Menn keppast við að segja að þetta meinta valdarán veiki stöðu Pútín, svo skammsýnir eru þeir. Það getur vel verið, líkt og hjá Erdogan í Tyrklandi, að staða hans hafi veikst til skammtíma. En til lengri tíma litið styrkir þetta stöðu Pútíns. Úr veginum er hættulegur einkaher Wagner-liða en liðsmenn sveitanna verða innlimaðir inn í rússneska herinn eins og til stóð.
Veikleikarnir voru afhjúpaðir, eins og hverjir stóðu í lappirnar í uppreisninni (ekki formleg valdaránstilraun) og þeir sem gerðu það ekki, hausar munu fjúka.
Sumir furða sig á hversu langt Wagnerliðið náði á leið sinni til Moskvu. En það þarf ekki að koma á óvart. Atburðarrásin var svo hröð að menn vissu ekki hvernig átti að bregðast við.
Wagnerliðið var hluti af rússneska hernum og ofursti á vettvangi getur ekki upp á sitt eigið eins dæmi ákveðið að skjóta á það, enda eftir allt samherjar. Það var reyndar skotið á bílalest Wagnerliðsins. Skilaboðin verða að koma frá æðstu herstjórn sem og gerðist.
Byrjað var að víggirða Moskvu og Wagnerliðið hefði ekki farið inn í borgina átakalaust. Og það skiptir engu máli hversu nálægt liðið var komið nálægt Moskvu, sumir segja 200 km, gæti þess vegna verið 20 km eins og innrásarher Hitlers fékk að kynnast. Þjóðverjar sáu borgina úr fjarlægð en komust aldrei inn í hana. Her Napóleon tók borgina í Rússlandsherförinni en greip í tómt, allir íbúar á bak og burt og svo voru Frakkarnir svældir út en rússneskir flugumenn kveiktu í henni.
Valdaránstilraunin í Tyrklandi 2016
Valdaránstilraunin í Tyrklandi var alvöru valdaránstilraun og alvarlegri en sú sem við urðum vitni að í Rússlandi. Til bardaga kom og tvísýnt var á tímabili hverjir yrðu ofan á. Ég man eftir að hafa horft á þetta í beinni útsendingu. Kíkjum á atburðarrásina:
Valdaránstilraunin í Tyrklandi 2016 vísar til misheppnaðrar valdaráns hersins sem átti sér stað í Tyrklandi 15. júlí 2016. Valdaránstilraunin var framkvæmd af flokki innan tyrkneska hersins sem reyndi að steypa ríkisstjórninni undir forystu forsetans Receps Tayyip Erdogan.
Valdaránstilraunin hófst seint að kvöldi 15. júlí, með fréttum af hernaðaraðgerðum í nokkrum borgum víðs vegar um Tyrkland, þar á meðal Istanbúl og Ankara. Samsærismennirnir, sem sögðust starfa í nafni heimafriðar, lýstu yfir herlögum og útgöngubanni, náðu yfirráðum yfir helstu stjórnarbyggingum og lokuðu aðgangi að mikilvægum samgöngumiðstöðvum.
Erdogan forseti, sem var í fríi á þeim tíma, kom fram í beinni sjónvarpsútsendingu í gegnum FaceTime og hvatti tyrknesku þjóðina til að standast valdaránstilraunina og fara út á götur. Þúsundir manna brugðust við kalli hans og streymdu út á göturnar, mættu uppreisnarhermönnum og sýndu stjórnvöldum stuðning þeirra.
Tyrknesk stjórnvöld, hollvinir hersveitir og lögregla unnu að því að bæla niður valdaránstilraunina og að morgni 16. júlí varð ljóst að valdaránið hafði mistekist. Ríkisstjórnin náði aftur stjórn á mikilvægum stefnumótandi stöðum og samsærismennirnir fóru að gefast upp eða voru handteknir. Alls var 251 drepinn og yfir 2.000 aðrir særðust í valdaránstilrauninni.
Eftir misheppnaða valdaránið hóf tyrkneska ríkisstjórnin stórfellda aðgerð gegn þeim sem grunaðir eru um aðild. Þúsundir manna, þar á meðal hermenn, dómarar, fræðimenn, blaðamenn og embættismenn, voru handteknir, í haldi eða vísað frá störfum. Ríkisstjórnin kenndi valdaránstilrauninni á hreyfingu undir forystu Fethullah Gulen, tyrkneska íslamska fræðimannsins sem býr í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Gulen neitaði hins vegar allri aðild.
Valdaránstilraunin hafði veruleg pólitísk, félagsleg og efnahagsleg áhrif á Tyrkland. Það leiddi til frekari styrkingar valds Erdogans forseta og ríkisstjórnar hans, þar sem þau lýstu yfir neyðarástandi og hófu röð stjórnarskrárumbóta. Atburðurinn reyndi einnig á samband Tyrklands við Bandaríkin þar sem tyrknesk stjórnvöld fóru fram á framsal á Fethullah Gulen, sem bandarísk stjórnvöld neituðu vegna skorts á óyggjandi sönnunargögnum.
Á heildina litið var valdaránstilraunin í Tyrklandi 2016 mikilvægur atburður í nýlegri sögu landsins, mótaði pólitískt landslag þess og hrundi af stað bylgju innlendra og alþjóðlegra áhrifa.
Í Rússlandi mátti sjá strax hvernig uppreisnin færi samkvæmt formúlunni um hvernig valdarán/uppreisnir ganga fyrir sig. Wagnerliðið er eða var of fámennt, leiðtoginn óvinsæll og stuðningur almennings og hers lítill sem enginn. Á móti fær Pútín kjörið tækifæri til að lumbra á pólitískum andstæðingum og Rússland færist einu skrefi nær í átt að lögregluríki.
Ekki nokkur maður vill borgarastyrjöld í Rússlandi og engar forsendur eru fyrir henni eins og staðan er í dag. Jaðarríki Rússlands sem eru undir hæl Rússa hafa haft hægt um sig og ekki sýnt merki um uppreisnar tilburði.
Helsti bandamenn Rússa, Kínverjar munu ekki snúa baki við þeim, a.m.k. ekki meðan borgarastyrjöld hefur ekki brotist út. Breytingin á heimskipanin heldur áfram, BRIC þjóðir halda áfram að grafa undan dollaranum, Kínverjar að styrkja stöðu sína í Asíu o.s.frv.
Flokkur: Bloggar | 26.6.2023 | 11:36 (breytt kl. 16:07) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Lítið á þetta... https://fb.watch/lqzRa_IOHo/
Birgir Loftsson, 27.6.2023 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.