Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með fréttum frá Bandaríkjunum, að einhver lak upplýsingum um njósnastarfsemi BNA erlendis og ýmis trúnaðarskjöl birt. Þetta hefur valdið titringi innan stjórnkerfis Bandaríkjanna enda mega Bandaríkjamenn ekki við að styggja vinaþjóðir.
Meðal annars það sem kom fram er að Bandaríkin njósna um jafn vinaþjóðir sem óvina. Það er ekkert ótrúlegt við það, njósnastofnanir vilja vita hvað er að gerast í heiminum. En hversu umfangsmikil er starfsemin og sjá Bandaríkjamenn ástæðu til að njósna (safna upplýsingum) um örríkið Ísland?
Ég rakst á grein í Iceland Review, sem heitir NSA Permitted to Spy in Iceland . Þar segir: "Ísland er meðal þeirra þjóða sem bandaríska leyniþjónustan, Þjóðaröryggisstofnunin (NSA) hefur fengið heimild til að hlera í gegnum bandarísk fyrirtæki samskipti [Íslands] erlendis ... að sögn Washington Post.
Trúnaðarleg löggilding frá 2010 og önnur skjöl sem Edward Snowden, fyrrverandi NSA verktakafyrirtækið, lekið, benda til þess að NSA hafi verið veitt meira vald en áður var vitað. Samþykkt af Foreign Intelligence Surveillance Court hefur vottað lista yfir 193 lönd sem væri gild ástæða fyrir bandarískar leyniþjónustur að skoða betur og gerði stofnuninni kleift að afla upplýsinga um aðila þar á meðal Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið og Alþjóðakjarnorkumálastofnunina."
Þannig ef heimild er fyrir hendi, þá er ekki ólíklegt að hún sé nýtt. En þetta þarf ekki að vera annað en að skrifstofublækur hjá bandaríska sendiráðinu séu að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum daglega. Eflaust gera aðrar þjóðir þetta einnig í gegnum sendiráð sín á Íslandi.
Ef menn muna eftir njósnaskandalinum í Danmörku, þegar danska leyniþjónustan veitti CIA aðgang að ljósleiðarakerfi landins, að menn spurðu sig hér á Íslandi, hvort CIA væri með svipaða starfsemi á Íslandi.
Kíkjum á Reykjavik Grapevine - MP Raises Questions About CIA Activity , þar segir í lauslegri þýðingu: "Þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson hefur lagt fram fyrirspurnir til forsætisráðherra, utanríkisráðherra og samgönguráðherra um viðbrögð þeirra eftir að upp komst að Bandaríkin notuðu þennan aðgang til að njósna um Danmörku, Svíþjóð, Frakklandi og Hollandi. Andrés telur miklar líkur á því að Ísland verði með þar sem netumferð landsins fer um danskt yfirráðasvæði.
Gáleysi, ekki slæmur ásetningur
Ísland hefur aldrei verið undanskilið frá njósnum og þessar stóru leyniþjónustur njósna um alla, segir Andrés. Áhugi Bandaríkjamanna á Íslandi hefur einnig aukist að undanförnu, vegna umsvifa Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Hann bætir við að ríkisleyndarmál, viðskiptaupplýsingar og persónulegar upplýsingar um almenning gætu séð CIA fyrir upplýsingum með því að nota ljósleiðarann."
Er þetta ekki bara veruleikinn sem við búum við? Ekkert óeðlilegt við þetta í raun en samt gott að hafa þessa staðreynd bakvið eyrað þegar menn pæla í utanríkispólitíkinni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.4.2023 | 12:31 (breytt kl. 12:33) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Það var nú staðfest á sínum tíma að Obama hefði verið að njósna um Merkel
Grímur Kjartansson, 11.4.2023 kl. 19:41
Við ættum ekki að láta koma okkur á óvart heldur beinlínis gera ráð fyrir því að leyniþjónustur BNA njósni um Ísland og viti allt sem það vilja um það sem gerist hér og skiptir máli.
Þau reyna ekki einu sinni að dylja þetta. Ég hef verið á mótmælum þar sem bíll merktur bandaríska sendiráðinu með grænu bílnumeri hringsólaði um svæðið og tók myndir af mótmælendum. Þegar hann sneri myndavélinni að mér veifaði ég bara á móti því ég var ekki að gera neitt til að skammast mín fyrir.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2023 kl. 21:33
Hahaha Grímur, kemur ekki á óvart að Obama hafi kíkt á Merkel, skemmtileg mynd.
Guðmundur, já, og hún í samstarfi við íslensku leyniþjónustuna sem komið var á í kringum stríðið. Nú hefur greiningardeild lögreglunnar tekið við.
Birgir Loftsson, 13.4.2023 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.