Eru loftslagsbreytingar raunverulegar?

Í útvarpsþættinum Bítið var viðtal við tvo fræðimenn um hvort loftslagsbreytingar, ef þær eru, sé af manna völdum.  Svarið við þessu er geysilega erfitt að finna. Upplýsingaflóðið er mikið og misvísandi og svo virðist sem um tvær andstæðar fylkingar séu að berjast á banaspjótum.

Annar hópurinn heldur að heimurinn sé að farast, aðeins sé tímaspurtsmál hvenær breytingar séu svo miklar að þær séu óafturkræfar. Hinn hópurinn segir að hér séu um nátttúrulegar sveiflur og maðurinn eigi lítinn þátt í breytingum, ef um breytingar eru að ræða yfirhöfuð.

Fræðimennirnir, tvær konur, sögðust hafa gert könnun um viðhorf Íslendinga til loftslagsmála. Samkvæmt niðurstöðunni var um 60% sem töldu að mennirnir væru að breyta loftslaginu til hins verra, önnur 35% töldu að bæði nátttúran og maðurinn væri að breyta loftslaginu. Þá eru bara eftir 5% sem sagði að maðurinn hefði engin áhrif.

En þessi könnun og aðrar kannanir um viðhorf skipta engu máli um raunveruleikann, hann er eins og hann er, sama hvað við hugsum. En hver er hann? Ég hef ekki hugmynd.

En það eru vísbendingar sem ber að hafa í huga. Fyrir hið fyrsta, er að vísindamenn hafa ekki rannsakað loftslag með nútíma rannsóknartækjum nema í skamman tíma. Hitastig á Íslandi hefur verið mælt skemmur en tvær aldir.  Þótt hægt sé að bora borkjarna í íshellur, til að fá vísbendingar um veðurfar fyrr á öldum, er það ekki nóg. Vísindaleg gögn eru ekki nógu víðtæk til að alhæfa. Í öðru lagi eru tímarnir einstakir, aldrei hafa eins margir menn lifað á jörðinni og í dag. Iðnbyltingin hófst fyrir 250 árum með tilheyrandi útspúun loftstegunda og hver áhrif hennar er, er ekki enn fyrirséð.

En við vitum að maðurinn er ekki eyland, og hann sannarlega leysir lofttegundir út í andrúmsloftið, en hvort það hafi áhrif til að breyta loftslagi, veit ég ekki. Miklar áhyggjur voru t.a.m. af losun ozone en nú er ozone hjúpurinn kominn í lag aftur skilst mér. Var það vegna þess að við hættum að nota ákveðin efni?

En svo er það hinn áhrifaþátturinn sem virðist alveg gleymast hér á klakanum, og það eru eyðing nátttúrunnar af manna völdum, og ég hef sannarlega áhyggjur af. Eyðing skóglendis, votlendis o.s.frv. og náttúrunnar í heild vegna framsókn mannsins, á kostnað dýra og plantna, held ég að sé meiri áhrifavaldur en spúun lofttegunda út í loftið. Mannkynið er of fjölmennt til að litla jörðin ráði við mannfjöldann. Landið þekur aðeins 29%-30% af yfirborði jarðar og það fer mikið fyrir 8 milljarðar manna.

Það er staðreynd, sem við Íslendingar þekkjum af eigin raun, að eyðing votlendis og skóglendis hefur skapað manngerðar eyðimerkur á landinu. Nátttúrueyðing.

Ferðamenn á Íslandi eru yfir sig hrifnir af eyðilendi hálendisins en athuga ekki að þetta er ekki villt nátttúra í raun, heldur manngerð eyðilegging. Það er sannarlega hægt að sannreyna. Nægar heimildir eru til sönnunnar. En af hverju erum við Íslendingar þá bara að einblína á loftslagið, en horfum ekki á skemmdarvarginn manninn sem er að eyða plöntur og dýr?

Sorgarsagan af útrýmingu dýra og platna fer fram hjá fólki í daglegu amstri.

Aðgerðir manna á landi og í sjó, hefur haft meiri áhrif en loftmengun frá iðnaði og samgöngutækjum sýnist mér sem leikmanni, en hvað veit ég? 

Ég held að ég fari ekki í neinn ofangreinda þrjá hópa, og fari í fjórða hópinn sem tekur ekki afstöðu og bíður eftir betri þekkingu og mögulega sönnun. En það er ekki þar með sagt að ekki eigi að gera neitt á meðan, það er alltaf skynsamlegt að vera fyrirhyggjusamur og gera varúðarráðstafanir eins og hygginn bóndi sem berst við nátttúruöflin dags daglega. Gagnrýnin hugsun og efahyggja á hér svo sannarlega við.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband