Andstaðan við bókun 35 EES-samningsins er ekki lýðskrum

Ólafur Arnarsson skrifar nú í dag á Eyjunni grein sem ber heitið: Upphlaupið vegna bókunar 35 er innihaldslaust lýðskrum. Þar sakar hann andstæðinga bókunar 35 um að vera lýðskurmara. Hann gleymir því að við búum í lýðræðisríki og þar mega menn hafa mismunandi skoðanir og þetta er einmitt álitamál. 

Það væri galið að afgreiða svona mál að óaðathuguðu máli eins og er einmitt gert við EES-reglugerðirnar sem koma hingað á færibandi, fara í gegnum þingið óbreyttar og stimpaðar með stimplum og vottaðar af 63 skriffinnum.

Hann segir í greininni eftirfarandi:

"Bókun 35 við EES samninginn er svo hljóðandi:

Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“

Þetta er nokkurn veginn eins skýrt og það getur verið. Hér er kveðið á um að EFTA ríkin skuldbinda sig til að tryggja í lögum að EES-reglur sem komnar eru til framkvæmda gildi ef ákvæði þeirra og annarra gildandi lagi stangast á.

Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa hugfast að einu EES-reglurnar sem komnar eru til framkvæmda á Íslandi eru EES-reglur sem Alþingi Íslendinga hefur samþykkt sem íslensk lög. Hér er því ekki um framsal löggjafarvalds að ræða."

Þetta er svo sem gott og blessað en svo segir hann:

"Alþingi hefur vald til að gera tiltekna tegund laga rétthærri en önnur lög. Til dæmis gildir sú meginregla í íslensku réttarfari að sérlög standa framar almennum lögum.

Með því að samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 er Alþingi Íslendinga því að ákveða að íslensk lög um innleiðingu EES-reglna skuli standa framar öðrum íslenskum lögum þegar ákvæði þeirra stangast á, rétt eins og sérlög standa framar almennum. Hér er því ekki um brot á stjórnarskrá Íslands að ræða."

Þarna stendur hnífurinn í kúnni....lesið þessa setningu aftur: íslensk lög um innleiðingu EES-reglna skuli standa framar öðrum íslenskum lögum þegar ákvæði þeirra stangast á, rétt eins og sérlög standa framar almennum.

Ég efast um að eftirfarandi þungavigtamenn í íslenskum stjórnmálum og lögfræði, þeir Bjarni Jónsson, Arnar Þór Jónsson, Sigmundur Davíð Guðlaugsson og Davíð Þór Björgvinsson séu haldnir lesblindu og misskilji málið.

Hvað er þá vandamálið? Jú, það sama og þegar við stóðum fyrir því að innleiða EES-samninginn 1992 en þá, og ég man vel eftir þeirri deilu, hvort hann stæðist stjórnarskránna. Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands heyktist á að taka samninginn fyrir dóm íslensku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðisgreiðslu og eftir stendur að samningurinn (sem er góður að mörgu leyti) hefur aldrei verið samþykktur lýðræðislega af íslensku þjóðinni! Aldrei var látið reyna á hvort hann stæðis stjórnarskránna sem ég tel hann ekki gera.

Fyrir Ólaf og fleiri já-ara, þá er forsendan fyrir inngöngu í EES og innleiðingu EES-reglna þannig brostin bara vegna þess að vafi lék og leikur á lögmæti skv. stjórnarskrá. Hvað ef Hæstiréttur Íslands kemst að þeirri niðurstöðu í dómsmáli að við höfum verið að taka inn EES-reglur í 30 ár sem standast ekki yfirlög Íslands - sjálfa stjórnarskránna?

Og svo er það annað, punkturinn yfir i-ið, en það er að EES-reglur eru teknar inn og breytt í íslensk lög án þess að Alþingi geti breytt þessum reglum í meðförum sínum (að ég best veit).

Ef ég hef rétt fyrir mér í þessu, þá er ekki um eiginlega lagasetningu Alþingis að ræða (bara tækni búróismi; stimplun og vottun, engin  eiginleg lagagerð) og því getur upptaka erlendra reglna samkvæmt hörðustu skilgreiningu ekki staðist stjórnarskránna en í henni er kveðið skýrt á um í fyrsta hluta, annarri grein eftirfarandi:

I.

....
2. gr.
Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

Hvergi er sagt að Alþingi eigi að undirrita erlendar reglur athugasemdalaust og koma hvergi að með eigin lagasetningu.

Það er eins með þennan og aðra samninga, þeir geta aldrei staðist tímans tönn og þeim ber að endurskoða reglulega. Það er gott að efast og er lýðræðislegt.

Takið eftir þessu (5.gr. b-liður):

5. gr.

Meðferð ESB-gerða sem háðar eru samþykki Alþingis....

b. Íslensk stjórnvöld hyggjast óska eftir efnislegri aðlögun við gerðina, svo sem undanþágum, sérlausnum eða frestun á gildistöku, sjá slóðina: Reglur um þinglega meðferð EES-mála

Þetta segir mér bara að við erum múlbundin af þessum samningi.

----

Að lokum og ég set málið fram á barnamáli þannig að allir skilji:

1) EES - samningurinn var aldrei samþykktur af íslensku þjóðinni á sínum tíma og Aþingi hafði aldrei neitt formlegt umboð til að skuldbinda íslensku þjóðina (ekki frekar en það hefur með inngöngu í ESB).

2) EES - Samningurinn stendst ekki aðra grein fyrsta ákvæðis stjórnarskránna um hver fari með lagasetningavald. Það gerir Alþingi, ekki yfirþjóðlegt vald ríkja.

3) Ekki dugar að ljósrita og þýða erlendar reglugerðir heldur þarf Alþingi að meðhöndla þær samkvæmt starfsreglum þingsins (þinglegar meðferðir heitir það), eigi að hafa rétt á að breyta og hafna (sem enginn hefur þorað að gera í 30 ár).

Ef Alþingi getur ekki breytt reglugerðunum sem koma hingað til lands (sbr. mengunarskattinn sem ESB ætlar að þvinga upp á okkur og Katrín var rosa ánægð með að fresta) eða hafnað, þá hefur Alþingi de facto ekkert lagasetningavald.

Svo ætla þeir að kóróna vitleysuna með því að láta sérlögin (sem Ólafur kallar EES-reglurnar og íslensk lög eru byggð á) gilda umfram almenning íslensk lög sett af Alþingi. Til hvers eru menn þá að semja íslensk lög á annað borð? Ég spyr!

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband