Hækkandi hitastig jarðar sé af manna völdum?

Ég er ekki að segja að þeir hafi rangt fyrir sér sem halda slíku fram og maðurinn hafi engin áhrif. Það er umdeilt, maðurinn hefur áhrif en spurningin er hversu mikil og hvort hér sé ekki eðlileg hringrás loftslags; það gangi í bylgjum. Hlýindaskeið og svo kuldaskeið.

En ein spurning finnst mér ekki svarað hjá loftslagsfræðingum og er dálítil feila í þeirra málflutningi. Þeir segja að maðurinn hafi byrjað að hafa áhrif á hitastig jarðar þegar iðnbyltingin hófst. En þegar maður skoðar hana betur, þá var hún framan af 19. öld lítil og bundin við stórríki eins og Bretland og notast var við kol. Mannkynið var enn fámennt, var um 1 milljarður um 1800 og fór upp í 1,6 milljarð um 1900.

Aðra sögu er að segja af 20. öld. Úr 1,6 miljarða í 7 milljarða um 2000. Mannkynið toppar rúmlega 8 milljarða um 2030 en fer svo fækkandi skv. spám S.þ.

Bruni jarðeldsneyta hófst í raun ekki fyrr en á 20. öld af einhverjum krafti og bíllinn varð ekki almenningstæki fyrr en með T-Ford. Þá fyrst fór maðurinn að brenna jarðeldsneyti.

Mengun (útblástur gróðurhúsa loftegunda) af mannavöldum var því umtalsverð meiri en á 19. öld. Við getum því varla tengt hækkandi hitastig við iðnbyltinguna (mest bundin við stórríki Evrópu og Norður-Ameríku og mest undir lok aldarinnar).

Svo gleyma menn áhrifum þess þegar byrjað var að umbylta landbúnaðinum upp úr 1950 vegna ört fjölgandi mannfjölda. Hann fór úr 2,5 milljarða 1950 í 7 milljarða árið 2000. Þessi gríðarlega aukning á mannfjölda leiddi til eyðingu skóga og viltri náttúru og þessi tvenna hefur leyst mest of CO2 út í andrúmsloftið.

Ef við viljum tala um sökudólg fyrir aukningu á gróðurhúsa gastegunda, þá er offjölgun mannkyns og eyðing skóga (vilt náttúra) helsti áhrifavaldurinn.

Hér eru helstu áhrifavaldar aukningu á CO2 (og ekki í tengslum vð hækkandi hitastig jarðar en enn er umdeilt hvort að CO2 hafi raunveruleg áhrif):

Á 20. öld jókst koltvísýringslosun gríðarlega vegna víðtækrar notkunar jarðefnaeldsneytis til orkuframleiðslu, flutninga og iðnaðarferla. Bruni jarðefnaeldsneytis, þar á meðal kola, olíu og jarðgass, varð lykilatriði í efnahags- og tækniþróun mannkyns.

Aukning á notkun einkabílum, almenningsflugi og iðnaðarframleiðslu jók verulega á CO2 losun.

Heimsstyrjaldir og uppbygging eftir stríð áttu þátt í aukinni iðnaðarstarfsemi og orkunotkun.

Um miðja 20. öldin markaði upphafið að "miklu hröðuninni", tímabils örs hagvaxtar og fólksfjölgunar, sem eykur losunina enn frekar. Eyðing skóga og breytingar á landnotkun, sem losa geymt kolefni út í andrúmsloftið, áttu einnig þátt í auknu magni CO2.

Það er verið að hengja bakarann fyrir smiðinn í þessum málum að mínu áliti.

Svo geta menn haldið áfram að deila um hvort að:

a) C02 valdi hækkandi hitastig jarðar.

b) Eðlileg hringrás náttúrunnar, þar sem skiptast á hlýviðrisskeið og kuldaskeið.

Ég held að málið leysist af sjálfu sér með fækkun mannkyns og tækninýjungum.

Kannski að við þurfum að hafa meiri áhyggjur af næstu ísöld? Núna erum við á millijöklatímabili sem kallast Holocene, sem hófst fyrir um 11.700 árum.  Sumir vísindamenn hafi gefið til kynna að athafnir manna, einkum losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, gæti hugsanlega seinkað eða breytt tímasetningu næstu ísaldar, hver veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband