Skýrsla um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum er ófullnægjandi

Þjóðaröryggisráð Íslands gefur út reglulega skýrslur. Ég er með eina í höndunum sem er frá 2021. Get ekki séð nýrri. Hvað um það.  Þessi skýrsla er 45 bls. Sjá slóð:

Skýrsla um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum

Þessi skýrsla er fróðleg aflestrar. Ef hugtakið þjóðaröryggi er skilgreint, þá má vera ljóst að það nær yfir ólíklegustu þætti. Það getur varðar þjóðaröryggi að ef matvælaskortur verður og náttúruvá getur reynst vera þjóðaröryggismál. Skýrsla er góð út af fyrir sig.  En hins vegar fær sá þáttur sem varðar varnir lítið rými í skýrslunni eða rúmar 3 bls.

Hérna má sjá efnisskipan í skýrslunni. Inngangur 1. Farsóttir og áhrif COVID-19-faraldursins 1.1. Útbreiðsla kórónuveirunnar 1.2. Viðbragðskerfi vegna farsótta 2. Loftslagsbreytingar 3. Náttúruvá 4. Skipulögð glæpastarfsemi 45 5. Netglæpir 6. Peningaþvætti 7. Hryðjuverk 8. Hernaðarlegir þættir og fjölþáttaógnir 9. Mikilvægir innviðir 9.1. Fjármála- og efnahagsöryggi 9.2. Öryggi stjórnkerfis 9.3. Öryggi landamæra 9.3.1. Landamæragæsla 9.3.2. Landhelgi 9.4. Löggæsla, neyðar- og viðbragðsþjónusta 9.5. Samgöngur 9.6. Orkukerfi 9.6.1. Raforka 9.6.2. Jarðefnaeldsneyti 9.6.3. Varmaflutningur 9.7. Fjarskipti 9.8. Netöryggi 9.9. Matvæla- og fæðuöryggi 9.9.1. Fæðuöryggi 9.9.2. Matvælaöryggi.

Skýrslan ber þess öll merki að lítil sérfræðiþekking er á varnarmálum. Það þyrfti að skrifa sér skýrslu um varnarmál per se og taka út fyrir sviga. En þessi skýrsla er aldrei skrifuð. Hvers vegna? Jú, búið er að leggja niður Varnarmálastofnun Íslands sem hefði útbúið slíka skýrslu fyrir Þjóðaröryggisráð sem hefur aldrei fengið slíka skýrslu í hendurnar enda stofnuð 2016 en Varnarmálastofnun Íslands var lögð niður 2010.

Nú liggur fyrir tilaga til þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála hjá Alþingi. Sjá fyrri blogggrein mína um málið. Slíkt rannsóknarsetur á greinilega að koma með sérfræðiþekkingu um varnarmál inn í landið og er það vel. En ég tel mistök að fela háskólastofnun slíkt verkefni.

En fyrirkomið er vanhugsað. Væntanlegar skýrslur sem ætti að gera um þjóðaröryggismál og koma frá slíku rannsóknarsetri, gæti varðar þjóðaröryggisleynd. Þarna kunna Íslendingar ekki að meðhöndla hernaðarleyndarmál sem kunna að leynast í slíkri skýrslu. Óvinir Íslands þurfa bara góða þýðendur til að komast að hernaðarleyndarmálum Íslands eða bara lesa skýrslu þjóðaröryggisráðs! 

Rannsóknarsetrið fyrirhugaða ætti að vera skrifstofa innan veggja Varnarmálastofnunar Íslands og skýrslur þess að vera leyndarmál ef upplýsingarnar innihalda varnarleyndarmál. 

Ég ætla enda þessa grein á fyrstu bls kaflans sem raunverulega fjallar um varnarmál. Hann ber heitið: "8. Hernaðarlegir þættir, fjölþáttaógnir og varnarmannvirki."

Hér er hálf bls. úr upphafi kaflans og þar kveður við sama viðkvæðið og frá 1951.

"Í þjóðaröryggisstefnu kemur fram að varnir Íslands séu reistar á tveimur meginstoðum: aðildinni að Atlantshafsbandalaginu (NATO) frá árinu 1949 og varnarsamningnum við Bandaríkin frá árinu 1951.36 Grundvallarforsenda stefnunnar er staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Ísland hefur sérstöðu sem herlaus þjóð innan Atlantshafsbandalagsins og ekki er fyrir hendi innlend geta til að verjast hefðbundinni hernaðarógn. Þær breytingar sem átt hafa sér stað í evrópskum öryggismálum vegna Úkraínudeilunnar árið 2014 hafa haft bein áhrif á íslensk öryggismál, þar á meðal framkvæmd varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku Íslands í verkefnum Atlantshafsbandalagsins."

Grundvallarforsenda stefnunnar er löngu brostin, sbr. "...er staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir."

Síðan þá, 1951, er Ísland orðið margfalt fjölmennarar, forríkt ríki og hefur getu til að koma sér upp eigin varnir.  Eftir stendur viljaleysið til að gera eitthvað í málinu. Og það í dag, þegar stríð geysar í Evrópu og hætta er á þriðju heimsstyrjöld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Finndu skýrsluna sem Costa Rica gaf út nú nýverið af árangri þeirra eftir að þeir gáfu skít í þjóðaröryggisþvætting og tilheyrandi hermennskuglæpi.

Guðjón E. Hreinberg, 2.3.2023 kl. 13:13

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ástþór Magnússon vitnaði í hana í frábærum pistli sínum fyrir fáeinum dögum, og allt antivistanetið hérlendis sá í gær.

Guðjón E. Hreinberg, 2.3.2023 kl. 13:14

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Guðjón, ég las nýverið að bandarískar leyniþjónustu- og herstofnanir hefðu gleymt sér svo í baráttunni gegn hryðjuverkum og smáátökum að þeir vanræktu rannsóknir á framtíðarátök stórvelda, svo mjög að 20 ára gap varð í rannsóknarvinnunni. Og þetta gerist hjá mesta herríki heims!

Þekking er forsenda þess að ríki haldi sjálfstæði. Það á líka við herlaust Ísland. Íslendingar halda að íslenska lýðveldið lifi að eilífu sem og íslenska þjóðin.  Svo er ekki. Kannski verður komin önnur þjóð en sú íslenska eftir nokkurra tugi ára í landið og hún gefur skítt í allt sem kallast má íslenskt, menningu og tungu. Ekkert ólíklegt miðað við hvernig við höldum á innflutningi útlendinga til landsins. Í dag kemst maður ekki í gegnum daginn nema tala einhverjar ensku.

Stærri þjóðir en Íslendingar hafa horfið af sjónarsviðinu. Man nokkur eftir Prússlandi og Prússum? Ekki til í dag. Horfnir. Samt miklir hermenn og herríki. Örríkið Ísland verður að passa sig mjög. Nú, ef valdamenn þjóðarinnar vilja ekki lengur íslenska menningu, tungu og þjóð, þá ættu þeir að láta okkur hin vita af því og við brugðst við samkvæmt því. En engin hugsun er í gangi á Alþingi. Allir bundnir við dægurþras og enginn horfir einu sinni nokkur ár fram í tímann. Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíðina?

Birgir Loftsson, 2.3.2023 kl. 13:47

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Birgir Loftsson, 2.3.2023 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband