Ég kalla þetta pólitík strútsins, að stinga höfuðinu í sandinn þegar stjórnmálamenn vilja ekki viðurkenna neinn vanda í varnarmálum.
En núna, ef ég hef talið rétt, hafa sex fræðimenn og sérfræðingar gagnrýnt stefnu íslenskra stjórnvalda í varnarmálum og vilja kanna hvort þörf sé á breytingar og hverjar raunverulegar varnir Íslands eru. Tveir stjórnmálamenn hafa svarað og telja engar breytinga þörf, annar þeirra sjálfur utanríkisráðherra landsins.
Og mbl.is fór á stúfana og spurði utanríkisráðuneytið hver eru eiginlega raunverulegar varnir landsins. Það var fátt um svör og borið var við "hernaðarleyndarmál".
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands er nýjasti fræðimaðurinn sem bættist í landslið fræðimanna á sviði öryggis- og varnarmála. Viðtal við hana í Morgunblaðinu ber heitið "Hreinskilin umræða um öryggis- og varnarmál ætti að teljast eðlileg í sjálfstæðu og fullvalda ríki."
Og hún segir: "Ísland er eftirbátur annarra ríkja þegar kemur að þekkingu og rannsóknum á öryggis- og varnarmálum. Nauðsynlegt er að breyta þessu svo stuðla megi að yfirvegaðri umræðu um málaflokkinn. Um of langt skeið hefur opinber umræða einkennst af takmarkaðri þekkingu."
Vandi Íslendinga í varnarmálum eru sjálfir stjórnmálamennirnir. Þeir vilja ekki einu sinni vita hver staðan er í varnarmálum og vilja ekki sækja sér þekkingu þar sem hún er að finna.
Hér er nýjast grein mín í Morgunblaðinu í dag um varnarmál Íslands.
Varnir Íslands í höndum Íslendinga í ýmsum sviðsmyndum
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 11.3.2023 | 12:07 (breytt kl. 12:22) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Fræg eru ummæli Henry John Temple, sem varð tvisvar forsætisráðherra Bretlands á Viktoríutímanum, um að þjóðir eigi enga varanlega vini eða bandamenn, aðeins varanlega hagsmuni. Þessi sömu ummæli hafa einnig verið höfð eftir Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 þrátt fyrir óskir þáverandi ríkisstjórnar um annað. Sú ákvörðun snerist um bandaríska hagsmuni sem skiljanlegt er. Þetta þarf að hafa í huga komi fram óskir frá bandarískum stjórnvöldum um enn frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja eða viðveru hermanna. segir í grein í Fréttablaðinu. Nafnið á höfundi er stolið úr mér í augnablikinu.
Birgir Loftsson, 11.3.2023 kl. 13:12
https://www.frettabladid.is/skodun/eydimerkurganga-islenskra-landvarna/
Birgir Loftsson, 11.3.2023 kl. 13:15
Ólafur Ragnar segir íslensk stjórnvöld hafa klúðrað herstöðvamálinu.
https://www.frettabladid.is/frettir/olafur-ragnar-segir-islensk-stjornvold-hafa-kludrad-herstodvarmalinu/
Birgir Loftsson, 11.3.2023 kl. 13:28
Nafnið er komið: Sighvatur Arnmundsson.
https://www.visir.is/g/2019190909758/hagsmunir-
Birgir Loftsson, 11.3.2023 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.