Hvað eiga New York borg og Reykjavíkurborg sameiginlegt?

Jú, báðar borgirnar hefur lengi vel verið stjórnað af vinstri mönnum, með sama árangri. Eða réttara sagt, árangursleysi.  Líkt og með vinstrimenn yfir höfuð, kunna þeir ekki að fara með annarra manna fé og sólunda skattfé borgabúa í alls kyns gæluverkefni. Báðar borgirnar eru illa reknar og skuldugar upp í rjáfur. 

Í báðum borgum flýr fólk einhvert annað, þangað sem hægri menn stjórna.  Í báðum borgum flýja fyrirtækin vegna "haturs" gegn fyrirtækjarekstri og þangað sem álögur og reglugerðir eru minni. New York búar og fyrirtæki leita til Texas og Flórída en Reykvíkingar til sveitafélaga á Suðurlandi í leit að íbúð en fyrirtækin til Hafnarfjarðar að aðstöðu fyrir fyrirtæki sín. Borgirnar verða af miklu skattféi þar af leiðandi af báðum ástæðum.

Báðar borgirnar eru frjálslyndar eða telja sig vera það.  Þær telja sig vera fjölmenningarborgir og eru vinveittar ólöglegum innflytjendur.  Gjaldaþrota Reykjavíkurborg hefur lýst sig reiðubúna til taka á móti 1500 flóttamönnum (með von um að fá meðgjöf með þeim frá ríkinu og drýgja þannig tekjurnar) og New York er einnig mjög vinveitt hælisleitendum (er yfirlýst "skjólborg").

En nú eru að renna tvær grímur á Demókratanna í New York. Þeir, líkt og Reykjavíkurborg og íslenska ríkið, ráða ekki við fjölda hælisleitenda. Á skömmum tíma hafa 100 þúsund hælisreitendur leitað þangað í gegnum galopin landamæri Biden stjórnarinnar. Í fyrstu voru þeir velkomnir en þegar velferðakerfið er að sligast vegna ásóknar, eru sumir Demókratar farnir að kvarta.  New York Democrats fear looming political 'disaster' over migrant crisis: 'Ticking time bomb'

Ef 10 milljóna borgin New York er að sligast undan 100 þúsund hælisleitendur, hvað þá með fimm þúsund hælisleitendur sem leita hingað árlega til smáborgina Reykjavík með 140 þúsund íbúa? Jú, þeir leita þangað þar sem þjónustan er mest og stjórnsýslan sem tekur á mál þeirra er til húsa. 

Demókratar óttast fylgistap vegna hælisleitendamála en hvað með vinstri stjórnina í Reykjavík? Nú þegar ríkið vill sturta vanda hælisleitendur yfir á herðar sveitafélaganna? Reykjavíkurborg, sem telur sig vinveitta minnihlutahópa, þegar á reynir, kvartar!

Eða verða skuldamál vinstri stjórnarinnar í Reykjavík henni að falli? Kannski sýnir Einar í Framsókn hversu fávísir Framsóknarmenn eru með því að taka við keflinu í miðju hlaupi og hlaupa ekki í mark, heldur á endastöð Framsóknarflokksins í borginni. Hver kýs Framsóknarflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum? Eftir svikin kosningaloforð og tómann bankareikning en enginn vill fjármagna borgina eins og sjá mátti í síðasta skuldaútboði. Miklar líkur er á að við keflinu taki Samband íslenskra sveitafélaga, sem tekur fjármálavald borgarinnar í sínar hendur eftir að borgin verður lýst gjaldþrota. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Enginn hefur áhuga á að taka áhættu í skuldafjárútboði Reykjavíkurborgar. Allir vita sem er, að borgin er gjaldþrota.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/08/17/litill_ahugi_a_skuldabrefum_reykjavikurborgar/

Birgir Loftsson, 19.8.2023 kl. 23:16

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Þessi samlíking þín er bæði fyndin og sönn.

Það sem ber á milli er sú staðreynd að New York getur hlakkað til breytinga til batnaðar, ef Trump verður enn á lífi 2024, en hvað höfum við Reykvíkingar til að binda vonir við?

Jónatan Karlsson, 20.8.2023 kl. 11:46

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jónatan. Satt segir þú, Reykvíkingar hafa ekkert til að hlakka til. Bara gjaldþrota borg sem þýðir skerta grunnþjónusta.

Var í miðborg Reykjavíkur í gær. Verð að hrósa borgarstjórn fyrir velheppnaðar breytingar á miðborginni en fyrirtækin hafa byggt upp frábæra miðborg (með eigið fé). En hlutur borgarinnar er ekki eins glæsilegur. Gangstéttir ónýtar og járnbrautaför í götum.

Það sem bjargar Reykjavík er að stjórnsýslan er í borginni, háskólasamfélagið og hótel reksturinn. Iðnfyrirtækin eru farin og íbúa vöxtur borgarinnar takmarkaður eftir lok þéttingu byggðar. Nema byggt verði á Kjalarnesi.

Sem betur fer bý ég ekki í Reykjavík.

Birgir Loftsson, 20.8.2023 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband