Nú hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV tekið upp á einsdæmum að skipta um landarheiti á ágætu ríki sem hingað til hefur heitið Hvíta Rússland.
Hver vegna fjölmiðillinn sá sig tilhneyddan til að skipta um heiti allt í einu, er mér hulin ráðgáta nema að RÚV gefur þessa skýringu:
"Heitið Belarús verður framvegis notað í fréttum og annarri umfjöllun RÚV um það ríki sem almennt hefur verið kallað Hvíta-Rússland. Formlegt íslenskt heiti ríkisins er Lýðveldið Belarús og það er almennt notað í opinberri stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal í utanríkisráðuneytinu og Stjórnarráðinu." Heitið Hvíta-Rússland víkur fyrir Belarús
Það getur vel verið að starfsmenn í hinni opinberri stjórnsýslu noti þetta hugtak en allir þekkja stofnannamálið sem kemur úr þeim rana og oft eru hugtökin sem koma þaðan óskiljanleg. Sem á einmitt við þetta hugtak.
Íslendingar eru þekktir fyrir að íslenska nánast öll orð og hugtök sem koma úr erlendum tungumálum. Merking orðanna er skýr, því íslenskan er gegnsætt tunga. Þegar Íslendingurinn rekst á nýtt orð í íslenskunni, þarf hann oftast ekki að flétta upp í orðabók til að skilja merkingu orðsins. Svo á til dæmis ekki við um ensku sem er hrærigrautur úr þremur tungumálum, germönsku, latínu og frönsku. Enskumælandi fólk þarf iðulega flétta upp hugtök sem koma úr frönsku eða latínu. Og talandi ekki um hvernig eigi að skrifa þessi orð.
Íslenska er það gagnsæ, að þegar Íslendingurinn heyrir orðið í fyrsta sinn, getur hann skrifað orðið upp eftir hlustun. T.d. hugtakið: "Málfræðingur". Hægt er að skrifa það niður eftir hlustun og það lýsir sér sjálft. Mál er tungumál og fræðingur er maður sem er lærður í (tungumála)fræðum. Íslenskan er hnitmiðuð og oft hefur hún tvö eða fleiri orð yfir sama fyrirbrigðið en er t.d. í ensku. Dæmi um það eru ýmis orð um fyrirbrigðið "snjór".
Orðskrípið (þarf ég nokkuð að útskýra þetta hugtak? Það skýrir sig sjálft.) Belarús er beinlínis afbökun á hugtakinu Belarus sem kemur úr ensku. Sjá Cambrigde Dictionary: Cambrigde Dictionary - Belarus
Orðasambandið Hvíta Rússland er bókstafleg þýðing orðsins Belarus (rússneska: белÑй hvítt, Ð ÑÑÑ Rússland). Lesandi verður að fyrirgefa að þetta kemur hér eins og stafarugl, en Moggabloggið getur ekki birt rússneskt letur.
Hér vakna nokkrar spurningar: Eigum við ekki að fara eftir eigin skilgreiningu þjóðarinnar sem gaf landinu heiti? Eigum við að enskuvæða allt eða eigum við að virða hugtakaskilning viðkomandi þjóðar? Hafa stjórnvöld í Hvíta Rússlandi skipt um heiti á landi sínu nýverið? Eða er hér um skrifleti starfsmanna RÚV að ræða? Hvað þýðir eiginlega Belarús? Getur sex ára barn í grunnskóla skilgreint og útskýrt hugtakið Belarús? En Hvíta Rússland? Ég myndi veðja að barnið gæti útskýrt síðara hugtakið.
Íslensku mælandi fólk á Íslandi
Íslenskan er eitt ríkasta tungumálið í heiminum af orðaforða. Einhver staðar las ég að það eru til a.m.k. 600 þúsund íslensk orð, sel það ekki dýrara en keypti. Íslenskan á nú í harðri baráttu við að halda sér á lífi.
Í fréttum RÚV í gær segir að Íslendingar séu nú orðnir 394 þúsund talsins sem er beinlínis rangt. Það ber að miða við íslenskan ríkisborgararétt en ekki búsetu fólk sem kemur og fer af landinu. Við gætum alveg eins miðað við fjölda ferðamanna á landinu og sagt að hér séu 450 þúsund manns í júlí 2023. Ef miðað er við íslenskan ríkisborgararétt, þá eru Íslendingar orðnir 320 þúsund talsins.
Ég kvaddi fjölskyldu nú á árinu sem er flutt heim til Rúmeníu eftir áralanga dvöl á Íslandi. Þau litu aldrei á sig sem Íslendinga, þótt þau elskuðu land og þjóð, töluðu frábæra íslensku og höfðu aðlagast fullkomlega að íslensku samfélagi. En ef þau hefðu ákveðið fá sér íslenskan ríkisborgararétt, sem þau áttu rétt á, þá hefði það verið ákveðin yfirlýsing um að þau líti á sig sem Íslendinga.
Það eru því aðeins 320 þúsund sálir sem tala íslensku (ætla ég að vona). Með sama áframhaldi verða þeir sem kunna ekki íslensku en eru búsettir á Íslandi komnir í meiri hluta eftir x mörg ár. Hvað gerum við þá? Skiptum yfir í ensku?
Lokaorð
Ég ætla eftir sem áður að tala íslensku og nota þau hugtök sem ég tel vera rétt hverju sinni. Ég mun kalla Hvíta Rússland, Hvíta Rússland eftir sem áður. Ég læt ekki ríkisstofnun, hvað svo sem hún heitir, stýra mínu málfari og orðanotkun.
Íslenskan er eins og flest tungumál, sjálfsprottið tungumál. Það verður til meðal fólksins og þau orð og hugtök sem verða ofan á, eru þau sem þjóðin ómeðvituð kýs að nota.
Án tungumálsins, getum við alveg eins lagt frá okkur sjálfstæðið, gerst 51. ríki Bandaríkjanna og orðið "feitir þjónar" eins og það er orðað í Íslandsklukku Halldórs Kiljans Laxness. Hann lagði sig eftir því að búa til ný orð og dusta rykið af gömlum sem fallið hafa í gleymsku enda segir skáldið í Vettvángi dagsins: "Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað." Hér á orðskrípið Belarús hvergi heima, enda ekki íslenska.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 21.7.2023 | 11:31 (breytt kl. 15:39) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Þetta er Rússneskt orð.
Bela = hvítur
Rus = rússland
Það er mikilvægt að lauma inn sem flestum rússneskum orðum, svo fólk læri málið áður en rússar leggja allt undir sig.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.7.2023 kl. 18:53
Ásgrímur, þú missir af púnkti mínum, en hann er að Belarús er ekki íslenska. Við eigum ekki að þýða úr ensku, heldur beint úr rússnesku og þá er þýðingin Hvíta Rússland. Lestu greinina aftur.
Birgir Loftsson, 21.7.2023 kl. 19:12
Ég er í aðalatriðum sammála - sjálfur nota ég oft Belarús í textum og ræðu, en rita frekar Hvítrússland en Hvítarússland.
Nýlega hóf ég að nota ritháttin Tyrkjaland frekar en Tyrkland, því "Turkey" lét nýlega breyta enska rithætti landsins (hjá S.Þ.) yfir í "Turkiye" og virðing mín fyrir Erdógan er svo takmarkalaus að ég fylgi þessum tilmælum.
Bestu kveðjur
Guðjón E. Hreinberg, 22.7.2023 kl. 00:50
Sæll Guðjón, nota bene, ekki vitlaust að nota ritháttinn Tyrkjaland, hef rekist á hann í íslenskum fornritum.
Birgir Loftsson, 22.7.2023 kl. 10:06
Sæll Birgir.
Vil aðeins eitt um þennan pistil að segja, -hann er frábær.
Magnús Sigurðsson, 22.7.2023 kl. 20:18
Ég las hingað: "Orðskrípið (þarf ég nokkuð að útskýra þetta hugtak? Það skýrir sig sjálft.) Belarús er beinlínis afbökun á hugtakinu Belarus sem kemur úr ensku. Sjá Cambrigde Dictionary: Cambrigde Dictionary - Belarus"
Ásgrímur Hartmannsson, 22.7.2023 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.