi. Samfélagsgildin, réttarkerfið og stjórnskipan byggjast á kristninni trú og ef klippt er þarna á milli, myndast tómarúm. Fólk skilur t.d. ekki ekki hvers vegna borgararnir eiga að sýna náungakærleik, mannúð og varðveislu mannréttinda. Þessi gildi koma frá vestrænum löndum, úr gyðingdómi og grískri háspeki og eru ekki viðhöfð alls staðar í heiminum. Það tók meira en tvö hundruð ár að koma þessum gildum á koppinn eins og þau eru í dag.

Í menningarstríðinu sem nú geisar, hefur Sjálfstæðisflokkurinn sofið á verðinum. Hann hvorki heldur á lofti íhaldssöm gildi né reynir að verja þau.  Ekki bofs þegar kristni fræðsla var útilokuðu úr grunnskólum landsins. Nú, ekki eru allir kristnir á Íslandi, en þá geta þeir einstaklingar fengið fræðslu um almenn borgaraleg gildi og lýðræði eða eigin trúarbrögð. Það er enginn að segja að börn með önnur trúarbrögð þurfi að sitja undir kristnifræðslu. 

Nú er flokksráðsfundur hjá Sjálfstæðismönnum. Lítið mun gerast hjá þeim á þessum fundi.  Uppreisnarmenn fara af honum fúlir og gæla við tilhugsunina um að stofna hægri flokk.  Innsta valdaklíkan í flokknum, með formanninn heldur áfram að saxa á eigið fylgi með stefnuleysi, gildisleysi og búríkratisma. Algjör kamakasi leiðangur sem endar loks með rúkandi rúst, fylgið komið niður í 12% eða minna og þá gefast Sjálfstæðismenn loksins á formanninum og dömunum í kringum hann. Það virðist ekki vera hægt að hagga við manninum, alveg sama hvað hann gerir af sér.

Fróðlegt verður að vita hvort að bókun 35 muni splundra flokkinn eða hvort að harðir Sjálfstæðismenn gefast upp þeigandi og hljóðalaust, skrá sig úr flokknum og kjósa í næstu kosningum Miðflokkinn.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband