Umræðan um stofnun íslensks hers á villigötum

Eins og búast mátti við og Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum spáði um, þá fór umræðan um stofnun íslensk hers strax á villigötur. Hann sagði jafnframt íslenskir stjórnmálamenn hefðu enga þekkingu né áhuga á málaflokknum. Spá hans rættist strax og nú höfum við viðbrögð stjórnmálaelítunnar.

Viðbrögð Lilju Daggar Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, voru ekki alslæm. Hún leggur áherslu á að Land­helg­is­gæsla, lög­regla og tolla­yf­ir­völd séu þær borg­ara­legu stofn­an­ir sem styðja þurfi við áður en farið sé í að setja her á lagg­irn­ar. Allt er þetta rétt og þessar stofnanir eru fjárhagslega vanræktar í dag. En það má ekki rugla saman hænunni og eggið. 

Hervarnir eru jafn mikilvægar og löggæslan við ytri og innri varnir ríkisins. Stjórnmálamenn viðurkenna það hálf í hvoru og því erum við í NATÓ og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Meira segja VG er hætt að tala um útgöngu úr NATÓ. Málið er að þeir vilja að aðrir en Íslendingar axli ábyrgð á vörnum Íslands. Það er vandi íslenskra stjórnmálamanna.

Verra var svar Þórdísar Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, sem upplýsti þjóðina um þekkingaleysi sitt og jafnvel fordóma. Í viðtali við RÚV : "... segir [hún] að leita þurfi leiða til að Ísland verði verðugri bandamenn og að það sé gert með öðrum leiðum en að byggja upp fámennan her. Öll lönd hafi aukið útgjöld til öryggis- og varnarmála, Ísland eigi að gera það líka og varnartengd útgjöld hafi nú þegar verið aukin."

Þetta svar stjórnmálamanna hefur hljómar síðan 1951. Aðrir en Íslendingar eiga að sjá um varnir landsins. Helst Bandaríkjamenn. En Arnór bendir réttilega á að Bandaríkjamenn gætu misst áhugann (2006 þegar þeir yfirgáfu landið einhliða) eða þeir séu svo uppteknir (þátttaka í tveimur stríðum samtímis) að þeir geta ekki sinnt varnarhlutverki sínu. 

Arnór bendir einnig á að það taki tíma að virkja 5 grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Þeir sem hafa þekkingu á hermálum vita að tekur gífurlegan langan tíma og undirbúning, sérstaklega um langar vegalengdir og yfir haf er að fara, að virkja her til varnar. Á sama tíma getur, segjum sveit hryðjuverkamanna eða sérsveitir erlends hers gert mikinn óskunda í herlausu landi. Í raun þyrfti varnarliðið (erlenda) að hertaka Íslands aftur úr höndum slíks liðs. 

En Arnór gerði mistök í málflutningi sínum. Í fyrsta lagi kom hann með verðmiða á stofnun og rekstur íslensks hers. Ef ég heyrði rétt,þá kom hann með hæstu mögulegu upphæð, um 66 milljarða króna eða 2% af vergri þjóðarframleiðslu sem fáar NATÓ-þjóðir verja í dag. Þegar íslenskir stjórnmálamenn heyra slíka tölu, detta þeir strax úr sambandi og fara í mótþróa viðbrögð. Ef ég man rétt, þá eyðum við Íslendingar um 0,06% eða var það 0,006%? af ríkisútgjöldum (ekki vergri landsframleiðslu) í varnarmál. Þannig að litlum upphæðum er þegar eytt í málaflokkinn, þótt lágar tölur séu.

Í öðru lagi, vantar rökstuðning, sem er ef til vill í bók hans, fyrir stærð íslensks hers. Arnór talar um 1000 manna her og 500 manna varalið. Mér sýnist af þessu að hann vill stofna smáher sem er stærðin fylki (Battalion) og varasveitir (heimavarnarsveitir?).

Fylki (Battalion)

Liðsforingi: Undirofursti (Lieutenant Colonel)

Lýsing: Venjulega 4 - 5 fótgönguliðsundirfylki (infantry companies) auk fylkishöfuðstöðvar (headquarters company). Samkvæmt skilgreiningu Bandaríkjahers, er undirfylki 200 manna hersveit. 

Fjöldi: 800 – 1.000.

Ég get ekki séð að nokkur vilji sé fyrir hendi rekstur slíks herafla hjá íslensku stjórnmálaelítunni. En ég sé fyrir mér að rekstur undirfylkis væri raunhæfur. Íslendingar ráða við að halda úti 200 manna hersveit sem væri þrautþjálfuð sérsveit.

Þeir sem hafa fylgst með hernaði Bandaríkjahers, sjá að þeir eru í hernaðarátökum alls staðar í heiminum í dag sem ekki fer hátt um, t.d. í Sýrlandi. Það er vegna þess að þeir nota elítu sérsveitir sínar í þessi átök. Árið 2001, eftir árásina á tvíburaturnina, sendu þeir um hæl hersveit CIA manna til Afganistans sem tókst að breyta gangi átaka þar. Þannig byrja flest átök og stríð í dag, sérsveitr hermdarverkamanna eru senda á vettvang, sbr. hertaka Rússa á Krímskaga. 

Réttu viðbrögð utanríkisráðherra væri að þakka Arnóri fyrir að hefja umræðuna, viðurkenna 40 ára sérþekkingu hans á málaflokknum, og mynda nefnd á Alþingi til að skoða málið. Það væri fagleg viðbrögð, ekki fara strax í skotgröfina og segja þvert nei. Þórdís vill frekar bæta í skrifstofulið NATÓ með fleiri sendifulltrúum Íslendinga í Brussel, eins og það leysi varnar vanda Íslands.

Plagg Þjóðaröryggisráð frá 2022 sýnir svart á hvítu hvílíkt þekkingarleysi ríkir um þennan málaflokk.

Svo er  það tillagan til þingsályktunar um stofnun rannsóknarseturs öryggis- og varnamála á Alþingi. Sjá slóð:

Tilaga til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála liggur fyrir hjá Alþingi

Þetta er mjög skynsöm leið að fara. Þekking er forsending upplýstra ákvarðanna. En þótt ég hafi gagnrýnt þessa leið, þ.e.a.s. að fela háskólastofnun rekstur þessa rannsóknarseturs, og hefði talið betur að það væri innanbúða endurreist Varnarmálastofnunnar, þá er ég fylgjandi sérhvers skrefs sem stigið er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Karl Gauti Hjartason skrifaði hér á blogginu fyrr allt löngu um Herfylkinguna í Vestmannaeyjum. Hann sagði:  „Eini herinn sem með réttu hefur verið til á Íslandi var stofnaður 1853 í Vestmannaeyjum og haldið úti með miklum myndarbrag allmörg ár og ekki aflagður fyrr en tæpum tveimur áratugum seinna.

Stærð og umfangi Herfylkingarinnar var hún skipuð þessum árið 1859:  Yfirfylkingarstjóra, sem var sýslumaður sjálfur, Yfirliðsforingja, Liðsforingja, yfirflokksforingja, fánabera, tveimur bumbuslögurum, 5 drengjum og síðan voru fjórir herflokkar, hver þeirra með þremur deildum en 5 menn voru í hverri deild auk drengjasveitar með tveimur sjö drengja deildum.  Alls voru þá í Herfylkingunni á því ári 103 liðsmenn.  Með hliðsjón af mætingarskyldu hlýtur umfangið að hafa verið stórkostlegt.“

Birgir Loftsson, 6.3.2023 kl. 11:37

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Stefán Vagn Stefánsson (F) segir í ræðu á Alþingi: "Fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi er ætlað að styrkja enn frekar þáttinn um öryggis- og varnarmál og er heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2023 áætluð rúmir 3,6 milljarðar kr. og hækkar um 380 milljónir frá gildandi fjárlögum. "Sjá slóð: öryggis- og varnarmál. | Ræður | Alþingi (althingi.is)

Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023. Þannig að þetta er 0,036% af útgjöldum ríkisins (ekki vergri þjóðarframleiðslu). 

Lands­fram­leiðsla árið 2021 nam 3.233 millj­örðum króna og eflaus mun hærri í ár. Þannig að 66 milljarðar kr. af útgjöldum ríkisins til varnarmála væru há tala, hvað fjármagnið væri miðað við vergri landsframleiðslu.

Stendur hnífurinn í kúnni ekki bara þarna? Menn tíma ekki fjármagni í þennan málaflokk?

Birgir Loftsson, 6.3.2023 kl. 12:12

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Er til góður listi á Íslensku yfir hugtök eins og  það sem þú birtir hér varðandi fylki og slíkt. Ég var að bisa við þetta fyrr í vetur og endaði á að skálda mitt eigið með aðstoð orðabókar.

Einher hlýtur að hafa unnið þessa vinnu og birt.

Guðjón E. Hreinberg, 6.3.2023 kl. 16:38

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Já hann er til.  Ég sent hann á þig.

Birgir Loftsson, 6.3.2023 kl. 16:52

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég þýddi eitt sinn handbók í hernaðarsögu mannkyns, ætlað foringjaefnum Bandaríkjahers.  Ég sá strax að íslenskan var auðug af hugtökum tengdum hernaðaði og stríði á miðöldum og fram á nýöld en þegar kemur á 20. öldina, varð ég hreinlega að vera með nýyrðasmíði. Ég er með í fórum mínum orðskýringar og hugtaka upp á 17 bls. Það vantar samræmi í noktun hugtaka hvað varðar hernað og öllu tengdum honum.

Birgir Loftsson, 6.3.2023 kl. 17:50

6 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Spennandi ... hlakka til að skoða.

Guðjón E. Hreinberg, 8.3.2023 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband