Uppfærsla fyrir Trump hatara

Það er mikil andúð, jafnvel hatur á Trump meðal ákveðins hóps Íslendinga. Þeir lesa og trúa bandarískum fjölmiðlum (sem CIA hefur haft fulltrúa innan síðan stofnun) um að bera fram sannleikann. Bandarískir fjölmiðlar er hins vegar bara málpípur eigenda sinna sem flestir er í eigu vinstri sinnaða auðkýfinga og fylgja Demókrataflokknum að máli. Þeir hafa vægast sagt ekki verið hliðhollir Trump.

Veruleikinn er flóknari en við sjáum með berum augum. Stjórnmála klækibrögðin í bandarískum stjórnmálum eru með ólíkindum. Pólitískt skítkast  bæði frá vinstri og hægri, er komið alla leið inn í virtar stofnanir eins og FBI og herinn og misbeiting valdsins sem því fylgir.

Mikill klofningur er innan bandarískt samfélags, sem hefur ekki verið síðan í Víetnam stríðinu. Árásir á hefðbundin gildi, komnar frá vinstri sinnuðum háskólum, hafa staðið látlaust í áratugi. Enginn tók á móti (ekki síðan Ronald Regan var og hét) þar til Donald Trump birtist á sjónarsviðið. Skoðanir hans eru ekki umdeildari en það en flestir demókrata forsetar á 20. öldin gætu tekið undir orð hans.

En það breyttist með Obama og Biden, sérstaklega þann síðarnefnda sem hefur hreinlega raðað umdeildum sósílistum inn í ríkisstjórn sína. Við sjáum svart á hvítu hvernig ástandið er í Bandaríkjunum í dag, óðaverðbólga, ríkisskuldir upp í rjáfur, bankakrísa, álitshnekkir í utanríkismálum og bandamenn þeirra snúa baki við Bandaríkin. Síðasta dæmið er Sádi Arabía.

Það er erfitt að trúa því að öflugasta lýðræðisríki heims, skuli snúa baki við kapitalisma og boða alræði ríkisvaldsins (Bandaríkin eru lausbundin ríkjasamband - alríkisstjórn kallast yfirstjórn Bandaríkjanna, þar sem hvert ríki hefur eiginn ríkisstjóra, ríkisstjórn, ríkisþing og hæstarétt).

Bandaríska stjórnarskráin er beinlínis uppbyggð þannig að hverjum valdhafa er settur skorður. Sjá má þetta á Bandaríkjaþing þar sem fulltrúadeildin og öldungadeildin hafa jafnt vægi og ofan á það kemur forsetavaldið.

Varðandi atlöguna að Donald Trump, sem ég er ekki að verja sem persónu, heldur sem fyrrum forseta Bandaríkjanna og hugsanlegan framtíðar forseta. Þá er hún með ólíkinum, og ef sagan er rakin lið fyrir lið, og allar atlögurnar að honum skoðaðar, þá hefur komið í ljós að þær hafa allar reynst byggðar á sandi og beinlínis lygi. Demókratar eru svo hræddir við hann að þeir beinlínis beita ofbeldi og þvinganir gegn stuðningsmönnum hans og hann sjálfan. Þeir hafa meira segja notað FBI til skítverkanna og fyrir vikið hefur sú stofnun beðið álitshnekki sem ekki sér fyrir endan á.

Þegar stjórnmálin eru komin á þetta stig, óttast maður um lýðræðið í Bandaríkjunum og ef það fellur, en lýðræðisríki hafa margoft fallið í mannkynssögunni, er hætt við keðjuverkun innan hins frjálsa heims.

Nýjustu fréttir af forsetaframbjóðanum Donald Trump

Menn þurfa að lesa aðeins betur bandaríska fjölmiðla, a.m.k. að leita annað en til CNN til að komast að sannleikanum.  Það kemur skýrt fram í fjölmiðlum að saksóknarinn í New York hefur haft samband við leyniþjónustuna vegna "handtöku" eða "innköllun" Trumps. Lögreglumenn geta ekki bara handtekið fyrrverandi forseta, leyniþjónustan sem gætir hans myndi taka hraustlega á móti, ef ekki til skotbardaga kæmi. Samkvæmt því sem ég hef lesið á að taka hann inn í "safe Space", í myndatöku og fingrafaratöku og honum svo sleppt gegn tryggingu. Rannsóknin á hendur hans og hugsanleg handtaka er eins og allar aðrar uppdiktaðar ásakanir, byggðar á mjög hæpnum forsendum samkvæmt bandarískum lögum. Sem dæmi, er saksóknari að sækja Trump fyrir dómsstól fyrir alríkisbrot sem hann hefur enga lögsögu yfir, aðeins alríkisdómsstólar geta dæmt í slíku máli. Svo er málið fyrnt og það gerðist fyrir tveimur árum. Skil ekki hvað þessi málshöfðum á að áorka, kasta meir skít á Trump?

Svo má benda á að ekki rifist um greiðslurnar til Stormi í sjálfu sér, bara hvort notaður hafi verið peningur sem fara átti í kosningabaráttuna eða hvort hann hafi greitt úr eigin vasa. Ef úr eigin vasa, er þá er honum velkomið að eyða peningum sínum að eigin geðþótta. Hann getur þess vegna kveikt í þeim eða sk. sig á þeim. Menn hafa greitt þöggunargreiðslur áður, saklausir eða sekir.

Svo er það DeSantis. Ef hann bíður sig á móti Trump og vinnur, mun hann baka sér mikla andstöðu Trump aðdáenda sem eru gríðarlega margir og Repúblikanaflokksins sjálfs, en hann hefur í raun umbreytt flokknum í Trump flokk. Þessi kjósendur repúblikanaflokksins munu ekki kjósa hann. Menn hafa líka bent á að hann hafi ekki beina skírskotun til kjósenda allra ríkja, þannig að hætt er á hann tapi í lykil ríkjum nema með yfirlýstan stuðningi Trumps. Ef hann væri séður, og ætlar sér ekki að fremja pólitískt sjálfsmorð, biði hann í fjögur ár í viðbót og tæki forsetaembættið með trompi og Trump að baki sér.

Að lokum. Bandaríkjamenn geta sjálfum sér kennt um hvernig er komið fyrir þeim. Arfavitlaus efnahagsstefna, woke hugsanaháttur, opin landamæri og yfirgangssemi BNA gagnvart óvinum og vinum, hefur búið til óþol gegn þeim. Sjá má þetta í Úkraníu stríðinu en mörg Afríkuríki og Asíuríki styðja ekki stefnu BNA. BRIC er beinlínis stefnt gegn bandaríkja dollara.

Er bandaríska öldin á enda? Hvar standa Íslendingar þá? Förum við niður með Titanic?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband