Seinni heimsstyrjöldinni lauk ekki sumarið 1945 með uppgjöf nasistaríki Hitlers. Til þess var stríðið of blóðugt, reiðin og hefndarhugur mikill. Þetta stríð var ragnarök í bókstaflegri merkingu og tugir milljónir manna lágu í valinu. Þetta var útrýmingarstríð og sigur sigurvegarans algjör. Ríki hins sigraða sundurlimað og hugmyndafræði þess uppræt.
Það er því óhætt að segja að Þjóðverjar hafi verið óvinsælir og hataðir í lok stríðsins. En, eins og menn ættu að hafa í huga með Úkraníu stríðið í dag, er að óvinir í dag, verða kannski vinir á morgun. Rússar í dag eru í skammarkróknum, líkt og Þjóðverjar í lok seinni heimsstyrjöldina, en lífið heldur áfram.
Það er því fróðlegt og gagnlegt fyrir sagnfræðinga að komast að því hvernig sigruð þjóð byggir sig upp á nýju. En við skulum hafa í huga, þrátt fyrir alla eyðilegginguna í stríðinu, sundurtættar borgir og fjölda dauði borgara (í flestum borgum Evrópu), þá hvarf þekkingin ekki í lok stríðsins. Ef eitthvað er, þá jókst þekking mannkyns margfalt í öllu þessu stríðsbrölti. Það var því auðvelt fyrir bæði sigurvegara og taparanna, að endurbyggja þjóðfélög sín upp á nýtt, þannig að talað var um þýska og japanska efnahagsundrin. En lítum fyrst á eyðilegginguna áður en við skoðun hvað varð um fólkið.
Eyðilegging mannvirkja og dráp á borgurum
Hrikalegasta tímabil Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni var á síðustu árum átakanna, sérstaklega á milli 1943 og 1945. Á þessum tíma stóð Þýskaland frammi fyrir röð hernaðarósigra, gríðarlegra loftárása og innrása á jörðu niðri sem ollu mikilli eyðileggingu, mannfall og efnahagslegt hrun.
Loftárásir áttu miklan þátt í eyðileggingu borga og bæja og dráp borgara. En einnig var það mannskætt þegar víglína fór yfir landsvæði.
Frá og með 1943 hertu bandalagsríkin, einkum Bandaríkin og Bretland, hernaðarherferðir sínar gegn Þýskalandi. Borgir eins og Hamborg, Dresden, Berlín, Köln og fleiri urðu fyrir miklum sprengjuárásum, sem leiddi til víðtækrar eyðileggingar á innviðum, iðnaði og heimilum borgara. Eldsprengjuárásir borga olli miklu mannfalli og skildu mörg svæði eftir í rúst.
En stríðið var að mestu háð á austurvígstöðvunum eða um 80% allra stríðsátakanna í Evrópu. Orrustan við Stalíngrad, sem átti sér stað á milli ágúst 1942 og febrúar 1943, var tímamótaatburður (e. turning point) í stríðinu. Þýski 6. herinn var umkringdur og að lokum sigraður af sovéskum hersveitum, sem leiddi til uppgjafar um 91.000 þýskra hermanna. Þessi ósigur markaði verulegt áfall fyrir þýska herinn á austurvígstöðvunum og Sovétmenn fóru að ýta þýskum hersveitum aftur vestur á bóginn.
Nýjar vígstöðvar voru myndaðar í vestri með D-daginn svonefnda, innrás bandamanna í Normandí 6. júní 1944, þekktur sem D-dagur, opnaði nýja vígstöð í Vestur-Evrópu. Þessi innrás neyddi Þýskaland til að berjast á tveimur helstu vígstöðvum samtímis, teygja auðlindir sínar þunnt og hraða hnignun. En sú mynd sem við höfum af D-deginu er ekki alveg rétt (ekki trúa Hollywood og Saving Private Ryan). Kaninn og Tjallinn sigruðu ekki Þjóðverjann. Stríðið var tapað fyrir Þjóðverja og eina sem vesturvígstöðvarnar gerðu, var að koma í veg fyrir að sovésku hersveitirnar legðu undir sig alla Vestur-Evrópu.
Lokaorrustan var um Berlín sem endaði með ósigri í maí 1945. Árið 1945 hóf sovéski Rauði herinn stórfellda sókn í átt að Berlín, sem náði hámarki í orrustunni við Berlín í apríl og maí. Mikil barátta var í borginni og Adolf Hitler framdi sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi sinni 30. apríl 1945. Þegar Sovétmenn sóttu inn, féll Berlín undir stjórn þeirra 2. maí 1945, sem var í raun merki um endalok stríðsins í Evrópu.
Eyðingin var algjör og uppgjöfin upphafið að erfiðu tímabili. Þegar Þýskaland stóð frammi fyrir ósigri á mörgum vígstöðvum, voru borgir og bæir rústir einar af stöðugum sprengjuárásum, stórskotaliðsskoti og bardaga á jörðu niðri. Óbreyttir borgarar upplifðu gríðarlegar þjáningar og þýski herinn, örmagna og fáliðaður, varð að gefast upp.
Örlög þýsku þjóðarinnar í stríðslokum
Eins og komið hefur verið inn á, var tímabilið á milli 1943 og 1945 varð algjört hrun Þýskalands og lauk með skilyrðislausri uppgjöf 7.-8. maí 1945. Þetta var hrikalegasti áfanginn fyrir þýsku þjóðina í seinni heimsstyrjöldinni, sem leiddi til óviðjafnanlegrar eyðileggingar og manntjóns. Eftirköst stríðsins leiddu til skiptingar Þýskalands, enduruppbyggingar og að lokum umbreytingar í lýðræðisþjóð í Vestur-Þýskalandi og Þýska alþýðulýðveldinu (Austur-Þýskalandi), kommúnistaríki.
Hremmingar þýsku þjóðarinnar byrjuðu í lok stríðsins. Þýskur almenningur hafði það nefnilega nokkuð gott framan af stríðinu, borgir að mestu óskaddaðar og lífið gekk sinn vanagang. Eina sem truflaði friðinn voru loftárásirnar sem hófust af krafti 1943 en náðu hámarki í lok stríðsins. Almenningur lærði að lifa með þær og þær brutu ekki baráttu þrek hans, eins og til stóð með þessu loftárásum. Það er lærdómurinn sem nútímaherir hafa lært, að ráðast beint á almenning, endar ekki stríð.
En svo er það hinn skelfingarvaldur almennings í stríðinu. Vígstöðvalínan.
Víglínan og almenningur
Mikið af eyðileggingunni varð vegna hreyfingar á víglínunni og breyttra bardaga. Þegar bandamenn komust inn á þýskt yfirráðasvæði varð víðtæk eyðilegging og manntjón á vegi hersins sem sóttu fram.
Þýskar hersveitir hörfuðu og skilja sviðna jörð eftir sig. Þegar bandamenn náðu yfirhöndinni bæði á austur- og vesturvígstöðvum, tóku þýskar hersveitir að hörfa. Í undanhaldi sínu beittu þeir oft sviðinni jörð stefnu, eyðilögðu vísvitandi innviði, brýr, verksmiðjur og allt sem gæti haft verðmæti fyrir óvininn sem sótti fram. Þessi aðferð olli verulegri eyðileggingu og hamlaði framsókn bandamanna.
Sprengjuherferðir bandamanna olli gífurlegri eyðileggingu. Í öllu stríðinu, en sérstaklega á síðari stigum, gerðu bandamenn umfangsmiklar loftsprengjuárásir yfir þýskar borgir og iðnaðarmiðstöðvar eins og komið hefur verið inn á hér. Þessum sprengjuherferðum var ætlað að trufla stríðsframleiðslu Þjóðverja og veikja starfsanda þeirra. Borgir eins og Hamborg, Dresden og Berlín urðu fyrir hrikalegum eldsprengjuárásum sem ollu miklu tjóni og tjóni óbreyttra borgara.
Bardagasvæðin voru línulaga, vígstöðvar á víglínum sem færðist fram og aftur. Þegar framlínurnar færðust fram og til baka urðu svæði sem keppt var um eða urðu bardagasvæði fyrir verulegri eyðileggingu. Íbúar í borgum, bæjum og þorpum, sem lentu í skotbardaga eða urðu fyrir langvarandi umsátri, urðu oft fyrir miklum þjáningum.
Framsókn sovéska Rauða hersins úr austri var sérstaklega hrottaleg fyrir Þýskaland. Þegar þeir sóttu fram í átt að Berlín, voru harðir bardagar, barist til síðasta manns og borgir og bæir á vegi þeirra skemmdust mikið. Orrustan við Berlín olli víðtækri eyðileggingu í höfuðborginni.
Vesturvígstöðvarnar og Normandí innrásin hófst með D-dagsins innrásin og síðari framgangur bandamanna í gegnum Vestur-Evrópu leiddu einnig til verulegrar eyðileggingar. Þýskar borgir og bæir í Frakklandi, Belgíu og Hollandi urðu fyrir miklum bardögum og sprengjuárásum.
Eftirmáli stríðsins fyrir almenning
Einum mestu þjóðflutningar sögunnar áttu sér stað í lok stríðsins. Það voru ekki bara borgarar í Austur-Evrópu sem voru neyddir til baka í lok stríðs og í faðm Sovétríkjanna, heldur voru allir Þjóðverjar neyddir til að yfirgefa heimkyni sín, þar sem kannski fjölskyldur þeirra höfðu búið í margar aldir. Milljónir manna marseruðu í austurátt og á móti milljónir manna í vesturátt.
Eins og fyrr segir leiddi lok seinni heimsstyrjaldarinnar til þess að milljónir Þjóðverja voru fluttar frá heimilum sínum, sérstaklega þeirra sem búa á svæðum sem voru innlimuð eða hernumin af öðrum löndum. Þjóðverjum úr þjóðarbrotum sem bjuggu í Austur-Evrópu var oft vísað frá heimilum sínum með valdi og urðu flóttamenn og leituðu skjóls og öryggis í þeim hlutum sem eftir voru af Þýskalandi eða öðrum löndum. En þetta var Þýskaland eftirstríðsáranna til mikillar lukku, því að mikill mannauður kom með þessu fólki og kom í staðinn fyrir fólkið sem féll í stríðinu. Þetta var undirstaðan fyrir þýska efnahagsundrið svonefnda.
Hungur og skortur svarf að. Stríðið hafði skilið Þýskaland í miklum erfiðleikum. Landið stóð frammi fyrir miklum matarskorti og efnahagslegum eyðileggingum. Margir Þjóðverjar áttu í erfiðleikum með að finna nægan mat til að borða, sem leiddi til vannæringar og hungurs.
Hernám bandamanna og takmarkanir fylgdu í stríðlok. Hernám bandamanna í Þýskalandi olli verulegum breytingum á lífi venjulegra Þjóðverja. Það voru takmarkanir á ferðum, útgöngubanni og skerðingu á borgaralegum réttindum. Auk þess beittu hernámsliðið afhelgunaraðgerðum gegn nasistum sem höfðu áhrif á marga þætti daglegs lífs.
Uppræting nasistasamtakanna tókst algjörlega. Nasistastjórnin hrundi með stríðslokum og bandamenn unnu að því að leysa upp nasistaflokkinn og tengd samtök hans. Þetta hafði mikil áhrif á líf Þjóðverja sem höfðu verið virkir stuðningsmenn eða meðlimir nasistaflokksins. En í Austur-Þýskalandi tók við annað alræðisríki sem leystist ekki upp fyrr en um 1989.
Að takast á við eftirmála stríðsins getur verið sárt. Þýskir borgarar þurftu að takast á við líkamlega og tilfinningalega eftirmála stríðsins. Margar fjölskyldur höfðu misst ástvini og það voru útbreidd áföll og sorg. En þeir þurftu líka að takast á við grimmdarverk þýsku nasistanna og útrýmingarherferð þeirra á hendur gyðinga og annarra þjóða og þjóðabrota. Grimmd þeirra, sem vill oft gleymast, var líka ógeðsleg gagnvart sovéskum borgurum og hermönnum. Einnig borgurum og hermönnum hernumdra landa. Segja má að sektarkennd Þjóðverja sé enn sterk fram á daginn í dag.
Endurreisn og aðlögun hófst strax. Almennir borgarar í Berlín hófu strax í maímánuði að hreinsa til í rústunum og reyna að hefja nýtt líf.
Upp hófst hins vegar erfiður tími fyrir þýskar konur. Nauðgun og kynferðislegt ofbeldi var algengt og almennt á hernámssvæði Sovétríkjanna. Á síðustu mánuðum stríðsins var útbreitt kynferðisofbeldi beitt gegn þýskum konum. Umfang og grimmd þessara glæpa voru umtalsverð og margar konur þjáðust gríðarlega af þeim sökum. Það væri hægt að skrifa margar sögubækur um örlög kvenna í stríði og eftirmála þess.
Með landið í rúst þurftu Þjóðverjar að taka þátt í að endurbyggja bæi sína, borgir og innviði. Þetta ferli krafðist mikillar vinnu og samvinnu, auk þess að takast á við áskoranir vegna takmarkaðra fjármagns og efnahagslegs óstöðugleika.
En tímabil taka enda, líka þau vondu. Sumarið 1945 markaði lok einræðisstjórnar nasista og upphaf nýs tímabils fyrir þýsku þjóðina. Þetta var tími uppgjörs með afleiðingar nýlegrar sögu þeirra og kapps um nýja lýðræðislega framtíð. Síðustu þýsku stríðsfangarnir snéru heim frá Sovétríkjunum 1953 við fráfall Stalíns.
Í stuttu máli má segja að þýska þjóðin upplifði landflótta, hungur og þær áskoranir sem fylgdu því að endurreisa líf sitt sumarið 1945. Stríðslok olli verulegum breytingum á daglegu lífi þeirra og markaði upphafið á erfiðu tímabili bata og umbreytinga fyrir þjóðarinnar í heild. Landið var skipt í tvennt til ársins 1989. Austur-Þjóðverjar þurftu áfram að búa við einræðisstjórn, nú kommúnista.
Ég skrifa kannski um örlög íbúa Sovétríkjanna eftir stríðslok. Sama saga er að segja þaðan, dauði og eyðilegging, bara margfalt stærra í sniði. Saga Rússlands á 20. öld er sorgarsaga. Sú saga er ekki lokin.
Ísland og þýskir flóttamenn
Litla Ísland fór ekki varhluta af afleiðingum stríðsins. Það voru helst íslenskir sjómenn sem létu lífið í stríðinu en líka almennir borgarar. Íslendingar börðust með báðum stríðaðilum, en ég myndi halda að fleiri hafi verið í liði bandamanna en ég veit það samt ekki.
Hingað komu þýskir flóttamenn. Í barnæsku eignaðist ég vin sem er einmitt afkomandi þessara flóttamanna. Ég skildi ekki samhengi, vissi að þetta fólk kom frá Þýskalandi en vissi ekkert um land og þjóð. Þetta fólk sem hingað flúði reyndist vera besta fólk og aðlagaðist íslensku þjóðfélagi vel. En einnig fólk sem flúði Ungverjaland 1956 sem settist einnig að í hverfi mínu.
Á fullorðins árum hef ég kynnst fólki frá nánast öllum heimsálfum en flestir eru vinir mínir frá Evrópu. Ég á góða vini frá Bandaríkjunum, Úkraníu, Rússlandi, Frakklandi og Þýskalandi og fleiri ríkjum. Ættingjar og vinir mínir búa margir í Evrópu í dag.
Lokaorð mín eru að við erum öll manneskjur, og hvernig sem við erum flokkuð eftir þjóðerni, erum við öll eftir allt saman ferðalangar í sama ferðalagi mannkyns. Því er það dapurlegt að mannkynið hefur ekkert lært og aftur eru stríðbumbur barðar í Evrópu þegar síðustu eftirlifendur stríðsins eru látnir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 27.7.2023 | 15:16 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þetta er fróðleg grein sem ég las til enda. Mér sýnist þó sem þú farir troðnar slóðir að mestu leyti. Ég er farinn að efast um umfang Helfararinnar talsvert, sérstaklega eftir að jafnaðarfasistar í Evrópu vilja banna slíkan efa, það finnst mér grunsamlegt. Raunar vekur Úkraínustríðið hjá manni vissu um að jafnaðarfasistarnir hafa ekki skráð söguna rétt. Áróðursstríð nútímans snúast um UPPLIFUN okkar, að láta okkur trúa. Greinilega ekki verið að byrja á því í Úkraínustríðinu, greinilega byrjaði það ekki heldur í seinni heimsstyrjöldinni, heldur var blekkingin þá fullkomnuð.
Guðjón Hreinberg minntist á stórfelld dráp bandamanna á Þjóðverjum undir stríðslok í pistli fyrir tveimur árum. Benti hann á "arkívið" sitt, þar sem nánari umfjöllun var (hljóðskrár).
Ég fann þessa hljóðskrá og hlustaði á hana, og líka tengla í erlent efni sem hann var með á erlendri síðu fyrir hljóðskrár.
Þar var því haldið fram að stór hluti þess sem klínt var á Þjóðverja hafi verið framið af bandamönnum. Ekki veit ég um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga, en þarna voru sýndar myndir af þýzkum borgum verða fyrir sprengjuregni, konur og börn í Þýzkalandi að deyja, og greinilega ætlunin af bandamönnum að drepa almenna borgara. Þetta breytir skoðun hjá fólki.
Ég er nefnilega ekki sammála fullyrðingunni:"Sigur sigurvegarans algjör".
Magnús Sigurðsson skrifaði:"Þjóðverjar töpuðu stríðinu en nazistarnir sigruðu." Átti hann við að í Úkraínu séu nazistarnir núna og meðal "bandamanna", sömu aðferðir notaðar, ef ekki ljótari.
Fjölmargt sem Hitler hélt fram hefur komið í ljós að er rétt, eins og með samsæri, hvaða aðilar stjórna heiminum núna, allt hefur það verið rétt hjá honum nokkurn veginn.
Gunnar Rögnvaldsson skrifaði á þá leið að Úkraínustríðið væri framhald á seinni heimsstyrjöldinni, að bandamenn eru enn jafn hræddir við Rússland og þeir voru við Þýzkaland. Sá ótti finnst mér sanna að Þjóðverjar sigruðu (nazistarnir) en ekki bandamennirnir.
Þegar beita þarf gífurlegu vopnavaldi til að halda uppi heimskerfi, því vestræna, þá blasir tap þess við.
Það er sannleikurinn sem sigrar, ekki kúgunin, ekki kristnin eða slík trúarbrögð, sem Wokeistar og femínistar eru nú að leggja í rúst.
Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir hafa haldlagt billjónir frá Rússum og aðrar þjóðir í þessu stríði. Vesturlönd eru gjaldþrota að öllu leyti, bandamannahugmyndafræðin er fullkomlega gjaldþrota, jafnaðarstefnan, kapítalisminn og kommúnisminn. Með stórfelldu arðráni og eyðileggingu á náttúrunni er þessari gjaldþrota stefnu haldið áfram, og með stórfelldum fjöldamorðum, fóstureyðingum og eyðingu á mannslífum áður en þau verða til, eru getin.
Hitler notaði aldrei kjarnorkuvopn. Ef Þjóðverjar hefðu haldið áfram með þær rannsóknir hefði útkoman orðið önnur í seinni heimsstyrjöldinni, væntanlega.
Það eru Rússar og Bretar sem eru taparar í Úkraínustríðinu. Þessar þjóðir voru meðal helztu bandamannanna gegn Þriðja ríkinu. Virðist mér nú sagan vera að leiðrétta sig, og hversu mikla iðrun þarf meðal þessara þjóða og annarra sem fóru gegn Þriðja ríkinu?
Nei, sagan á eftir að þurfa að leiðrétta sig miklu meira, og það er miklu meira en mannlegur máttur sem þar er að verki.
Ingólfur Sigurðsson, 27.7.2023 kl. 19:58
Þjóðverjum hefur nú verið kennt um tvennar heimsstyrjaldir, og ýmist látnir borga brúsann eða látnir þola gríðarlegan heilaþvott og vitundarverkfræði undanfarnar tvær kynslóðir.
Rússar þurftu að þola svipaða hluti en á öðrum formerkjum, en í þrennum holskeflum, fyrst áratuginn fyrir fyrri heimsstyrjöld, síðan allan Brésnef tímann, og loks algjöra ástímingu í lok 20stu aldar.
Ég hef átt von á því hátt í tvo áratugi að uppgjör þessara tveggja þjóðarsála sé óumflýjanlegt og þá í einlægu bróðerni. Sé ég margt í jaðarumræðum Evrópufólks (frá Atlantsálum til Úralfjalla) benda í þá átt.
Heift bandamanna marxismans - sem nú hjúpast í Esb/Nató - gegn þessari viðleitni s.s. 4pt samræðum af ætt Dúginismans sem eru líflegar víða benda einmitt til svipaðst og Ingólfur nefnir í sinni athugsasemd; harkan í aðferðum bandamanna benda til þess að þeir séu að standa gegn vaxandi flóði sem þeir skelfast.
Fín grein. Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 27.7.2023 kl. 23:06
Sælir Guðjón og Ingólfur. Ég er hér að reyna að segja sögu fólksins, ekki sögu nasistanna. Þetta gæti alveg eins verið saga Sovétríkjanna, en þar komust til valda fámennur glæpahópur kommúnista, sem voru ansi líkir nasistunum. Bara hin hliðin á peninginum.
Kannski er saga kommúnistanna verri, því hún stóð lengur yfir og Stalín og fantar hans níddust mest á eigið fólki.
Og um samskipti Þjóðverja og Rússa var allt góð að segja allt frá dögum Péturs mikla. Í raun sáu þeir Stalín og Hitler til þess að stílbrjótur var á annars góðum samskiptum.
En svo voru loftárásir Bandamanna á þýskar borgir, á borgaraleg skotmörk hreinir stríðsglæpir og þeir vissu það sjálfir en gerðu samt. Kaninn og Tjallinn fór líka drepandi og nauðgandi yfir eins og Rússinn, bara í minna mæli. Og þeir nýttu sér vinnuafl þýskra stríðsfanga langt eftir stríð. Og það sem þeir rændu... og blóðmjólku allt og tóku allt sem á hönd var fest.
En aldrei kom uppgjörið við kommúnismann. Og hann lifir í breyttri mynd.
Birgir Loftsson, 27.7.2023 kl. 23:51
P.S. Takk fyrir fróðleg tilsvör, Guðjón og Ingólfur, sem bjóða alltaf upp á nýja túlkun.
Birgir Loftsson, 27.7.2023 kl. 23:54
Takk fyrir það Birgir; ég er þér sammála, vildi þess vegna koma að sjónarmiði í sama þema.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 28.7.2023 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.