Þessari spurningu var velt fram um daginn og var fátt um svör. En svo kom svarið í pistla grein á Eyjunni. Þar skrifar Jón Björn sagnfræðingur frábærilega um hvað gengi eiginlega á með Sjálfstæðisflokkinn og aðra stjórnmálaflokka á landinu. Sjá slóð hér að neðan.
Björn Jón kemst að sömu niðurstöðu og ég. Forystan í Sjálfstæðisflokknum er búin að missa jarðtenginguna við vinnandi fólk og hugsjónarleysið einkennir störf hennar. Ég ætla að renna yfir það helsta sem Björn segir í grein sinni.
Björn Jón byrjar á jarðtengingunni. Hann segir að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi komið úr borgarstjórn. Þar voru þeir í beinu sambandi við almenning og vissu þar af leiðandi hvar skórinn kreppti að. Ég er sammála og segi að forystumennirnir í dag sem eru flestir lögfræðingar sem hafa aldrei dýft hendi í kalt vatn, hafi enga tengingu við almenning eða stéttarfélögin. Dæmi. Davíð Oddsson naut mikillar hylli einmitt vegna þess að hann var borgarstjóri. Ég man sjálfur hvað hann gerði fyrir hverfi mitt. Hann kom sjálfur í eigin persónu til að fylgja málinu eftir.
Sérstaða Sjálfstæðisflokksins gagnvart launafólk horfin. Flokkurinn var með þá sérstöðu sem hægri flokkur að vera flokkur vinnandi fólks og hafði slagorðin "stétt með stétt". Hann var frábrugðinn öðrum hægri flokkum í Evrópu að þessu leiti. Nú er sú áhersla horfin og flokkur eins og Flokkur fólksins tekið þennan kjósendahóp.
En nú ætla ég að vísa beint í orð Björns Jóns um hugsjónalaus stjórnmál. Hann segir:
Hugsjónalaus stjórnmál
Almennt finnst mér bera æ minna á hugsjónum og hugmyndafræði í stjórnmálunum og engu líkara en flestir þingmenn og borgarfulltrúar skynji hvorki tíðarandann né þá hugmyndafræði sem flokkar þeirra byggðu á; skilji ekki hvaða erindi þeir eigi í pólitíkinni. En af því að hér er Sjálfstæðisflokkurinn til umræðu má nefna sem dæmi að þingkona flokksins kom af fjöllum á dögunum er tíðindamaður eins fjölmiðilsins innti hana álits á þeirri óánægju sem ríkti meðal flokksmanna um stjórnarsamstarfið, þar sem hugmyndafræði flokksins kæmist vart að.
Ég er ekki frá því að líkt sé komið stærstum hluta þingheims hann lifir í einangruðum heimi þar sem menn hafa komið sér upp fríðindum á fríðindum ofan. Samtryggingarnet flokkanna er orðið svo þéttriðið að flestum sem falla út af þingi er komið fyrir í aðstoðarmannsstöður, þeir fluttir í letigarða fjölþjóðastofnana, ellegar búin eru til embætti hér heima. Þannig stækkar stjórnmálastéttin með hverju árinu og hún sér um sig, eins og ég rakti nokkuð í síðasta pistli þar sem ríkisvæðing stjórnmálastarfs var til umfjöllunar.
Raunar hafa allnokkrir komið að máli við mig í kjölfar þess pistils og sagt mér sögur af fjármálaóreiðu og ógætilegri meðferð þeirra miklu fjármuna sem flokkarnir hafa skammtað sér af skattfé. Þetta styrkir mig enn í þeirri trú að hvort tveggja þurfi að opna bókhald flokkanna upp á gátt og setja þröngar skorður við ráðstöfun þess almannafjár sem þeir taka sér."
Sjá má þetta víða um vestræn lönd. Menn keppast að komast í valdasæti, en þegar komið er inn á þing, er lítið gert. Flokksforustan látin ráða ferðinni og eina hlutverk þingmannanna að greiða atkvæði í samræmi við stefnu forystunnar. Sannkallað flokkræði forystunnar og þegar hún villtist af leið er voðinn vís. Að lokum. Hann sér sama hugsjónarleysið í Samfylkingunni, VG og fleiri flokkum
Flokkur: Bloggar | 14.8.2023 | 10:08 (breytt kl. 18:40) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.