Stjórnkerfið, með ríkisstjórn Íslands í fararbroddi, er ætlað að vinna í þágu lands og þjóðar. Í framlínunni eru ráðherrar landsins. Þeim er ætlað að verja hagsmuni Íslendinga, þ.e.a.s. þjóðfélagsins, bæði inn á við og út á við.
En nú hefur borið á að ráðherrar Íslands eru ekki starfi sínu vaxnir. Þeir gæta ekki hagsmuni umbjóðenda sinna. Þetta er áberandi í núverandi ríkisstjórn, sem er n.k. þríhöfða þurs sem veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga og niðurstaðan er að hann stígur í allar áttir en samt enga.
Nú ætla ég ekki að tengja verk ráðherra sérstaklega við stjórnmálaflokka, allir ráðherrar, úr öllum flokkum, hafa gert mistök. En spurningin er, eru þeir viljugir til að leiðrétta mistökin eða geta þeir það pólitískt? Svo er að sjá að ráðherrar hafa gert mistök síðastliðið misseri en eru ekki viljugir til að leiðrétta.
Núverandi sjávarútvegsráðherra (matvælaráðherra), gerði aðför að heilli atvinnugrein með fyrirvaralausu hvalveiði banni. Að því virðist á veikum rökum. Hætta er á málaferlum og ríkissjóður (við) þurfum að greiða háar skaðabætur. Skaðinn er þegar skeður, við verðum af milljörðum í tekjur.
Fjármálaráðherra virðist ekki kunna að telja peninga, eða athugað hvort það sé gat á ríkiskassanum, en hann rekur þjóðfélagið með bullandi tapi í mesta efnahags viðsnúningi sögunnar.
Forsætisráðherra talar tveimur tungum, segist vera friðardúfa en hefur reynst vera stríðshaukur og ekki barist fyrir friði í Úkraníu.
Innviðaráðherra hefur ekki gætt hagmuna landsbyggðarinnar í flugvallamáli Reykjavíkurflugvallar. Hann hefur ekki slegið hina brjáluðu hugmynd um borgarlínu af borðinu sem mun kosta hundruð milljarða. Spurning er hvort hann muni leyfa borun Fjarðarheiðisgangna sem síðusta áæltun kostar yfir 50 milljarða og mun soga upp allt framkvæmdarfé Vegagerðinnar næsta áratuginn.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra virðist einnig vera sofandi eins og hinir ráðherrarnir. Engar virkjanir eru í farveginum, þrátt fyrir svokölluð orkuskipti og orkuskortur er þegar orðinn. Hann eltist við ósannaða mýtu um loftslagsbreytingar og eina lausn hans eru refsiskattar á almenning í boði ESB.
Utanríkisráðherra stendur ekki í lappirnar í hagsmunagæslu gagnvart ESB. Bókun 35, skattar á flug og skipaflutninga, virðist honum láta sig í létti rúmi liggja og svarar með skæting aðspurður. Svo treður hann stórveldi um tær og hættir diplómatísk samskipti, einmitt þegar þau eru hvað mikilvægust á stríðstímum. Hún neitar að tryggja íslenskar varnir með íslenska hagsmuni að leiðarljósi.
Aðrir ráðherrar mæta í vinnuna en hversu góð störf þeirra eru, veit ég ekki. Dómsmálaráðherrann sem fór nýverið frá, stóð sig vel í starfi. Ég held að það verði enginn skaði þó að þessi ríkisstjórn fari frá, ef eitthvað er, þá er það guðs blessun og þjóðfélaginu í hag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.8.2023 | 12:29 (breytt kl. 17:30) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Það er margt til í þessu hjá þér. En hvað tekur við? Jú, "fjórflokkurinn" heldur áfram en væntanlega kemst Samfó inn og tekur Framsókn og líklega VG með. Ekki var nú góð reynsla þegar Samfó stjórnaði síðast með Steingrími J. Því miður heldur þessi hringrás áfram og áfram heldur landinn að kjósa "fjórflokkinn" og ekkert breytist því miður.
Sigurður I B Guðmundsson, 9.8.2023 kl. 20:06
Sæll Sigurður. Bill OReilly segir að 30% kjósenda í Bandaríkjunum kjósa út í bláinn og af því bara. Kjósa eftir flokkslínu. Hversu stórt hlutfall það er á Íslandi veit ég ekki. Held að margir kjósendur séu að reyna kjósa öðru vísi en eru flokkarnir ekki orðnir átta á þingi? Vandinn er hversu líkir flokkarnir eru innbyrðis.
En fjórflokkurinn fær samt sem áður nóg fylgi til að halda sig á floti.
Birgir Loftsson, 10.8.2023 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.