Reykvíkingar hljóta að vera sér þjóðflokkur. Þeir búa í borg sem er svo illa rekin, að leitun er að öðru eins en samt kjósa þeir stjórnmálamenn til valda sem sannarlega hafa sýnt að þeir geta ekki rekið kaffihús (sbr. braggann sem kostaði hálfan milljarð).
Heildarskuldir Reykjavíkurborgar eru komnar yfir vel yfir 400 milljarða og hún er með yfirdráttarreikning hjá banka. Búið er að taka út 9 milljarðar af þessu reikningi og það er ekki ódýrt að vera með svona yfirdráttarheimild. Yfir 15% vextir.
Búið er að hækka skuldaþak sveitarfélaga úr 150% í 200% (var það til að bjarga Reykjavíkurborg?). Það sem gerist ef sveitarfélag fer yfir viðmiðunarmörk er að eftirlitsnefnd fjármálum sveitarfélaga tekur yfir reksturinn. Hún getur hækkað útsvar (held 25%) og fasteignaskatt (held 25%) einhliða til að bjarga rekstrinum. Yfirtakan er algjör, allir reikingar verða að fara í gegnum þessa nefnd.
Mér er sagt að Reykjavíkurborg lafi rétt undir 200% mörkin.
Berum saman rekstur Hafnarfjarðar (Sjálfstæðisflokkurinn er þar við stjórn) við Reykjavík.
Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir:
"Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðar er góð og er áætlað að skuldaviðmið sveitarfélagsins verði komið niður í um 93% í árslok 2023. Þrátt fyrir neikvæð áhrif heimsfaraldurs í tvö ár tókst að verja hagsmuni íbúa og sækja fram án þess að skuldsetja bæjarfélagið....
Lögð er áhersla á að halda álögum á íbúa áfram hóflegum. Útsvarsprósenta verður óbreytt og dregið verður úr heildarálagningu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði með lækkun á vatns- og fráveitugjöldum. Skattprósenta á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði er sem fyrr ein sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur óvissa er við áætlunargerð næsta árs vegna væntanlegra kjarasamninga, verðbólgu og áhrifa alþjóðlegrar efnahagsþróunar. Á árinu 2023 er stefnt að því að fjárfesta fyrir rúmlega sjö milljarða króna. Forgangsröðun er í þágu grunnþjónustu, svo sem umhverfismála, samgangna, íþróttaaðstöðu og húsnæðis- og fráveitumála."
Kannski eru Reykvíkingar ekki svo vitlausir eins og ætla mætti og þeir reyndu að breyta til og losna við vinstri flokkanna úr stjórn Reykjavíkurborgar með því að kjósa Framsóknarflokkinn í meira mæli en áður voru þeir örflokkur. En þeir sáu ekki fyrir að Einar Þorsteinsson myndi hengja sig við fyrrum meirihlutann í Reykjavík og því urðu engar breytingar. Framsóknarflokkurinn mun þurrkast út í næstu kosningum vegna kosningaloforða svik sín.
Lítið er reynt að draga úr skuldasöfnunni. Það eru 11,700 starfsmenn Reykjavíkurborgar en íbúafjöldi er rétt um 140 þúsund. Eru allir þessir starfsmenn nauðsynlegir? Ef við berum saman Árborg, þá er skuldastaða hennar vond, eins og í Reykjavík, en hún er fyrst og fremst vegna vaxtaverkja, vegna ofurfjölgun íbúa. Í Reykjavík er þetta dæmigerð fjármálasukk vinstri meirihlutans. Á meðan er gatnakerfi borgarinnar í molum, engin meiriháttar framkvæmdir, svo sem mislæg gatnamót, bara þrengt að góðum akvegum. Svo ætla Dagur B. og co. að starta Borgarlínu og taka á móti 1500 flóttamönnum í yfirfullri borg. Vonandi smíðar hún ekki bragga fyrir flóttamennina, hver braggi færi þá í hálfan milljarð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar | 25.4.2023 | 10:11 (breytt kl. 12:42) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Það þarf að reisa múr þvert yfir Reykjanesið, frá Hvalfjarðargöngum til Þorlákshafnar, og leyfa Transdýrum að búa á Höfuðborgar svæðinu til Reykjanesvita og Manndýrum að búa á landinu.
Einfalt.
Guðjón E. Hreinberg, 25.4.2023 kl. 12:59
Guðjón, það þyrfti að búa til borg úr sveitarfélögum á höfuðborgarsvæði til höfuðs Reykjavíkurborg. Þeir vilja lifa í vinstri paradís Reykjavíkur gera það en við hin búum í vel rekinni borg.
Birgir Loftsson, 25.4.2023 kl. 15:02
Bill O´Reilly segir að 30% kjósenda séu svo miklir bjánar að þeir kjósi hvað sem er, af gömlum vana, þ.e. hugsunarlaust. Ekki kosið eftir frammistöðu flokka og stjórnmálamanna
Birgir Loftsson, 26.4.2023 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.