Hverjir stjórna ríkisstjórn Bandaríkjanna í andlegri fjarveru Joe Bidens?

Þessari spurningu hef ég margoft reynt að svara ásamt mörgum öðrum í Bandaríkjunum. 

Margir segja að Ron Klain, starfsmannastjóri Hvíta hússins, stjórni daglegu starfi en Jill Biden, eiginkona Joe, stýri honum óopinberlega.

Sumir halda að Barrack Obama fjarstýri Joe, en það finnst mér ólíklegt. Það er nefnilega þannig að þegar menn komast í valdakatlana, þá tíma þeir ekki að deila völdum. En hann hefur samt einhver áhrif.

Þáttastjórnandi einn í Bandaríkjunum, heldur hins vegar að ríkisstjórnin sé á sjálfstýringu. Joe Biden eyðir 40% af tíma sínum í frí og þegar hann mætir í vinnuna, vinnur hann hálfan vinnudag (mest megnið upplýsingafundir).

Þannig megi segja að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (e. United States Secretary of State), hafi fullar hendur og ráði einn nánast utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Sama megi segja Merrick Garland er dómsmálaráðherra (e. United States Attorney General) sem stendur fyrir opnri landamærastefnu núverandi stjórnar. Alveg galin stefna og það stefnir í að hann verði ákærður fyrir embættisafglöp (vanrækslu í starfi og ekki framfylgja lögum varðandi landamærin).

Sama má segja um öll hin ráðuneytin, þau eru undir stjórn viðkomandi ráðherra, sem fer sínu fram.  Þannig megi sjá furðulega stefnu í ýmsum málaflokkum. Það má því segja að þegar aðfangakerfi frá Vesturströnd Bandaríkjanna inn í miðríkin klikkaði í fyrra, var það alfarið á ábyrgð Pete Buttigieg sem er samgönguráðherra. Þar sem hann er algjörlega vanhæfur stjórnandi, leystist málið ekki vegna aðgerða stjórnvalda, heldur leystu einkaaðilar það fyrir alríkisvaldið. Hann hafði þá á sama tíma meiri áhyggjur af rasisma í gerð vega!!! Ég er ekki að skálda þetta.

Sömu lögmál gilda um ríkisstjórn, heimili eða fyrirtæki, það verður alltaf að vera einhver oddviti eða fyrirsvari. Og það er enginn oddviti í stjórn Bidens. Einhver sem heldur um alla valdaþræði og markar heildarstefnuna.

Eins og allir geta séð, er Joe Biden langt leiddur af elliglöpum, og hann því ekki fær um að stíga upp á svið hvað þá að ganga um það. Því miður.  Ekki er hægt að sækja í "viskubrunn" varaforseta Bandaríkjanna, Kamala Harris, því hún er sögð verra vitl...en Joe Biden og ekki hefur andað hlýju milli forsetans og varaforsetans, alveg frá byrjun.

Svona í lokin, þá er hafin umræða í Bandaríkjunum um háan aldur forystufólks landsins. Miklar áhyggjur er af andlegri getu þessa fólks. Dianne Feinstein, Öldungardeildarþingmaður Demókrata, átti um daginn í erfiðleikum með að segja já í atkvæðagreiðslu (og aðstoðarfólk hennar sagði hennar ítrekað að segja já en seint var á það).

Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikana í Öldungardeildinni, fraus í miðri ræðu í fyrir fáeinum dögum og þurfti að leiða hann af blaðamannafundi.

Þetta er ekki einu þingmennirnir á Bandaríkjaþingi sem eru komnir á síðasta söludag, margir aðrir valda ekki embætti sín vegna aldurs eða hreinlega vegna sjúkdóms eða heimsku. 

Það komst í fréttir, meira segja á Íslandi, þegar John Fetterman, Öldungardeildarþingmaður frá Pennsylvaníu og demókrati, vann andstæðing sinn eftirminnilega, nýbúinn að fá heilablóðfall og með krónískt þunglyndi. Maðurinn getur enn ekki myndað óbrjálaða setningu, líkt og farið er með Joe Biden.  Það er býsna alvarlegt að minnsta kosti þrír af hundrað Öldungardeildarþingmönnum eru hálfir út úr heiminum.

En alvarlegast er ástandið á Bandaríkjaforsetanum. Það er skelfilegt til þess að hugsa, að hann geti hafið stríð og beitt kjarnorkuvopnum, án þess að hafa andlega getu til að meta gjörðir sínar.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband