Ruglið um staðsetningu Reykjavíkur hefur farið út í hraun. Eldgos á Reykjanes hefur sannfært skynsamt fólk um að flugvöllur í Hvassahraun er afleidd hugmynd, nema hjá harðlínufólki sem tekur engum rökum.
Reykjavík hefur verið stýrð af vinstrisinnuðu fólki meira eða minna síðan um aldarmót. Það hefur af hugmyndafræðilegum ástæðum, ekki rökrænum ástæðum, ákveðið að taka afstöðu gegn vélknúinni umferð, hvort sem er um flug- eða bílaumferð er að ræða.
Er þá ekki bara málið að koma Reykjavíkurflugvöll úr lögsögu Reykjavíkurborgar, þar sem flugvélahatarar (og bílahatarar) hafa ráðið ríkjum síðastliðna áratugi? Fara með hann út á Löngusker, "sem er einskins manna land" og með landfyllingu er hægt að búa til alþjóðaflugvöll þar. Hann yrði þar með í lögsögu ríkisins. Ég trúi ekki að lögsaga Reykjavíkur nái í sjó út.
Þau sveitarfélög sem liggja að skerunum, eru Kópavogur, Garðabær (Álftanes) og Reykjavík. Það kostar sitt að nota landfyllingu en efnið gæti komið úr Vatnsmýrinni þegar Dagur B. fær þar með langþráða íbúabyggð sína þar. Minna ónæði yrði af flugvelli á Lönguskerjum en er í Vatnsmýrinni. Vegur tengdur við Suðurgötu tryggir að sjúklingar með sjúkraflugi komist auðveldlega á Landspítalann.
Á Wikipedia: Löngusker eru allstór sker vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík, eða beint fyrir norðan Álftanes. Skerin eru áberandi þegar lágsjávað er en hverfa nær alveg í stórstraumsflóðum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2006 var eitt af stefnumálum lista Framsóknarmanna að ná þjóðarsátt um að Reykjavíkurflugvelli yrði fundinn endanlegur samastaður á landfyllingu á Lönguskerjum.
Ég hef ekkert á móti staðsetningu flugvallarins í núverandi mynd. Það er bara núverandi borgarstjórn sem er á móti honum. Og ég er sammála Ómari Ragnarsyni að færa mætti neyðarbrautina (sem er búið að loka) út í sjó (og rífa nokkur hús í leiðinni).
En til að fá varanlegan frið fyrir græna og rauða liðinu í borgarstjórn, sem hatast svo við flugvöllinn, sé ég ekki annan kost en að fara með hann úr lögsögu Reykjavíkur. Þetta þýðir líka að hægt er að stækka hann og hafa hann eins stóran og við viljum, einnig fyrir alþjóðaflug.
Hér eru hugmyndir um flugvöll á Bessastaðanesi: Eftir 82 ára leit og ótal skýrslur og fjárútlát er engin pólitísk lausn í sjónmáli
Grípum aðeins niður í greinina:
"Vatnsmýrin eða Bessastaðanes
Íslenska ríkið á flugvöllinn í Vatnsmýrinni í Reykjavík sem mætti stækka fyrir stærri þotur en þar geta lent í dag þannig að hann nýttist sem varavöllur fyrir Keflavíkurvöll. Vandinn við slíka lausn er óeining um flugvallarstæðið vegna ásælni borgaryfirvalda í landið í Vatnsmýrinni fyrir byggingar.
Vegna þessara átaka hafa menn bent á ýmsar aðrar lausnir, eins og Hólmsheiði, Löngusker, Hvassahraun og fleiri, sem flestar hafa reynst vera flugtæknilega óhagstæðari, nema ein, en það er flugvöllur á Álftanesi, eða öllu heldur á Bessastaðanesi. Sá möguleiki gæti þó farið að hverfa úr myndinni fljótlega vegna aukinnar ásóknar í byggingarland á svæðinu en er þó enn tæknilega vel framkvæmanlegur. Hins vegar má segja að Hannibal Valdimarsson hafi stigið afdrifaríkt spor gegn slíkri hugmynd á pólitískum vettvangi árið 1973 sem hefur síðan haft áhrif á allar slíkar vangaveltur. Þá var reyndar verið að tala um hugmyndir um flugvallagerð á Álftanesinu öllu en ekki eingöngu á Bessastaðanesinu næst Skerjafirði. Söguleg og tilfinningaleg rök eru þó vissulega enn til staðar gegn slíkum áformum og eiga fullan rétt á sér, en þetta svæði er samt utan friðunarmarka.
Þarna verður einfaldlega að vega og meta afkomuhagsmuni þjóðarinnar í heild á móti mögulegum sögulegum og huglægum rökum."
Nota bene, Færeyingar, örþjóðin, ætla að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í stað þess sem er í Vágar, og það á landsfyllingu. Sjá hér frétt um málið: Nýr Flugvöllur í Færeyjum
Grípum aðeins niður í fréttina sem er frá 2014: "Hugmyndin er að við flugvöllinn verði ennfremur stórskipahöfn þar sem stór farþegaskip geti lagst að bryggju. Sömuleiðis er hugmyndin að hægt verði að landa fiskafla í höfninni og koma honum beint í flutningaflugvélar. Aflinn væri þannig kominn á markaði um allan heim á sem skemmstum tíma. Þeim möguleika er ennfremur haldið opnum að höfnin gæti orðið að umskipunarhöfn. Nýja eyjan yrði síðan tengd landi með neðanjarðargöngum.
Reiknað er með að framkvæmdin kosti samtals 5,6 milljarða danskra króna eða sem nemur um 115,6 milljörðum íslenskra króna. Verkinu yrði skipt niður í þrjá áfanga. Fyrst yrði lengri flugbrautin lögð og minni flugstöðin af tveimur upp á 5 þúsund fermetra reist. Sömuleiðis bílastæðahús í tengslum við hana og tengingin við göngin auk brimvarnargarða. Kostnaðurinn við fyrsta áfangann er áætlaður 2,4 milljarðar danskra króna."
Ef Færeyingar geta þetta, af hverju ekki við? Þarna er verið að tjalda til framtíðar. Annar valkostur er Álftanes, landsvæðið neðan við Bessastaði og austan við Bessastaðatjörn.
Og kannski gæti Skerjaflugvöllinn íslenski einnig orðið stórskipahöfn? Og þannig réttlætt landfyllingu í miðjum Skerjafirði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | 10.2.2023 | 09:02 (breytt 15.7.2023 kl. 20:49) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Sæll vertu Birgir.
Ég skil alveg hvað þú ert að pæla, en eins og Ómar, flugkappinn sjálfur segir, þá þyrfti að rífa ágætan og vel staðsettan flugvöll til þess að byggja á Lönguskerjum, þar sem er hvassara, eins og vesturbæingar og auðvitað flugmenn þekkja, fyrir utan þá staðreynd að moldin úr Vatnsmýrinni væri varla nothæf í svona uppfyllingu.
Eins og skemmtilegt myndbandið sýnir svo ágætlega, þá var flugvöllurinn gefinn Íslendingum öllum hér í höfuðborg okkar allra, en ekki einhverri spilltri vinstri-bjána klíku til nota fyrir einkahagsmuni og áhugamál, eins og rekstrar fnykurinn í Reykjavík ber vott um.
Vitræna lausnin í þessu máli er einfaldlega að lengja A/V flugbrautina um allt að 500 metra til vesturs og fylla líka upp svæðið norðan við lenginguna sem nota mætti líka til margs meira en einungis flug tengdrar starfsemi.
Jónatan Karlsson, 10.2.2023 kl. 15:06
Góður pistill Birgir, sem kemur inn á margt.
Það er sennilega engin meirihluti fyrir því hjá Reykvæikingum að leggja noður flugvöllinn, en samt er ekki hægt að kenna hefðbundnum vinstri mönnum einum um óskpnaðinn.
Sjálfur bjó ég í Reykjavík þegar skoðanakönnunar atkvæðagreiðsan um flugvöllin fór fram og sagt var henni amhliða að hún hefði ekki gildi nema að koningaþáttaka væri góð, hún var langt undir því sem gefið var út sem ásættanleg þáttaka.
Eins og komið er inn á í Baændblaðsgreininni þá átti ríkið flugvöllinn og landið og ef ég man rétt þá var það ráðherra Sjálfsæðisflokksins sem afsalði því fornlega til Reykjavíkurborgar fyrir ekki svo löngu síðan.
Lönguskerja hugmyndin er áhugaverð og þá með sömu formerkjum og hugmyndir Færeyjinga. Annars er það svo með Færeyinga að þeir geta margt sem Íslendingum virðist ómögulegt og er það mín skoðun að það sé vegna þess að þeir bera því ekki við að reka rándýra utanríkisþjónustu.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2023 kl. 16:53
Sælir félagar, Sigurður og Jónatan. Já, auðvitað að lengja brautina A/V.Og hafa flugvöllinn áfram á sama stað. En andstaðan er svo mikil að ég er hræddur um að hann fái aldrei að vera í friði. Þú þekkir þetta betur en ég, Jónatan, flugmaðurinn sjálfur um besta flugvélastæðið. ÓK Sigurður, ráðherra Sj. afsalaði flugvöllinn til Reykjavíkurborgar? Athyglisvert. Ég held að Dagur B. hafi verið harðastur andstæðingur flugvallarins, og þar sem hann nær að sitja í meirihluta í öllum borgarstjórnum, hefur hann haft gífurleg áhrif í andstöðunni. Ég man eftir einni könnun meðal borgarbúa (eða var það kosning?), sem Samfylkingin kaus að hunsa og var meirihlutinn með áframhaldandi veru hans í mýrinni. Svo er flugvöllurinn landsflugvöllur, ekki einkamál Reykvíkinga. En takk fyrir góðar ábendingarnar félagar.
Birgir Loftsson, 10.2.2023 kl. 20:58
Fyrrgefið, Magnús ætlaði ég að segja, ekki Sigurður!
Birgir Loftsson, 10.2.2023 kl. 20:59
Sæll Birgir. Það fór fram kosning um Reykjarvíkurflugvöll árið 2001 þegar Ingibjörg Sólrún var Borgarstjóri.
https://www.ruv.is/frett/2021/03/17/tuttugu-ar-fra-ibuakosningum-um-reykjavikurflugvoll
Fjórflokkurinn er allur meira og minna samsekur hvað örlög Reykjavíkurflugvallar varðar. Landið var selt og afsalað af fjármálaráðherrunum Steingrími J Sigfússyni og Bjarna Benediktssyni.
https://www.ruv.is/frett/2021/03/17/tuttugu-ar-fra-ibuakosningum-um-reykjavikurflugvoll
Svo má ekki gleyma hlut Valsmanna ehf í eyðileggingu Reykjavíkurflugvallar. En þar var, nota bene, ekki um upphaflega íþróttafélagið Val að ræða, heldur félagskap auðróna, sem gerðu út á að Valur ætti land sem Val var úthlutað fyrir margt löngu til að spila fótbolta á, því það nýttist hvort eð er ekki annað vegna flugumferðar.
https://kjarninn.is/skyring/2019-05-15-sagan-af-thvi-hvernig-valur-vard-rikasta-ithrottafelag-islandi/
Ekki það að ég hafi áhuga á að verja svokallað vinstri eða hægri menn, en óvinir flugvallarins er allsstaðar þegar aura er von.
Ég tel samt nokkuð víst, að það hefur aldrei verið meirihluti fyrir því, -hvorki hjá Reykvíkingum hvað þá þjóðinni, -að eyðileggja Reykjarvíkurflugvöll.
Magnús Sigurðsson, 11.2.2023 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.