Varnar- og öryggisstefna Íslands síðan 2006

Hér kemur gömul grein sem ég skrifaði á Facebook, sýnist hún sé ekki til hér á blogginu. Endurbirti hana þar með enda hefur ekkert breyst í hermálapólitík Íslendinga síðan þá.

Greinin:

Það er mótsagnarkennt efni þegar fjallað er um varnarstefnu Íslands á 20. og 21 öld. Hún er bæði ruglingsleg og órökræn, enda hafa menn ekki vitað í hvorn fótinn á að stíga.

Staðreyndin er að við eru í varnarbandalagi vestræna ríkja og tökum virkan þátt í stjórnarstörfum Atlantshafsbandalagsins - NATÓ í dag. Á þessum tíma sem við höfum verið í NATÓ, síðan frá stofnun þess 1949, hefur gengið ýmislegt á og ógnin á stundum svo nálægð, að íslenskir ráðamenn töldu ráðlegt að kalla Bandaríkjaher landinu til varnar 1951, og það í ljósi þess að menn voru ekki alltof kátir með veru hans í landinu á stríðsárunum.

Undir verndarvæng stórveldis höfum við lifað við frið og hagsæld í 75 ár eða allt frá hernámi landsins 1940. Nánast alltaf, þegar komið hefur verið að því að beita áþreifanlegum vörnum, höfum við verið óbeinir þátttakendur. Þó höfum við sent mannskap til Afganistan og lýst stríði á hendur Íraks, hvort sem okkur líkar betur eða verr. En ef á heildina er litið, vilja Íslendingar fá allt fyrir ekkert; fría ferð á kostnað samherja. Ekkert frumlegt framlag lagt fram né tilkostað. Íslendingar eru reyndar ekki þeir einu sem vilja spara, önnur Evrópuríki hafa sparað skildinginn í varnarmálum og nú er svo komið hjá flestum þessara ríkja, að eitt og sér getur einstakt ríki ekki varið sig sjálft, heldur verður það að reiða sig á sameiginlega hjálp bandalagsríkja.

Hins vegar er stefnuleysið í öryggismálum á Íslandi einstak og vekur athygli erlendis og sérstaka furðu sérfræðinga. Sænskir sérfræðingar kalla þetta varnarmálakreppu en ég ráðaleysi og ótta við að taka afstöðu. Hér reyna menn að fela umræðuna um hernaðarvarnir innan um önnur hugtök um ólíka hluti, eins og t.d. fæðuöryggi, sem koma raunverulegum varnarmálum ekkert við. Staðreyndin er sú að Ísland er veiki hlekkurinn í varnarkeðju vestrænna ríkja og hér ríkir tómarúm í landvörnum eftir brotthvarf BNA, sem erfiðlega gengur að fylla í.

Hafa verður í huga að í stjórnarskránni frá 1944 var ákvæði um herskyldu Íslendinga ef stjórnvöld kysu að koma henni síðar á. Þetta vildu menn hafa í handarjaðri þótt þá væri ljóst að Þjóðverjar væru að tapa stríðinu. Þetta var tekið út eins og ég hef áður minnst á opinberlega. Hins vegar kom ekkert bannákvæði í staðinn, bara þagað um varnarmál enda Bandaríkjaher til varnar forminu til en þeir nota landið eins og stoppistöð, koma hingað á æfingar, t.d. Norður-Víkinginn er haldinn og láta aðra bandamenn í Atlantshafsbandalaginu sjá um svokallaðar sýnilegar varnir og felast í því að flugsveitir koma hingað reglulega og stoppa við í nokkrar vikur.

Illu heilli var Varnarmálastofnun Íslands lögð niður 2010 þegar vinstri stjórn tók við stjórnvölinn og setti í forgang að leggja þessa ríkisstofnun niður. Varnarmálastofnun tók til starfa 1. júní 2008 og varð því ekki langlíf. Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi 2009 samkvæmt þáverandi tillögu utanríkisríkisráðherra um að samræma niðurlagningu Varnarmálastofnunar og samþættingu verkefna hennar við hlutverk annarra opinberra stofnananna við áform um stofnun innanríkisráðuneytis.

Ég skrifaði blaðagrein í Morgunblaðið um þörfina fyrir stofnun slíkrar stofnunar strax árið 2005, ári áður en bandaríkjaher yfirgaf Ísland.

 

Hér má sjá slóðina inn á blaðagrein mína: 

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1046006/?item_num=3&searchid=f0c0f4257881776e3c12e3a1dbdc46041ebfb26a

 

Hér skortir því enn og aftur alla þekkingu og rannsóknir á þessu mikilvæga starfsviði íslenska ríkisins. Ég tel því ráðlegt að minnsta kosti verði hér stofnuð sérstök stofnun, sem við getum kallað ,,Öryggisrannsóknastofnun“ og sæi um rannsóknir og greiningar á sviði hernaðar- og hryðjuverkamála. Öll ríki stunda slíkar rannsóknir nema fáein örríki. Hlutverk þess væri að nokkru leyti ólíku því Björn Bjarnason sagði um leyniþjónustu hans ætti að gegna, enda viðfangsefnið að sumu leyti ólíkt. Hér væri lagt mat á hernaðarlegri ógn sem og hryðjuverkaógn, enda hafa mörkin hér að miklu leyti óskýrst. Ekki yrði rannsakað ógn af hendi glæpasamtaka eða önnur borgaraleg mál sem ætti að vera í höndum lögreglunnar. Ekki dugar að vera með hættumatsnefnd sem starfar aðeins í stuttan tíma eins og nú tíðkast.

Að lokum, svo allri sanngirni sé gætt má geta þess að Íslendingar hafa verið duglegir að munda penna og skrifa samninga og hafa þrátt fyrir allt tryggt að bandamenn komi til hjálpar ef út af bregður í öryggismálum.

Hérna má sjá varnar- og öryggissamninga Íslands við nágrannaríki síðan 2006:

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband