Fyrsta skrefið til að hamla sjávarútveg og verslun sem stigið var, var vistarbandið sjálft. Að tryggja aðgang að nánast ókeypis vinnuafl eftir að þrælahald af lagðist var forgangs verkefni íslenskra bænda höfðingja.
Vistarband má skilgreina á þessa leið skv. Gísla Gunnarssyni sagnfræðiprófessor (sjá Vísindavefinn og grein Gísla Gunnarssonar slóð https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2377 ):
Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).
Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans eða utan þess. Ef vinnumaður fór til dæmis í verið langt burt frá bæ þeim sem hann var ráðinn til, fékk bóndi allan afla sem vinnumaðurinn dró úr sjó. Á móti bar bóndi ábyrgð á því að hjú hans fengju fæði, klæði og húsaskjól á ráðningartíma þeirra.
Hraustir karlmenn fengu að auki ákveðin árslaun, hálft til heilt kúgildi á ári, en konur fengu yfirleitt ekkert umfram nauðþurftir. Kaup vinnuhjúa var samt það lágt að þau gátu engan veginn séð afkomendum sínum farborða. Á 19. öld var til dæmis algengt að sveitin gæfi eitt kúgildi ár hvert með hverju barni sem var á framfæri hennar, sem var meira en duglegir vinnumenn fengu í árslaun. Því var það fátítt mjög að vinnuhjú væru í hjónabandi; slíkt tíðkaðist raunar varla fyrr en fór að losna um vistarbandið á sinni hluta 19. aldar. Vinnuhjú lifðu að jafnaði við aðstæður sem Magnús Stephensen lýsti sem erfiðu.
Öll lausamennska bönnuð 1783-1863 og var lauasamönnum gert að stofna annaðhvort eigið bú eða ráða sig í vist, það er fara undir vistaband. Lausamennska var aftur leyfð 1863 en einnig nú með ströngum skilyrðum og það var fyrst með nýjum lögum 1894 í kjölfar vaxandi sjósóknar í landinu að lausamennska fór að verða flestu búlausu fólki aðgengileg.
Gunnar Karlsson ræddi um þéttbýlismynd á Íslandi og baráttuna gegn henni á Vísindavefnum:
Á Íslandi kemur andúð á verslun fram strax í Íslendingasögum, einkum verslun sem er stunduð í ábataskyni. Á sama tíma er líka tekið að takmarka leyfi fólks til að stofna heimili án þess að hafa jarðnæði og búfé til að lifa á, og hefur því banni einkum verið stefnt gegn því að hafa fiskveiðar að aðalatvinnu. Í lögbókinni Grágás, sem er safn íslenskra laga, skráð á 13. öld, er þetta ákvæði:
Búðsetumenn skulu engir vera, þeir er búfjárlaust búi, nema hreppsmenn lofi. En ef hreppsmenn lofa búðsetuna, þá eru þeir skyldir að annast hann eða færa til framfærslu ef hann má eigi sjálfur bjargast.
Slíkar takmarkanir á öðrum búskap en sveitabúskap ganga í gegnum Íslandssöguna í dálítið ólíkum og misströngum myndum. Svo seint sem árið 1887 samþykkti Alþingi lög, sem gengu í gildi árið eftir, þar sem mönnum var bannað að setjast að í þurrabúð nema með skriflegu leyfi hreppsnefndar, eftir að hafa sannað með vottorðum tveggja skilríkra manna að þeir væru reglumenn og ráðdeildarsamir..... Tvennt gat einkum vakað fyrir þeim sem vildu takmarka þéttbýlismyndun. Annars vegar var því trúað, með réttu eða röngu, að fiskveiðar væru stopulli atvinnuvegur en landbúnaður. Því væri meiri hætta á að fólk sem lifði á fiskveiðum yrði bjargþrota og lenti á ómagaframfæri hjá bændum. Þessi ótti endurspeglast í lagaákvæðum um að búðseta sé háð leyfi hreppsbúa eða fyrirliða þeirra og hreppsbændur ábyrgir ef búðsetumenn gætu ekki bjargað sér sjálfir.
Svo heldur Gunnar áfram: Hins vegar gera sagnfræðingar nú jafnan ráð fyrir að það hafi ráðið miklu um afstöðu efnaðra bænda, þeirra á meðal flestra embættismanna landsins, að þeir hafi óttast að missa vinnuafl til sjávarsíðunnar og að þurfa að keppa við sjávarútveg um vinnufólk. Bak við umhyggju löggjafans fyrir óforsjálu fólki sem elti svipulan sjávarafla út úr öryggi sveitanna þykjast fræðimenn greina ágjarna tilhneigingu til að einoka vinnuafl landsmanna í þágu landbúnaðar.
Að vísu gerðu margir auðugir bændur og embættismenn út fiskibáta á vertíðum, en þá gátu þeir notað vistarbandið til að láta vinnumenn sína róa á sjó, draga húsbændum sínum afla og fá aðeins brot af verðmæti hans greitt í laun. Aldrei verður skorið úr því með vissu hvort þessara tveggja sjónarmiða réði meiru um andúð ráðandi afla í samfélaginu á þéttbýlismyndun í sjávarþorpum.
þetta er Sólómon dómur sem Gunnar kveður hér upp og reynir að koma með skýringu á óréttlátri samfélagsgerð fyrri tíðar. En vistarbandið stóð í margar aldir og oft var sjávarútvegurinn gjöfull (erlend eftirspurn var ótvíræð). Það var ljóst frá og með 14. öld þegar fiskútflutningur varð mikilvægur. Þannig að það gáfust mörg tækifæri í Íslands sögunni að fara í sjávarþorpsmyndanir. En það var aldrei gert vegna innlendrar andstöðu. Keppt var um fámennt vinnuafl. Erlendir menn borguðu betur en íslenskir höfðingjar. En íslenskir bændahöfðingjar réðu ekki við Danakonung og hann sá til þess að fiskur yrði fluttur út frá Íslandi. En þeir komu í veg fyrir að danskir kaupmenn hefðu hér vetursetur lengi vel og þar með varanlega búsetu í þéttbýli.
Sjá slóð: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1754
Svo má bæta við að hnykkt var á vistarbandið 1404 rétt eftir svarti dauði reið yfir landið og skapaði vinnuaflsskort. Rétt er það að ekki má heimfæra útfærslu vistarbandið óbreytt yfir margar aldir en í hnotskurn var Ísland staðnað land og það vistar bandið haf lifað af til loka 19. aldar ber vitni um afturhaldssemi af verstu gerð.
Frægt er þegar Baldur Hermannsson, undir handajaðri Gísla Gunnarssonar sagnfræðiprófessorar, skrifaði og gerði þáttaröðina Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Þar var dregin myrk mynd af hugarfari Íslendinga fyrr á öldum. Margir urðu sárir, ef ekki sármóðgaðir. En hvernig er hægt að skýra öðruvísi 1000 ára stöðnun þjóðar? Þjóðfélagsgerð sem bauð og vildi bara stöðnun. Ég sjálfur var í sveit sem unglingur og fólk á bænum var nýflutt úr torfbænum, árið áður, kunni ekki að búa í steinsteyptu húsi. Mest allur torfbærinn var þá enn í notkun, fjósið, hlaðan, skemman, nema hvað fólkið var nýflutt úr baðstofunni.
Mér fannst eins og ég væri að tala við 19. aldar fólk (sem það var næstum) þegar ég talaði við það.
Torfbærinn sem fyrirbrigði sem fékk andlitslyftingu á 19. öld en hafði að mestu staðið óbreyttur í 1000 ár.
En við erum að tala um hugarfar. Já, mikil var andúðin gagnvart verslun og fiskveiðar á Íslandi í gegnum aldir og snérist allt hagkerfi Íslands um hag konungs, embættismanna hans og bændahöfðingja. Sagt er að best er að venja hvolpa af að skíta inni í húsi með því að dýfa trýni þeirra í eigin skít og þá snarhætta þeir slíkri iðju.
En þótt tækifærin blöstu við trýni íslensku bændahöfðingjanna í fjörunni, þegar gaf á að líta hundruði erlendra duggna við veiðar rétt við landsteinanna, að aldrei datt þeim í hug að fara sjálfir út í slíka útgerð, ekki fyrr en á síðari hluta 18. aldar. Sjá má forheimskuna í lagasetningu Íslendinga og baráttuna gegn þéttbýlismyndun og sjávarútvegi. Kíkjum á alræmdan dóm, Píningsdóm (texti tekin af Wikipedia).
Píningsdómur var ígildi laga og var samþykktur á Alþingi árið 1490. Píningsdómur ítrekaði bann sem verið hafði í gildi árin á undan og bannaði útlendingum að hafa hér vetursetu á Íslandi, nema í neyð og þeir mættu ekki taka Íslendinga í sína þjónustu. Auk þess hvorki gera héðan út skip né menn til sjós. Í þeim dómi var einnig tekið fram að engir búðsetumenn skulu vera á Íslandi sem ekki hafa búfé að fæða sig við sem þó sé ekki minna en 300. Var það gert til að skylda almenning til að vera í vist hjá bændum. Píningsdómur er kenndur við Diðrik Píning, sem var þýskur flotaforingi og höfuðsmaður Danakonungs á Íslandi frá 1478 til 1491.
Og svo heldur sagan áfram með furðudóma yfirstéttarinnar
Duggaradómur Finnboga Jónssonar og Þorvarðar Erlingssonar á Alþingi 1. Júlí 1500 er eitt dæmið um að íslenskir bændahöfðingjar vildu sitja einir að fiskimiðum Íslands en dómurinn beintist að djúpmiðunum umhverfis Íslands og skildu Íslendingar hafa yfirráðaréttinn yfir þeim.
Sjá þetta frekar í skipadómi Óttó Stígssonar 1545 við erlenda fiskimenn þar sem erlendum duggumönnum var gert að greiða gjald fyrir fiskveiðileyfi á djúpmiðum hér við land. Þessi samningur var jafnframt staðfestur sem lög og voru þau ásamt duggudóminum í gildi alla 16. öldina. Komið var í veg fyrir útgerð útlendinga frá landi með þeim dómi og fasta búsetu. En á 15. öldinni og þeirri 16. komu sprungur í vörn bændahöfðingja gegn fiskveiðum og jafnvel búsetu útlendra manna. Réðu útlendingar um mislöng tímaskeið þéttbýlisstöðum, eins og Grindavík og Vestmannaeyjar.
Af hverju vildu íslenskir höfðingjar setja gjalda á útlendar fiskveiðar á djúpmiðum ekki sjálfir reyna fyrir sér við slíkar veiðar? Jú, afturhaldshugsunarháttur þeirra var algjör, að nota smábáta til útgerðar á sjó í stað þess að gera út þilskip, leiddi til þess að þeir gátu ekki veitt á djúpmiðum. Nú, úr því að það var ekki hægt að banna veiðar erlendra sjómanna, því ekki að setja veiðigjöld á þá?
Og hér koma dómar sem kom í veg fyrir að íslenskir alþýðumenn gætu komist til bjargálna og frelsis og halda sjávarútveginum í skefjum.
Marköngla dómur. Markönglar bannaðir 1567 á Alþingi með dómi en þeir eru önglar sem eru merktir vermenn og áttu þeir að fá þann fisk sem veiddist á markönglinn en á aðra, átti útgerðarbóndinn að fá.
Árið 1578 banna bændahöfðingjar notkun lóða, því vermenn kynnu að veiða of mikið!
Árið 1609 var bannað að nota orm til beitu, jú það kynni að leiða til ofveiði og vermaðurinn fengi of mikið af afla!
Færalengd styttist með tímanum, 1482 var færalengdin 320 metrar, 17.öld 90 metra en á 18. öld 50 metrar.
Menn notuðu ekki einu sinni net til veiða fyrr en á seinni helmingi 18. aldar. Sérstök fiskimannastétt myndaðist ekki fyrr en á 19. öld. Þá voru gerðir út tæplega 2.500 bátar. 6- og 8 æringar. Hins vegar ef það hefðu myndast bæir á Íslandi á síðmiðöldum og árnýöld, hefðu það annað hvort verið enskir eða þýskir bæir að stofni til. Með íslenskri undirstétt og kaupmenn réðu ferðinni um stjórn bæjanna. Þróun sjávarþorpa hefði byrjað á 15. aldar í stað þeirra 19. aldar. Mannfjöldi Íslendinga væri líklega kominn yfir 1 milljón talsins. Við sjáum stöðuga fólksfjölgun frá seinni helmingi 18. aldar þegar innréttingarnar, þilskipaútgerð og kaupstaðaleyfi voru gefin út. Íbúafjöldi landsins sveiflaðist hins vegar á milli um 30.000 og 80.000 við hefðbundinn efnahag í bændasamfélagi fyrri alda.
Sömu sögu má segja af hvalveiðar á Íslandi. Íslenskir menn veiddu ekki hval. Kíkjum á Wikipedia.
Hvalveiðar erlendra manna við Ísland
"Hvalir voru verðmætt veiðifang frá því að Ísland tók að byggjast. Framan af voru hvalveiðar Íslendinga tækifærisveiðar fremur en atvinnuveiðar. Íslendingar nýttu að mestu hvalreka og veiddu aðeins hvali í litlum mæli fram á 20. öld. Lengst af voru það erlendar þjóðir sem veiddu hvali í atvinnuskyni við Íslandsstrendur. Fyrst voru það Baskar og Hollendingar á 17. Öld og síðan Norðmenn 200 árum seinna. Íslendingar fóru hins vegar ekki að veiða hvali í atvinnuskyni fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina.
Hvalveiðar erlendra manna á tímabilinu 1600-1915 hafði áhrif á íslenskt samfélag. Gátu Íslendingar til að mynda stundað ólöglega verslun við erlenda hvalveiðimenn á tímum einokunarinnar og kynntu Baskar og Hollendingar Íslendingum meðal annars fyrir tóbaksreykingum. Þegar Norðmenn hófu hvalveiðar við Ísland á 19. öld kenndu þeir Íslendingum t.d. að reka stórútgerð. Þeir höfðu jafnframt menningarleg og pólitísk áhrif á líf fólks á Íslandi. Sjá slóð: https://is.wikipedia.org/wiki/Hvalvei%C3%B0ar
Sjá einnig slóð: https://www.ifaw.is/is/saga-hvalveida/
Vistarbandið, sem sumir kalla vistaránauð, lauk 1893 en samt ekki alveg, og hélt íslenska yfirstéttin að níða á verkafólki langt fram eftir 20. öld nema hvað það var gert í þéttbýlinu.
Er einhver búinn að gleyma húsagatilskipunina frá 1746?
Lokaorð
Við sem búum hér á þessu kalda skeri, jafnvel í þægindum nútímans, vitum að landið er kalt og hart. Hvað þá í köldum torf kofum, stöðuga hungursneyð yfirvofandi og náttúru sem ræðst reglulega á byggðir landsins, að ekki var á bætandi harðneskjulegt samfélag sem refsaði viðstöðulaust fyrir hinar jafnvel minnstu syndir. Með lögin sem bakhjarl gátu hrottarnir leikið lausum hala. Auðvitað var þá, eins og á öllum tímum, til gott fólk og húsbændur sem fóru vel með heimafólk. En það verður ekki mælt á móti, að samfélagið var harðneskjulegt og heimilisofbeldið lítið heft.
Er ástandið í sjávarútveginum orðið eðlilegt í dag? Kunnum við að umgangast auðlindir sjávar af viti? Er það ekki svo að í stað erlendra skeiðarfursta, eru komnir íslenskir auðmenn sem greiða ekki nema sýndargjald fyrir mestu auðlind Íslands, fiskinn? Er íslenska þjóðfélagið t.a.m. að fá arðinn af fiskeldi á Íslandi?
Stundum dettur manni í hug að íslenskir ráðamenn, frá upphafi Íslandsbyggðar, voru ekki færir um stjórna sjálfum sér, hvað þá heilu samfélagi. Eru við Íslendingar orðnir færir um að vera sjálfstæð þjóð? Það var efi um það rétt fyrir lýðveldisstofnun.
Er íslenska lýðveldið bara tilraun í langri sögu Íslendinga og við dæmdir til að mistakast? Að þetta sé bara stutt tímabil í Íslandssögunni. Er það tilviljun að erlent vald (Noregs- og Danakonungsvaldið) og erlend herseta (Bretar og Bandaríkjamenn) þurfti til að stýra þessu landi? Við vitum að einstaklingar hafa rangt fyrir sér en svo á líka við um heilu samfélögin.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.3.2023 | 18:59 (breytt 24.3.2023 kl. 21:10) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.