Fox News að segja skilið við Donald Trump og hægri hreyfinguna?

Það er grein á Foxnews sem fjallar um samskipti Donald Trump í einkaþotu sinni við blaðamann.  Eitthvað sinnaði Trump við blaðamanninn og vildi hann út úr flugvélinni. Þetta er í sjálfu sér engin frétt en gæti verið vísbending um að viðskilnað Foxnews við íhaldsmenn og stefnu þeirra í Bandaríkjunum. 

Einhver hreinsun á sér stað þarna, ekki bara Tucker Carlson sem var rekinn, heldur annar þáttastjórnandi, Dan Bongino, sem er líka vinsæll hægri þáttastjórandi sem fékk ekki endurnýjaðan samning.  

Foxnews virðist vera í sjálfsmorðs leiðangur en þetta er eina kapalsjónvarpstöðin sem hægri menn geta leitað til í Bandaríkjunum til að fá nokkuð hlutlausar upplýsingar. Newsmax er á bullandi siglingu eftir brottrekstur Carlson en áhorf Foxnews á hraðri niðurleið.

Það þýðir ekkert fyrir Foxnews að leita á sömu mið og aðrir vinstri fjölmiðlar í Bandaríkjunum, samkeppnin eru hörð þar, fólk bregðst við með að  slökkva bara á stöðunni og fara annað og á Newsmax.  Og kapalsjónvarpið er hvort sem er dautt. Carlson og fleiri hægðu bara á þróunni. Netið og Podcast og aðrir miðlar eru teknir við.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Hér New York Times, með stuðningi Vísis, alræmdur vinstri miðill að reyna að koma höggi á Tucker Carlson. En hann er öflugri en það að svona smáatriði fari með hann. En taka á hann niður með "þúsund rýtingsstungum" líkt reynt hefur verið með Donald Trump (með misjöfnum árangri). 

„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ - Vísir (visir.is)

Birgir Loftsson, 3.5.2023 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband