Ég fjallaði í síðstu grein um þann vanda sem elliglöp eða önnur andleg veikindi getur haft mikil áhrif á pólitík. Joe Biden er ekki sá eini í Bandaríkjunum sem ætti ekki að vera við stjórnvölinn vegna andlegra vangetu. Hér koma önnur dæmi.
Öldungardeildarþingmaðurinn Dianne Feinstein er gott dæmi. Hún er brautryðjandi sem hefur sett óafmáanlegt mark í opinbera þjónustu. En það hefur verið augljóst í nokkuð langan tíma að hún er í verulega andlegri og líkamlegri hnignun. Hún hefur misst af atkvæðagreiðslum í marga mánuði og getur greinilega ekki lengur sinnt starfi sínu. Hún er 89 ára og er gott dæmi um hvers vegna það gæti verið góð hugmynd að leggja andlega hæfnispróf fyrir stjórnmálamenn þegar þeir eru komnir að ákveðnum aldursmörkum.
Hér er ekki um að ræða mismunun, heldur líkt og aldraðir ökumenn er látnir þreyta stöðpróf til að að athuga hvort þeir séu hættulegir í umferðinni. Menn geta eftir sem áður ekið fram yfir 100 ára aldurinn eða verið í pólitík.
Í fyrri grein minni talaði ég sérstaklega um Joe Biden. Ef hann vinnur í nóvember næstkomandi ár verður hann 82 ára þegar hann sver embættiseiðinn og 86 ára að loknu öðru kjörtímabili. Það myndi fara fram úr elsta forseta í sögu Bandaríkjanna um níu ár.
Það er ekki vandamál í sjálfu sér, en milljónir Bandaríkjamanna horfa á Biden forseta og telja að hann sýni vitsmunalega hnignun. Hann tekur sjaldan fjölmiðlaspurningum og svörin eru ruglingsleg ef hann svarar með fleiri en einni setningu. Hann eyðir flestum helgum í sumarbústað sínum í Delaware (40% af tíma hans er hann þar). Því miður virðist hann oft ráðvilltur og ruglaður. Samt getur almenningur ekki vitað það með vissu án vitsmunalegrar prófs, sem Biden hefur annað hvort ekki tekið eða neitar að birta sem hluta af sjúkraskrám sínum.
Þessi óvissa um andlega hæfni Biden þýðir að Bandaríkjamenn verða að íhuga raunverulega hæfni varaforsetans. Kamala Harris er einn vanhæfasti kjörni embættismaður landsins. Mistök hennar í utanríkisstefnu og stjórnun landamæranna eru of mörg til að nefna - svo ekki sé minnst á orðið orðasalat sem skilgreinir óskrifuð ummæli hennar. Ekki er hún gömul.
Ef Biden verður endurkjörinn, myndi Harris hafa mestar líkur á að verða forseti á miðju kjörtímabili nokkurs varaforseta. Spurningin fyrir kjósendur árið 2024 er, í áður óþekktum mæli, hvort þeir vilji að Kamala Harris verði forseti, ekki varaforseti?
En svo eru það hinir sem eru auðljóslega ekki færir um að sinna starfinu vegna andlegra erfiðleika eða veikinda.
John Fetterman, 53 ára gamall demókrati, risi að vöxt, húðflúraður og með geithafaskegg, demókrati frá Pennsylvaníu, sem fékk næstum banvænt heilablóðfall í maí síðastliðnum og vann eitt af samkeppnishæfustu sætunum í miðkjörfundarkosningunum fyrir Öldungadeildina.
Maðurinn hefur varla getað sinn starfinu síðan, en hann var lagður í kjölfar kosningaútslitanna inn á geðdeild með krónískst þunglyndi. Hann getur ekki skilið mælt mál né tjáð sig (í bókstaflegri merkingu) og þarf aðstoð við að skila hvað eigi sér stað í Öldungadeildinni. En þetta er ekki honum að kenna, kjósendurnir kusu hann eftir sem áður, þótt öllum ætti að vera ljóst að hann er ekki starfhæfur né verður það í náinni framtíð. Af hverju kjósendurnir eru svo óskynsamir, er erfitt að segja. Kannski fylgdust þeir ekki með réttum fjölmiðlum en flestir fjölmiðlar ytra eru á bandi demókrata. Þeir hafa því ef til vill ekki vitað hversu slæmt ástandið er á honum. Og svo eru það þessu frægu 30% sem kjósa hvað sem er, bara ef viðkomandi kemur frá réttum flokki.
Montreal Cognitive Assessment Test er mikið notað tæki til að greina vitræna hnignun. Það felur í sér frekar einfalda hluti eins og að nefna dýr, leggja á minnið og rifja upp nokkur orð og skrá orð sem byrja á sama staf.
Prófið er 30 spurninga próf sem segir til um hvort einstaklingur sýnir merki um heilabilun. Það er ekki ætlað að gera greiningu, en rannsóknir hafa sýnt að það er mjög áreiðanlegt til að spá fyrir um hvort einhver muni greinast með Alzheimerssjúkdóm eða aðra heilabilun.
Það var frægt um árið þegar Donald Trump tók þetta próf. Hann skoraði full hús stiga.
Stjórnmálamenn, líka á Íslandi, ásamt hverjum öðrum stjórnmálamanni eldri en 75 ára sama hvaða flokki viðkomandi er í, karl eða kona ættu að taka prófið og birta niðurstöðurnar. En það virðist vera regla að flestir íslenskir stjórnmálamenn hætta þegar þeir koma á eftirlaunaaldur. Það var viðtal við Jón Balvin Hannibalsson á Útvarpi sögu um daginn. Hann sagðist vera 82 ára gamall en engin eftirspurn sé eftir slíkum öldungi í stjórnmálin segir hann. Það var ekki betur en að heyra að hann er enn bráðskarpur og viðtalið fjörugt og skemmtilegt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 1.5.2023 | 11:26 (breytt kl. 11:39) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.