Gleymda landnámið í Vesturheimi

Í Grænlendinga sögu er sagt frá því að Íslendingurinn Bjarni Herjólfsson hafi fundið land sem síðar var kallað Vínland. Hann sá landið reyndar aðeins tilsýndar. Leifur Eiríksson, sonur Eiríks rauða og Þjóðhildar, er sagður hafa keypt skip Bjarna Herjólfssonar.

Leifur Eiríkisson, sonur "þjóðhöfðingja Grænlendinga", Eiríks rauða, sigldi á nýja skipinu til Noregs á konungsfund. Rétt eins og þjóðhöfðingjar fara í opinberar heimsóknir í dag til annarra landa. Eftir velheppnaða opinbera heimsókn, með þau skilaboð að kristna lýðinn á Grænlandi, lagði hann í haf heim á leið. En það var ekki búið að finna upp áttavitann og menn miðuðu gróflega út áfangastaðinn ef þeir ætluðu að sigla í vesturátt. Það var auðveltara að sigla í austur, þar sem Noregur er langt land og það nægði að finna landið einhvers staðar og svo sigla meðfram ströndu.

Nú, Leifur var ekki svo heppinn að finna Grænland, heldur virðist hann hafa fundið Vínland, meginland Norður-Ameríku eftir margra vikna hafvillu.

Hann steig á land, ólíkt Bjarna og fann vínvið. Þá þurfti hann aðeins að sigla í norður til að komast til Grænland sem og hann gerði.  Hann virðist vera yfir sig hrifinn, því að landnám var þegar skipulagt.

Þorsteinn, bróðir Leifs heppna, vildi nú forvitnast nánar um þetta nýja land. Hann sigldi til hafs en fann ekki neitt. Vonsvikinn kom hann til baka og dó stuttu síðar.

Þá kemur að þætti Þorfinns karlsefni Þórðarsonar, fæddur 975 e.Kr. Sá var úr Skagafirði og hafði verið í kaupferðum. Þorfinnur ákvað að freista þess að komast til hins nýja lands. Árið 1003 hélt hann með áhöfn sinni í vesturátt á fjórum skipum með um hundrað og sextíu manns, karla og konur. Hlutirnir hafa gerst hratt, því að Leifur snéri frá Noregi um árið 1000 e.Kr. og þremur árum síðar, eftir misheppnaðan leiðangur Þorsteins, tókst Þorfinni að finna Vínland.

Atburðarrásin var í raun mjög hröð þegar könnun vesturheims er skoðuð. Grænland náttúrulega tilheyrir Ameríku en landnám landsins hófst 982 e.Kr. þegar Eiríkur rauði fór í útlegð til Grænlands og valdi að setjast að í Brattahlíð og nefndi hann landið Grænland. Árið 985 eða 986 sigldu 25 skip frá Íslandi með 500 - 700 manns um borð, en einungis 14 af þeim náðu landi í Eystribyggð. Ef við deilum 700 manns á 25 skip, hafa að meðaltalið verið 28 manns um borð.  11 skip fórust í hafi og því líklega 308 manns látist.

Landnámshópur Grænlands hefur því líklega verið um 400 manns. Auðvitað hafa fleiri komið síðar og aðrir yfirgefið landið. En þetta var ekki stór hópur. Menn segja að Grænlendingar hafi aldrei farið yfir 3000 manns í mannfjölda í 400 ára sögu norræna manna á Grænlandi.

Það að 160 manna hópur hafi farið úr svona lítilli landnámsbyggð er stóratburður og sýnir að menn hafi trú á nýja landinu.

En því miður stóð landnámið stutt yfir, líklega aðeins þrjú ár, frá 1003 til 1006 e.Kr. Margvíslegir erfiðleikar biðu landnámsmennina, þar hefur líklega spilað stærstan þátt í falli byggðarinnar fjandskapur innbyggjara, líklega inúíta frekar en indíána.

Atburðarrásin var svipuð og hjá Englendingum í upphafi 1600, í hraðri atburðarrás, hófu þeir nýlendu uppbyggingu (Jamestown) í Chesapeake Bay árið 1607, Frakkar byggðu Quebec árið 1608 og Hollendingar hófu áhuga sinn á svæðinu sem varð núverandi New York. Fyrst voru samskiptin við innfædda friðsamleg en fljótleg sauð upp úr, líkt og hjá norræna fólkinu og til átaka kom. Hungur hefur spilað einnig sinn þátt í báðum landnámunum.

En Englendingar höfðu eitt fram yfir víkinganna, þeir höfðu sterkt bakland og nóg af fólki til að taka við af þeim sem létust (sem var meirihlutinn). Tíðari siglingar (og betri skip) tryggði landnám Englendinga.

Fyrstu hvítu landnemarnir snéru til Íslands (sumir þeirra) og fyrsta hvíta barnið fætt í Vesturheimi, Snorri Þorfinnsson.

Þorfinnur karlsefni hefur siglt strax eftir Vínlandsferðina eða ári síðar til Íslands og settist þar að. Hann og kona hans Guðríður bjuggu fyrst á Reynistað í Skagafirði en settust síðar að í Glaumbæ. Af þeim er kominn mikill ættarbogi.

En það sem kemur ekki fram í almennum sögubókum er að Vínland þurrkaðist ekki úr minni Grænlendinga eða Íslendinga, heldur hélst þekking og jafnvel samgöngur við landið allar miðaldir eða a.m.k. fram til loka byggðar Grænlands (eftir 1412). Grænlendingar sóttu þangað við (kannski líka villt korn) og aðrar nauðsynjar. Fornleifarannsóknir styðja það. En þeir höfðu engan kraft né mannskap til að fást við herská hópa innfæddra og hefja landnám á ný. Þeir áttu sjálfir fullt í fangi við að halda Grænland í byggð vegna erfiðra siglinga og fátíðra.

Börn Snorra Þorfinnssonar: Þorgeir Snorrason, ca. 1050 og Hallfríður Snorradóttir ca 1050. Ég er kominn af ætt Snorra í 25. og fyrsta lið í gegnum móðurætt mína, það er að segja Þorbjörn Þorfinnsson, bróðir hans (fæddur 1025). Ég er þá a.m.k. kominn beint af Þorfinni karlsefni Þórðarsyni!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband