Titillinn á þessari blogggrein hljómar eins og stríðsletur, æsingafyrirsögn til að ná athygli. En því miður er þetta staðreynd.
Reykjavíkurborg er komin upp í 199% skuldaviðmið en ef hún fer yfir 200%, telst hún tæknilega séð gjaldþrota og sérstök framkvæmdarnefnd Samtaka sveitafélaga tekur við fjárrekstur sveitafélagsins. Skuldaviðmiðið var 150% en þegar stefndi í að Reykjavík færi yfir þau mörk, voru þau bara hækkuð í 200%!
Verra er að yfirdráttur Reykjavíkurborgar er fullnýttur hjá bönkunum. Reykjavík er í svipaðri stöðu og Selfoss sem er á barmi gjaldþrots en mikill munur er á þessum sveitarfélögum hvað varðar orsök gjaldavanda.
Selfoss hefur stækkað svo ört að Árborg á í erfiðleikum við að halda í við íbúafjölgun og aukins þjónustustigs sem því fylgir, svo sem byggingu leikskóla og grunnskóla.
Svo er ekki fyrir að fara hjá Reykjavíkurborg. Þar er hrein órásía að ræða, peningum eytt í alls kyns gæluverkefni (t.d. hjólastígar, þrengingu gatna, alls kyns menningartengd verkefni sem ættu að vera í höndum samtaka eða einstaklinga) en fyrst og fremst stafar vandinn af risavöxnu stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Alls kyns "fræðingar" eru á spenanum að gera ekki neitt, nema að flækjast fyrir einstaklingsframtakinu með reglugerðafargann.
Reykjavíkurborg hrekur fyrirtæki úr borginni og til Hafnarfjarðar sem er orðið mesti iðnaðarbær Íslands. Þar verður Reykjavík af útsvari. Svo harðir eru vinstri menn í að hrekja fyrirtækin úr borginni að heilu iðnaðarhverfin eru breytt til að koma þeim úr borginni, svo sem Vogahverfið. Reykjavík er orðin svefnbær fyrir iðnaðarhverfi nágrannasveitafélaga.
Engar verklegar framkvæmdir hafa verið í áratugi í borginni, engin mislæg gatnamót og Sundabraut eins fjarri veruleikanum og hún var fyrir tveimur áratugum. Engir peningar eru til í almennar vegaframkvæmdir, aðeins fyllt í holurnar og malbikað yfir "járnbrautaförin" í malbikinu.
Á meðan mygla skólarnir vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinn, að sögn vegna fjárskorts. Leikskólar ekki mannaðir og þá er fundin "töfralausnin" að börnin eigi að vera sex klst. á dag í leikskólum. Umferðaeyjur ekki slegnar, jú, það er svo "grænt" að láta grasið fullvaxa, asmasjúklingum til ama og helst ekki að hreinsa götur nema einu sinni ári. Mengun í borgum erlendis dregur fjölda fólks til dauða árlega. Hver skyldi sú tala vera í Reykjavík? Á meðan flokkar fólk sorpið með stækkunargleri en Reykjavíkurborg hrærir svo í ruslinu á sorpmóttökustöð í einn hrærigraut.
Í hvað hafa eiginlega peningarnir farið, með útsvarsgreiðslur Reykvíkinga í toppi? Og kjósendum er alveg sama? Af hverju eru ekki mótmæli á götum úti? Mér kemur þetta ekkert við hugsar kjósandinn?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.8.2023 | 18:47 (breytt 16.8.2023 kl. 07:54) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Um þetta fjallar ekki RÚV enda orðið útvarp allra vinstri manna. Þess í stað fjallar það um hælisleitendur sem búið er að neita um hæli hér en vill að skattborgarar haldi áfram að halda því uppi með frítt fæði og húsnæði.
Sigurður I B Guðmundsson, 16.8.2023 kl. 08:39
RÚV = Ríkisrekið útvarp vinstrimanna. Ég veit ekki á hvaða vegferð þessar fréttastofur eru, það er Stöð 2 og RÚV. En það vekur athygli að fyrsta fréttin, hjá báðum fréttastofum, er um hælisleitendur. Það sýnir áherslur þeirra, önnur mál, eins og málefni aldraðra eða foreldra með börn á leikskólum er ekki sinnt. Heilbrigðiskerfið er illa á sig komið að það tekur hálft ár að fá tíma hjá sérfræðilækni, og þá er kannski viðkomandi sjúklingur dauður. Af nógu er að taka en þetta er forgangsmál fréttastofanna. Og nýi dómsmálaráðherra gefst strax upp.
Birgir Loftsson, 16.8.2023 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.