Einn ágætur bloggari hér á Moggablogginu heldur því fram að Ashkenazi gyðingar séu komnir frá Kasaríu sem er bara kenning.
Hann sagði eftirfarandi í bloggi sínu - sjá slóðina: Eru auðjöfrar aflvakar styrjalda? Auðmagn, trú og Gyðingaland en því miður gefur hann ekki kost á athugasemdum á bloggsíðu sinni og því birti ég mínar hér að neðan í mínu eigið bloggi. En athugum hvað hann staðhæfir:
"Kasarar voru herská þjóð, sem á fyrstu öld fyrir Krist lagði undir sig víðfem lönd í Kákasus, kringum Svartahaf og Kaspíahaf. Þau fólu í sér það landsvæði, sem nú er Úkraína. Líklegt er talið, að Kasarar hafi komið austan úr Asíu.
Gyðingar frá Kasaríu dreifðust um alla Evrópu og eru kallaðar Ashkenazi Gyðingar. Stórveldi Kasara leið smám saman undir lok í stríði við norrænu-rússnesku ríkin og Tyrki. Þetta eru söguslóðir Íslendinga á þjóðveldisöldinni."
Grein hans er athyglisverð en ég hnaut um fullyrðinguna um að gyðingar frá Kasaríu séu forfeður Ashkenazi gyðinga. Ég rifjaði upp hvað ég lærði í námi mínu um uppruna gyðinga og ég hef kennt sögu gyðinga í störfum mínum. En ég muni eftir að það er umdeilt hvaðan Ashkenzi gyðingar eru komnir.
Það er nefnilega ljóst að gyðingar fylgdu rómverska hernum á leið hans um Evrópu. Þeir settu að víðsvegar, helsti í kaupstöðum, þ.e. borgum (við herstöðvar Rómverja). Þannig dreifðust þeir um Evrópu og Norður-Afríku og svo langt austur til Írans. Vegna margvíslegra ofsókna þeirra í Vestur- og Suður-Evrópu hraktist stór hluti þeirra austur á bóginn á miðöldum, til Pólands og Rússlands sem og annarra landa.
Kasara tilgátan um Ashkenazi ætternið, oft kölluð Kasar goðsögnin af gagnrýnendum hennar, er að mestu leiti yfirgefin söguleg tilgáta.
Tilgátan hélt því fram að Ashkenazi-gyðingar væru fyrst og fremst, eða að miklu leyti, afkomendur Kasara, fjölþjóðlegrar samsteypu af aðallega tyrkneskum þjóðum sem mynduðu hálf-hirðingjakanat í og við norður- og miðhluta Kákasus og Pontic-Kaspíu steppunni.
Í tilgátunni er því haldið fram að eftir hrun Kasara heimsveldisins hafi Kasarar flúið til Austur-Evrópu og verið stór hluti gyðinga þar. Tilgátan byggir á sumum miðaldaheimildum eins og Kasar-bréfaskriftinni, en samkvæmt því á einhverjum tímapunkti á 8.9. öld var lítill fjöldi Kasara (að sögn Judah Halevi og Abraham ibn Daud) hafa snúist til rabbínskan gyðingdóms. Umfang breytinganna innan Kasara kanaríinu (e. Khazar Khanate) er enn óvíst, en sönnunargögnin sem notuð eru til að binda Ashkenazi samfélögin við Kasara eru lítil að umfangi og háð misvísandi túlkunum. Ég hef meiri trú á genafræðinni en fábreyttum sögulegum ritheimildum.
Erfðafræðilegar rannsóknir á gyðingum hafa ekki fundið neinar efnislegar vísbendingar um uppruna Kasara meðal Ashkenazi gyðinga. Doron Behar og aðrir erfðafræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að slík tengsl séu ólíkleg og benda á að erfitt sé að prófa Kasara tilgátuna með erfðafræði vegna þess að það er skortur á skýrum nútíma afkomendum Kasara sem gætu gefið skýra prófun á framlagi til Ashkenazi gyðinga. , en fundu engin erfðamerki hjá Ashkenazi gyðingum sem myndu tengja þá við fólk á Kákasus/hasara svæðinu.
Þessar og aðrar rannsóknir hafa þess í stað fundið vísbendingar um að Ashkenazi hafi blandað Austur- og Suður-Evrópu/Miðjarðarhafsuppruna. Þetta fer saman við mína lesningu í gegnum tíðina. Ég nenni ekki að vísa hér í heimildir, enda almennar og ég meiri segja mundi eftir án uppflettingar.
Þrátt fyrir að meirihluti erfðafræðinga samtímans sem hafa gefið út um efnið hafni kenningunni, eru sumir sem verja trúverðugleika þess.
Seint á 19. öld veltu Ernest Renan og aðrir fræðimenn því fyrir sér hvort að Ashkenazi gyðingar í Evrópu ættu uppruna sinn í hópi tyrkneskra flóttamanna sem höfðu flutt frá hrunda Kasaríska kanaríinu vestur til Evrópu og skiptu kasaríska móðurmáli sínu fyrir jiddísku á meðan þeir héldu áfram að iðka gyðingdóm.
Þrátt fyrir að kenningin hafi verið kölluð fram með hléum af nokkrum fræðimönnum frá þeim tíma, komst Kasara-Ashkenazi tilgátan fyrir mun breiðari almenningssjónir með útgáfu Arthurs Koestlers á bókinni: Þrettánda ættkvíslin árið 1976. Hún hefur verið endurvakin nýlega af erfðafræðingnum Eran Elhaik, sem árið 2012 gerði rannsókn sem miðar að því að sanna það.
Tilgátan hefur stundum verið misnotuð af andzíonistum til að mótmæla hugmyndinni um að gyðingar hafi tengsl við Ísrael til forna, og hún hefur einnig gegnt einhverju hlutverki í gyðingahaturskenningum sem settar hafa verið fram af jaðarhópum bandarískra rasista, rússneskra þjóðernissinna og kristinnar sjálfsmyndarhreyfingar. Hugtakið kasaníska Mafían er stundum notað af gyðingahatursfjölmiðlum sem niðrandi hugtak yfir gyðinga, sérstaklega í tengslum við samsæriskenningar eins og 9/11 í Bandaríkjunum.
Höfundi ofangreindrar greinar, sem nóta bene skrifar vandaðar greinar en mönnum getur orðið á í smáatriðunum, er velkomið að svara fyrir sig hér að neðan í athugasemdum. Ég fagna umræðunni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | 24.5.2023 | 18:45 (breytt kl. 20:02) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Reyndar er algengt meðal Askenazy gyðinga að halda fram þessari kenningu og það eru helst fólk úr þeim ranni sem hafa haldið henni á lofti.
Því miður eru mikið af gyðingahöturum sem hafa tekið hana upp og gert að frekar ógeðfelldri samsæriskenningu, sem þó ógeðfelld sé passar við marga Zíoníska auðjöfra sem segjast vera júðar/gyðingar en eru það ekki.
Þrír fjórðu hlutar allra júða í heiminum hafna Zíonismanum og zíonistaríkinu Ísrael - sem þykist vera gyðingaríki en er það ekki - með öllu.
Guðjón E. Hreinberg, 25.5.2023 kl. 00:33
Sæll Guðjón, saga gyðinga er afar flókin og erfið að kryfja. Kannski ég skrifi aðra grein. En á meðan... má kíkja á þessa grein: https://forward.com/news/200825/why-ashkenazi-jews-are-not-descended-from-khazars/
Birgir Loftsson, 25.5.2023 kl. 09:22
Hér kemur klippa úr þessari grein: Í grein sem birt var í þessum mánuði í tímaritinu „Jewish Social Studies,“ komst prófessor Shaul Stampfer að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar væru til að styðja þessa fullyrðingu.
„Slík umskipti, þó að þetta sé dásamleg saga, gerðist aldrei,“ sagði Stampfer.
Stampfer, sérfræðingur í gyðingasögu, greindi efni frá ýmsum sviðum, en fann enga áreiðanlega heimild fyrir þeirri fullyrðingu að Khazarar - fjölþjóðlegt ríki sem innihélt Íranar, Tyrkir, Slavar og Sirkassar - hafi snúist til gyðingdóms. „Það var aldrei umskipti af hálfu Khazar-konungs eða Khazar-elítunnar,“ sagði hann. „Skipting Khazaranna er goðsögn án staðreynda.
Sem sagnfræðingur sagðist hann vera hissa að uppgötva hversu erfitt það er „að sanna að eitthvað hafi ekki gerst. Fram að þessu hafa flestar rannsóknir mínar miðað að því að uppgötva eða skýra hvað gerðist í fortíðinni ... Það er miklu erfiðara áskorun að sanna að eitthvað hafi ekki gerst en að sanna að það gerðist.
Það er vegna þess að sönnunin byggist fyrst og fremst á skorti á sönnunargögnum frekar en nærveru þeirra - eins og þeirri staðreynd að eins fordæmalaus atburður og umbreyting heils konungsríkis til gyðingdóms verðskuldaði ekkert að nefna í samtímaheimildum.
Birgir Loftsson, 25.5.2023 kl. 09:32
Ég ætlaði nú ekki að jagast neitt um uppruna Gyðinga, enda viðurkenna þeir sjálfir að það er ekki hægt. Það er hins vegar enginn vafi á að Gyðingar eru trúarbrögð en ekki þjóðflokkur.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 26.5.2023 kl. 14:00
Rétt Guðjón, Gyðingar eru fjölþjóðlegir að uppruna og trúarbrögð þeirra ein sem sameinar þá eða hvað?... sjá slóðina
https://youtu.be/ST_eZwBIMDA
Annars gætu gyðingar verið Marsbúar þess vegna, sama er mér.
Birgir Loftsson, 26.5.2023 kl. 14:45
Ég hef fjallað mikið um Júðsk trúarbrögð undanfarinn áratug og er mikill aðdáandi þeirra. Það er mikið í gangi af allskyns ranghugmyndum í gangi varðandi þessa göfugu og dyggðugu trúarbrögð og þá hópa sem iðka þau. Hér á landi er nær því enginn sem gerir þeim gíoð skil eða sýnir þeim virðingu, og alls ekki þeir sem halda því fram að þeir séu etnísk þjóð eða fjasa af skinhelgi um hina svonefndu Helför.
Guðjón E. Hreinberg, 26.5.2023 kl. 23:45
Takk fyrir Guðjón, já það má segja að Gyðingar séu afurð Rómverjar, a.m.k. heimhornaflakk þeirra.
Ég hélt námskeið um sögu Gyðinga hjá Endurmenntunarstofun Háskóla Íslands um árið og var það vel sótt og fólk mjög áhugasamt um efnið.
Birgir Loftsson, 27.5.2023 kl. 11:33
Júðska eða Gyðingar eins og þessi trúarbrögð - og fólk sem aðhyllist þau - voru stofnsett af fræðimönnum (eða hugveitu (thinktank)) á vegum Persneska heimsveldisins í hinni svökölluðu herleðingu. Bibban sjálf staðfestir að fjórir Persneskir keisarar stóðu að þessu. Rómverjum var í nöp við þessi trúarbrögð, en að Rómverska heimsveldið stofnaði Kristin trúarbrögð úr samsuðu á Míþraisma og Júðisma er staðreynd. Báðar þessar sögur eru mjög áhugaverðar, en "samsærið" rýrir ekki frumspekina sem bæði þessi trúarbrögð hafa fætt af ssér til ábyrgrar siðfræði (eða siðmenningar).
Ég ber fulla virðingu fyrir sagnfræðirannsókn Palestínska eyðsins á milli Kaldesk-Persneska og Egypska og Grískra áhrifa, en fólk blandar oft saman táknfræði Bibbunnar og efnishyggju síðustu tveggja alda. Palestína hefur ekkert með þessi trúarbrögð að gera nema í táknrænum skilningi.
Það hefur t.d. aldrei ríkt friður um "Borg friðarins" eins nafnið Jerúsalem stendur fyrir, og margir gleyma að þetta var aðal borg Nephilim trans-risanna þar til fyrir s.a. 3250 árum.
Guðjón E. Hreinberg, 27.5.2023 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.