Enn ein mistök Biden stjórnarinnar í utanríkismálum (og Katrínar)

Nýverið, og það því sem virðist upp úr þurru fyrir áhorfendur, höfðu Kínverjar milligöngu milli erkióvinina, Saudi Arabíu og Íran, sem hafa háð staðgöngustríð í Jemen, um frið. Við fyrstu sýn virðist þetta vera frábærar fréttir og þar með væri afstýrt nýju alsherjarstríði í Miðausturlöndum.

En fíllinn í herberginu hverfur ekki við þetta.  Hann er að Íran er orðið að kjarnorkuríki eða ígildis þess. Þótt menn slíðri sverðin um stundarsakir, þá getur þetta leitt til kjarnorkuvopna kapphlaups milli Írans og Ísraels og beins stríðs. Saudi Arabía gæti bæst í hópinn sem keppast að eignast kjarnorkuvopn. Nógu ríkir eru þeir til þess.

Öll þessi þróun má rekja til algjörar vanhæfni Biden stjórnarinnar sem hefur vanvirt Sáda með illa ígrundaðar athugasemdir um mannrétti en Biden þurfti svo að skríða á hnjánum (eftir að hafa dottið á hausinn í þriðja sinn) til þeirra seinna og grátbiðja um olíu, af því að hann kemur í veg fyrir eigin olíuframleiðslu í Bandaríkjunum. Sáar skelltu hurðina á nef Biden og hann fékk enga olíu úr Sáda heimsókninni. Það hefði átt að vera viðvörurunarmerki til Bandaríkjanna um að stefna þeirra í Miðausturlöndum hefur beðið skipbrot.

Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir hinn frjálsa heim að algjörir fáv...stjórna Bandaríkin í dag og enn meira hrollvekjandi er að strengjabrúðan Biden verður við völd næstu tvö árin. Það er nægur tími til að hefja nýja heimsstyrjöld vegna vanhæfni elliærs manns.

Og nú stefnir í bankakrísu í Bandaríkjunum. Maður er alveg bit á fréttum hvernig komið er fyrir þessa mesta hernaðarveldi heims.

Nú óskýrist staðan í Miðausturlöndum. Hvað gera Ísraelar nú? Fara þeir í Íran?  Og hvað fá Sádar út úr því að semja við erkióvininn? Íranir sem verða óvinir eftir sem áður í raun, ef þó það væri ekki nema vegna þess að íslamski heimurinn skiptir milli súnníta og shíta, og bæði ríkin eru forysturíki beggja stefnanna.

Heimurinn er við suðupunkti, stríð geysar í Úkraníu og hætta á stríði í Taívan og í Miðausturlöndum.

Heimurinn virðist vera steypt á hvolf, þegar tvær íslenskar friðardúfur flugu til Kænugarðs og hittu og kysstu spillta sjálfstæðishetju. Þær fóru ekki í nafni herlaus Íslands til að boða frið, heldur til að hjálpa til við að viðhaldi stríðinu. Á sama tíma er miðfingrinum veifað í rússneska björninn sem gleymir ekki glatt misgjörðir.

Er þetta skynsamleg utanríkisstefna Íslendinga og höfum við hæft fólk til að stjórna landinu og utanríkisstefnunni? Er ríkisstjórn Katrínu nokkuð hæfari en ríkisstjórn Bidens.Hvort eru friðardúfurnar að gæta hagsmuni Íslendinga eða Bandaríkjanna með þessari ferð? Reka Íslendingar sjálfstæða utanríkisstefnu?

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband