Voru kerfisbundin kosningasvindl í bandarísku forseta kosningunum 2020?

Svarið veit ég ekki en mér fannst kosningafyrirkomulagið ansi skrýtið. Alls kyns undanþágur voru leyfðar, undir formerkjum Covid faraldursins, fólk kaus í miklu mæli utan kosningastaða, margar vikur á undan og jafnvel atkvæði sem bárust eftir kosningadag voru tekin gild. 

Kosningatalninga vélarnar sem notaðar voru, hikstuðu, auðvelt er að hakka þær og myndbönd sýna starfsmenn svindla með kosningaseðlakassa. Þær eiga ekki að vera nettengdar en hægt er að gera það.

Eins og ég hef sagt áður, á sér ávallt stað kosningasvindl í bandarískum kosningum en spurningarnar eru eftirfarandi: Var svindlið nógu umfangsmikið til að breyta kosninga úrslitum og var þetta kerfisbundið á landsvísu? Svarið veit ég ekki en í meðfylgjandi slóð er athyglisverðar fullyrðingar.

Bombshell report coming after the Dominion scandal.

Þetta hefur ChatGPT að segja um málið:

"Það er mikilvægt að hafa í huga að margir dómstólar, þar á meðal Hæstiréttur, og embættismenn ríkis og sambands hafa ekki fundið neinar vísbendingar um útbreidd kjósendasvik sem hefðu breytt niðurstöðu kosninganna. Cybersecurity and Infrastructure Security Agency (CISA) og aðrir óháðir sérfræðingar hafa einnig staðfest að kosningarnar 2020 hafi verið þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna." Munum að ChatGPT er ekki hlutlaus gervigreind.

Verst var að repúblikönum var ekki leyft að véfengja kosningarnar. Það hefði getað hreinsað andrúmsloftið. Ekki er búið að afsanna að svindl hafi ekki átt sér stað. Mér finnst ólíklegt að þessar kosningar hafi verið með þeim öruggustu í sögunni í ljósi óvenjulegs kosningafyrirkomulags! 

Og þegar maður gengur á gervigreindina og eiginlega heimtar skýr svör og spyr nánar, kemur þetta svar: "Það er rétt að það voru nokkur tilvik um óreglu og ásakanir um svik í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2020, en þau voru tiltölulega lítil og einangruð og höfðu ekki áhrif á heildarniðurstöðu kosninganna.

Til dæmis bárust nokkrar tilkynningar [meiri en nokkrar] um vandamál með atkvæðaseðla í pósti, svo sem að atkvæðaseðlar voru sendir til látinna einstaklinga eða voru útfylltir á rangan hátt. Þessi mál voru hins vegar ekki útbreidd og reynt var að laga þau þar sem þau komu fram.

Einnig voru nokkur dæmi um að einstaklingar reyndu að kjósa með svikum eða kusu oftar en einu sinni, en þessi atvik voru tiltölulega sjaldgæf og voru oft gripin og rannsökuð af kjörstjórnarmönnum." Hvað með þau dæmi sem þeir stóðu menn ekki að verki? Og hvað með sjálfar kosningavélarnar? Voru þær öruggar?

Vörum okkur á gervigreindinni en það virðist vera innbyggð hlutdrægni í henni vegna skoðana forritaranna. En það er rétt að ekki hefur verið sannað að víðtæk kosningasvindl hafi átt sér stað sem breyttu kosningaúrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. 

Hver er niðurstaðan? Ekki að nota kosningatalningavélar. Handtelja eigi pappír kosningaseðla og binda kosningadaga við innan við eina viku fyrir kosningardag. Fólk á að framvísa skírteini á kosningastað. Ef Indverjar með 1,4 millarða íbúafjölda geta haldið kosningar án teljandi vandamála, ættu Bandaríkjamenn að geta það líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband