Uppreisn - ekki borgarastyrjöld

Menn fara á límingunum við lestur af fyrstu fréttum af innanlandsátökunum innan Rússland og byrja strax að tala um borgarastyrjöld.  Menn rugla saman hugtökum og kalla þetta borgarastyrjöld. Þetta er enn ekki orðið að borgarastyrjöld og verður hugsanlega aldrei.  Lykilhugtök eru í þessu samhengi:

1) Uppreisn.  Ákveðinn hópur gerir uppreisn, getur verið óskipulögð uppreisn almennings, sjálfsprottið, eða vopnaðir hópar standi á bakvið.  Athuga verður að það er alltaf einhver kjarnahópur sem stýrir á bakvið. Það er eins og skrúfað sé af krana og  vatnið (uppreisn almennings) streymir áfram.

2) Valdarán. Skipulögð vopnuð valdaránstilraun herseiningar eins og sjá mátti í Tyrklandi 2016, þegar reynt var að steypa Tyrklandsforseta af stóli, Recep Tayyip Erdogan. Hann fór á taugum og reyni í fyrstu að flýja land en uppreisnarmennirnir sem komu úr rana tyrkneska hersins, voru ekki nógu fjölmennir og skipulagðir og vopnin snérust í höndum þeirra.

3) Borgarastyrjöld. Vopnaðir uppreisnarmenn, oftast hluti úr herafla landsins eru nógu öflugir til að heyja langvinna innanlandsstyrjöld við opinber yfirvöld.

Af fyrstu fréttum að dæma er Yev­geny V. Prigoz­hin, leið­togi Wagner mála­liða­hópsins, að reyna að vernda eigið lið og eigið líf með þessari uppreisn. Ekki er að sjá að hér sé um skipulagða vandaránstilraun, þar sem er reynt að skipta um leiðtoga landsins, Vladimir Pútín. Hann segist eiga sökótt við ákveðna aðila innan rússneska hersins og reiði sín beinist að þeim.

En þegar snjóboltinn byrjar að renna er erfitt að stöðva hann. Prigozhin verður að halda áfram, því að hann veit að ef hann stoppar núna, verður hann handtekinn, leiddur fyrir dómstóll og dæmdur fyrir landráð.

Mér sýnist þessi uppreisn muni renna út í sandinn.  Til að borgarastyrjöld bresti almennilega á, þurfa margir hlutir að renna saman í einn graut.

Sá grautur er: Íbúarnir skiptast í tvo andstæða hópa með ósættanlegan ágreining (upphafið að bandarísku borgarastyrjöldinni); tap hersins á vígvelli (1917 í Rússlandi og í Þýskalandi 1918); langvinn óánægða almennings með leiðtoga landsins, en Pútín hefur verið vinsæll lengi vel, þótt þær vinsældir hafa dvínað eitthvað; efnahagsþrengingar og hungursneyð sem er ekki fyrir að fara í Rússlandi og stór hluti hersins, sem hefur flesta valdaþræðina innan hersins í höndum sér, ákveður að gera uppreisn. Valdaránstilraun hers.

Mér sýnist þessi uppreisn Wagnerliða (sveitirnar að miklu leiti skipaðar af fangelsislýð) vera knúin áfram af örvæntingu, vera óskiplögð, gerð í nauðvörn og rússneski herinn styðji ekki uppreisnina (skv. því sem ég best veit). Það fer því fyrir henni eins og valdaránstilrauninni í Tyrklandi 2016, hún rennur í sandinn ef Pútín heldur haus (KGB haus sínum) sem ég efast ekki um að hann gerir. En þetta gæti flýtt fyrir endalokum stríðsins í Úkraníu.

Ekki láta stríðsletur fjölmiðla blekkja ykkur, þeir eru að selja fréttir. Málið skýrist á nokkrum dögum.  Það fer því fyrir Wagnerliði Pútíns og SA lið Hitlers (Sturm Abteilung), þessi hernaðararmur verður upprætur. Endalok Wagnerssveita er framundan.

Ástæðan fyrir að Wagnerliðið yfirhöfuð geti gert svona upphlaup, er að liðið er einkaher, að mestu skipaður af glæpamönnum. Málaliðaherinn er ekki gamall og skortir styrk til að stýra valdaránstilraun. Tíminn vinnur aldrei með valdaráns- eða uppreisnarliði. Valdarán verður að koma á óvart og standa stutt yfir, ef það á að heppnast.

Hver kyns stríðsátök virka alltaf ruglingsleg og alltaf erfitt að átta sig á hvað er að gerast í orrahríð dagsins. En á meðan rússneski herinn er á bakvið Pútín, þarf hann ekkert að óttast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þetta eru sviðsett átök, gerð eftir dauðahryglu AFU Hersins, til að draga fram erlenda útsendara og föðurlandssvikara sem eru á bandi Nató og Esb/Washington, áður en haldið er í næsta kafla.

Augljóst þeim sem vinna heimavinnuna sína.

Guðjón E. Hreinberg, 24.6.2023 kl. 14:30

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan daginn Guðjón. Athyglisvert hvað þú segir en hvað er "AFU hersins"?

Birgir Loftsson, 24.6.2023 kl. 15:00

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Wagner málaliðaherinn er að gera sömu mistök og rússneski herinn er hann keyrði til Kænugarðs í bílalest (héldu að fólk tæki á móti þeim með rósir).  Ef þetta er allt sem Wagner liðið hefur, 25 þúsund manns, ökutæki til umráða, engar loftvarnir eða flugtæki, þá er þetta bara feigðaför.  Augnablikið (ef ætlunin var að steypa stjórninni) er liðið.  Munum eftir valdaránstilrauninni Sovétríkjanna 1991, einnig þekkt sem ágúst valdaránið, sem var misheppnuð tilraun harðlínumanna í kommúnistaflokki Sovétríkjanna til að ná valdi yfir landinu af Mikhail Gorbatsjov, sem var forseti Sovétríkjanna og aðalritari kommúnistaflokksins. á þeim tíma. Ekki var hikað við að siga herinn á þinghúsið með skriðdrekum og skotið á það. Uppreisnin var misheppnuð.

Birgir Loftsson, 24.6.2023 kl. 16:06

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Armed Forces of Ukraine - AFU - þetta er allt saman hluti af stærri stríðstækni (Strategy) - Yefgeny Prigozhin er ekki að reyna valdarán af neinu tagi.

Guðjón E. Hreinberg, 24.6.2023 kl. 17:35

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Guðjón skýringuna.

Ja hérna, litla uppreisnin á enda eins og ég spáði enda engar forsendur fyrir uppreisn sem tekst.  Sjá Tyrkland 2016.

Birgir Loftsson, 24.6.2023 kl. 19:14

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Yevgeny Prigozhin, yfirmaður málaliðasveitar Wagners, mun flytja til Hvíta-Rússlands samkvæmt samkomulagi sem Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hafði milligöngu um til að binda enda á vopnaða uppreisn sem Prigozhin hafði leitt gegn herforystu Rússlands, að sögn Kremlverja á laugardag.

Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, sagði að Lukashenko hefði boðist til að miðla málum, með samþykki Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, þar sem hann hefði þekkt Prigozhin persónulega í um 20 ár.

Tilkynningin, sem send var á opinberu Telegram-rás forsetaembættisins í Hvíta-Rússlandi, sagði að Prigozhin hefði samþykkt að stöðva frekari för Wagners bardagamanna um Rússland.


Prigozhin sagði síðar á laugardag að hann hefði skipað bardagamönnum sínum, sem sóttu fram til Moskvu í bílalest, að snúa við og snúa aftur til stöðva þeirra til að forðast blóðsúthellingar. Kremlverjar staðfestu síðar að samkomulag hefði náðst og að Prigozhin myndi láta fella niður allar ákærur á hendur sér og flytja til Hvíta-Rússlands.

„Forseti Hvíta-Rússlands, eftir að hafa skýrt stöðuna frekar eftir eigin tiltækum leiðum, átti viðræður við yfirmann Wagner PMC (einkahernaðarfyrirtækisins), Yevgeny Prigozhin, í samráði við forseta Rússlands,“ sagði í yfirlýsingu Hvíta-Rússlands.

"Viðræðurnar stóðu yfir í heilan dag. Í kjölfarið komust þeir að samkomulagi um að óheimilt væri að leyfa blóðbað á yfirráðasvæði Rússlands.

Yevgeny Prigozhin samþykkti tilboð Alexanders Lúkasjenkó forseta um að stöðva för vopnaðra manna Wagners á rússneskt yfirráðasvæði og gera frekari ráðstafanir til að draga úr spennu." Heimild: Reuters. 

Vinur minn sem kemur frá þessu svæði, segir að atburðarrásin sé ekki öll eins og augun segja.  Ákveðið sýndarleikur gæti verið í gangi. Ég spái að kokkur Pútíns fái matareitrun innan ákveðins tíma!

Birgir Loftsson, 24.6.2023 kl. 20:42

7 Smámynd: Birgir Loftsson

Friðrik hvumsa yfir Prígosjín segir í frétt....nei það ætti hann ekki að vera, ekki ef hann hefur lesið hernaðarsöguna. Skýringin er einföld, og Friðrik ætti að fylgjast betur með, allar forsendur fyrir valdarán voru ekki fyrir hendi, sjá grein mína hér á blogginu. Allar aðgerðir uppreisnarmanna virðast hafa einkennst af örvæntingu og markleysis. Kokkurinn var í raun að verja eigin hagsmuni; eigið líf í raun. Þeir sem hafa lesið sögu Rússlands aftur í tímann, vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig síðastlðin 500 ár. Stresliðarnir eru gott dæmi. Það er ekki nóg að vera hernaðarsérfræðingur í nútímanum, það verður líka að þekkja (hernaðar) söguna  um leið. Það vissi bandaríski hershöfðinginnn George Patton  mæta  vel og þess vegna gekk honum einum af fáum bandarískum hershöfðingjum svo vel. Álitsgjafar fjölmiðla um erlend málefni virðist mér vera álíka gáfaðir og Bakkabræður.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/06/24/fridrik_hvumsa_yfir_prigosjin/

Birgir Loftsson, 24.6.2023 kl. 23:16

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Putin veit núna upp á hár hvar hann hefur herinn og þjóðina, CSTO þjappaði sér saman, Erdogan og Lukashenko, og fleiri, stóðu hundrað prósent með honum, ESB og Nato frusu. Staðan er nákvæmlega sú sem ég lýsti yfir við fyrstu fréttir - og eins og þú bentir á, þetta var stormur í vatnsglasi.

Guðjón E. Hreinberg, 25.6.2023 kl. 00:05

9 Smámynd: Birgir Loftsson

Og þú Guðjón, hafir líka rétt fyrir þér. Já, eitthvað skrýtið við málið í heild!

Birgir Loftsson, 25.6.2023 kl. 00:53

10 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Klassísk rússnesk refskák. Það er svo sjaldgæft að fólk rýni skóginn, það týnist í trjánum. Ég greindi stöðuna í dsemer 21 - tveim mánuðum áður en átökin hófust - og hef ekki þurft að bæta neinu við greininguna síðan.

Guðjón E. Hreinberg, 25.6.2023 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband