Aðför að stjórnskipan Íslands með bókunnar 35

Ríkisstjórn Íslands er ekki að standa í fæturnar með bókun 35 Evrópusambandsins. Þar með er þau ekki að virða íslensku stjórnarskránna. Evrópusambandaslög njóti forgangs yfir íslensk lög er fjarstæða. Hér er lögleysan: 

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).

 4. gr. laganna orðast svo:
    Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.

Sem þýðir að skuldbindar EES- samningsins ganga sjálfkrafa fram yfir íslensk lög og Alþingi verður að hafa sérstaklega fyrir því að sjá til þess að íslensku lögin njóti forgangs! Við vitum að Alþingi er stimpilstofnun ESB en nú þurfa Alþingismennirnir ekki einu sinni að munda stimplanna!

----

EES - samninginn eigum við að segja okkur frá en vera áfram í EFTA sem eru meinlaus samtök þjóða.Schengen samningurinn er ávísun á opin landamæri. Við þurfum hvort sem er að nota vegabréf við komuna til næsta Schengen land. Við getum fengið upplýsingar um erlenda glæpamenn í gegnum Europol.

Íslendingar eru löglaus þjóð hvað varðar grunnlög sem eru stjórnarskrálögin. Íslensk stjórnvöld hafa margbrotið stjórnarskránna í gegnum tíðina án afleiðinga (ég get alveg rökstutt það ef einhver vill). Hér á að gera það á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband