Það er ljóst að Pírataflokkurinn er eins fjarri því að vera þjóðhollur flokkur og mögulegt er. Erfitt er að flokka skepnuna, sem sumir segja marghöfða þurs, en vegna þess að engin heildarstefna er hjá flokknum, hver Pírati syngur með sínu nefi, þá verður bara setja flokkinn í ruslflokk sem kallast anarkismi eða stjórnleysi.
Uppbygging flokksins
Lýsandi dæmi um stjórnleysið er að flokkurinn hefur ekki formann. Þeir segja sjálfir að "...Píratar byggja á flötum strúktur og velja sér því ekki formann. Við upphaf hvers löggjafarþings er nýr formaður og þingflokksformaður valinn innan þingflokksins með hlutkesti." Hljómar lýðræðislegt?
Nei, það er það ekki. Allt frá dögum Forn-Grikkja hafa lýðræðisríki valið sér forystumenn. Í nútíma lýðræðisríki höfum við stjórnendur, t.d. í skólum, stofnunum o.s.frv., því að það verður að vera odda atkvæði, oddamaður (oddviti) sem ákveður meirihluta eða stefnu. Oftast eru valdir hæfustu einstaklingarnir, leiðtogar, en þó fara í gegn sumir sem eru beinlínis hættulegir lýðræðinu og vanhæfir. En þá eiga öryggisvendlar lýðræðisins að virka.
Það að Píratar skuli velja sér formann með hlutkesti segir bara þeir velja sér ekki hæfasta einstaklinginn til foryrstu flokksins. Ef til vill er þetta akkelishæll flokksins og gerir hann ekki stjórntækann.
Stefna flokksins í raunveruleika stjórnmálanna
Flokkurinn er á móti lögum og reglu, virðist hafa horn í síðu lögreglunnar með rugl fyrirspurnir um vopnaeign hennar, eins og hún megi ekki vopna sig gegn glæpaklíkum, í landi án hers. Fjölmiðlar henda sig á málið eins og gammar, enda gaman að ati í löggunni. Hann vill opin landamæri og fylla landið af efnahagsflóttamönnum sem hvergi er pláss fyrir né fjármagn til að halda uppi, borgararéttindi til þeirra sem eru ekki ríkisborgarar á Íslandi.
Stefna flokksins á blaði
Grunnstefna flokksins er ágæt en hún er afar stutt og óljós. Sjá slóðina: Grunnstefna Pírata en einmitt hversu óljós hún er geta þingmenn flokksins farið út um alla koppa og grundir og haft einkaskoðanir. Til dæmis lögleiðing fíkniefna er aðaláhugamál eins þingmannsins en það sem bendir til að flokkurinn er vinstri til vinstri er andúðin á NATÓ, andstaða við rannsóknarheimildir lögreglu (sem eru til verndar gegn hryðjuverka- og glæpastarfsemi), meinilla við aðgerðir sérsveitarinnar, vilja leyfa eiturlyfjanotkun ( https://piratar.is/greinar/og-ologum-eyda/ ) o.s.frv.
Ef Pírataflokkurinn er ekki anarkistaflokkur, þá er hann að minnsta kosti "fjarvinstrisinnaður" eins og það myndi vera orðað í orðabók Vísis. Hann er vinstri til vinstri við VG sem hafa þó reynst raunsæir (t.d. með NATÓ) þegar á hólminn kom.
Tek fram að margt gott er í grunnstefnu flokksins sbr. lýðræðið og borgarréttindi. En stefnuleysið er alls ráðandi og það væri eins og smala saman kettum í hjörð ef hann færi í ríkisstjórn.
Eitt stefnumál - borgararéttindi
Ég ætla að taka fyrir eina stefnu sem Pírataflokkurinn stendur fyrir, sem er góð í sjálfu sér, en hefur farið út í öngstræti í meðförum þingmanna flokksins; að yfirfæra borgararéttindi til allra borgara heimsins sem koma til Íslands og krefjast full borgarréttindi (þeir komast á velferðakerfið, ókeypis húsnæði o.s.frv án þess að hafa unnið til þess eða haft réttindi til). Þau eru ekki meðfædd annarra en þeirra sem er fæddir á Íslandi, heldur áunnin og það fylgja ekki bara réttindi ríkisborgararéttindinum, heldur einnig skyldur. Þær eru að fylgja samfélagsreglum, lögum og siðvenjum og leggja sitt til samfélagsins í formi starfa eða annarra verka.
Besti fræðimaðurinn á sviði borgararéttinda er hinn virti sagnfræðingur Victor David Hanson sem skrifað hinu frægu bók, The Dying Citizen.
Hann segir að mannkynssagan er full af sögum bænda, þegna og ættbálka. Samt er hugtakið borgari sögulega sjaldgæft - og var meðal metnustu hugsjóna Bandaríkjanna í meira en tvær aldir. En án gagnaðgerða, varar sagnfræðingurinn Victor Davis Hanson við að brátt gæti bandarískur ríkisborgararéttur eins og við þekktum hann horfið.
Í The Dying Citizen útlistar Hanson þau sögulegu öfl sem leiddu til þessarar kreppu sem nú ríkir í Bandaríkjunum (og annars staðar á Vesturlöndum). Útrýming millistéttarinnar á síðustu 50 árum hefur gert marga Bandaríkjamenn háða alríkisstjórninni.
Opin landamæri hafa grafið undan hugmyndinni um hollustu við ákveðinn stað. Sjálfsmyndapólitík hefur útrýmt sameiginlegri borgaralegri sjálfsvitund okkar. Og yfirþungt stjórnsýsluríki hefur stofnað persónulegu frelsi í hættu, ásamt formlegri viðleitni til að veikja stjórnarskrána (kannast einhver við þetta varðandi EES umræðuna?).
Mér sýnist þetta vera allt stefnumál sem vinstri sinnaðir flokkar eins og Samfylkingin, VG, Viðreisn (snýtt úr nös Samfylkingar) og Pírataflokkur gætu tekið undir en Victor D. Hanson varar við.
Þessir flokkar athuga ekki að millistéttin er burðarás samfélagsins; skýrt afmörkuð landamæri þurfa að vera; að gæði íslenskt samfélags eru ekki óendaleg og ekki nægjanleg handa öllum í heiminum og borgararéttindi geti bara verið tengd ákveðnum hópi (þeirra sem eru fæddir ríkisborgarar og þeirra sem hafa öðlast þau réttindi á löglegan hátt og unnið til þeirra). En það er eins og flestir þingmenn séu ekki jarðtengdir í þessum málum og láta hugmyndafræði en ekki heilbrigða skynsemi ráða huga sinna.
Lokaorð
Hér hefur verið bent á stefnu- og strútúrleysi flokksins. En þrátt fyrir það má ef til vill greina ákveðið þema hjá flokknum. Og það er and-eitthvað stefna. Andstaða gegn ríkjandi gildum og niðurrif þeirra, allt í nafni opið þjóðfélags og upplýsingafrelsis.
Svo ég endi þennan pistil á jákvæðum nótum, þá má segja að margir þingmenn Pírataflokksins hafa reynst vera hæfileikaríkir, verið duglegir í stjórnarandstöðunni en hugmyndafræðin sem þeir fylgja, mætti vera önnur satt best að segja. En svona er lýðræðið og það er jarðvegur fyrir boðskap þeirra, annars væru þeir ekki á þingi.
Ég á eitt sameiginlegt með Pírötum, við viljum málfrelsi!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.6.2023 | 09:41 (breytt kl. 12:40) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Ég vil benda lesendur pistla minna á, að ég breyti þeim á meðan þeir eru hér í birtingu á blogginu. Bæði er að margar málfræðivillur leynast og ég lagfæri við yfirlestur en einnig að margt efni má bæta við.
En eftir að pistillinn er horfin sjónum almenning og í haf internetsins, þá er það afar sjaldgæft að ég breyti einhverju.
Birgir Loftsson, 5.6.2023 kl. 12:45
Kannski að Sverrir Stormsker lýsi stjórnmálaástandinu betur en ég....hér er eitt klassík blogg frá honum...
Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist
Birgir Loftsson, 5.6.2023 kl. 20:04
Birgir Loftsson, 6.6.2023 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.