Prinsippflokkurinn Miðflokkurinn stendur sig betur en Sjálfstæðisflokkurinn

Ég var að lesa blogggrein þar sem gert er lítið úr Sigmundi Davíð og flokk hans Miðflokkinn. Í greininni eru hlutirnir ekki settir í rétt samhengi. 

Sigmundur Davíð hefur sýnt að hann er pólitískt kamelljón og getað staðið af sér mestu pólitísku storma. Í greininni er hlegið að því að í flokknum eru aðeins tveir þingmenn.  En ástæðan fyrir því er að einn þingmanna flokksins gerðist pólitískur liðhlaupi og annar rétt missti af þingsæti í umdeildri kosninganiðurstöðu. 

Vert er að benda á að Miðflokkurinn hafði þá lifað af pólitískt hneykslismál og er ég að tala um Klausturmálið. Þar sat fyrir þeim vinstri sinnaður aðgerðarsinni og tók upp fyllerí röfl.

Svo er skautað yfir frábærum árangri Sigmunds Davíð, en hann náði frábærum kosninga úrslitum, fyrst með Framsóknarflokknum 2013 (rúm 24%) og síðan 10,9% með nýstofnuðum stjórnmálaflokk, Miðflokkinn eftir rýtingstungu í bakið frá samherja sínum.

En þetta eru kosningaúrslit.  Mestu munar um Icesave málið, þar sem átti að láta óreiðumenn steypa íslensku þjóðina í skuldarfangelsi en InDefence barðist gegn þessu misrétti og var Sigmundur Davíð í þeim hópi. Hversu mörg hundruð milljarðar króna spöruðust þar?

Ég er þannig gerður að ég kýs prinsipp fram yfir völd. Ef hlutirnir eru réttir, stendur maður með þeim sætt eða súrt. Eins og ég hef bent á ásamt mörgum öðrum Sjálfstæðismönnum, líka hér á blogginu, er Sjálfstæðisflokkurinn kominn langt frá prinsippsum sínum (gildum) og því ekki skrýtið að flokkurinn mælist með minnsta fylgið í sögu flokksins nýverið. 

Hins vegar hefur fylgi Miðflokksins aukist að undanförnu og búast má við góðum kosningum, svo lengi sem þeir halda sig við prinsippin/gildi sín. Og þeir munu gera það.  Miðflokkurinn, með sínum tveimur þingmönnum hafa rekið hörðustu stjórnarandstöðuna í vetur, meiri en Samfylkingin og Viðreisn samanlagt, sem hafa verið svo óáberandi að maður gleymir stundum að þessir flokkar eru til.

Prinsippin munu skipta einhvern hluta kjósenda mestu máli í næstu kosningum. Aðrir kjósa eftir vana og stundum þekkingarleysi. Aðrir finna að klárinn er kvalinn, finna að pyngja er tóm og herða þarf ólina betur og því kjósa þeir eitthvað annað en þríhöfða skrímslið sem er nú við stjórnvölinn. Þetta fólk hleypur á milli flokka.

Og Sjálfstæðismenn ættu að gera uppreisn og losa sig við hugsjónarlausa "flokksforystu" sem er engin forysta, heldur sig við völdin án prinsippa fram í rauðan dauðann. Hvenær vakna Sjálfstæðismenn upp af dvalanum? Er formaðurinn búinn að hreiðra um sig með svo marga fylgjara, að ómögulegt er að gera uppreisn? Grasrótin innan Sjálfstæðisflokksins er reið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband