Adam Smith skrifaði rit sitt Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna, árið 1776 (e: An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations). Ritið var ekki aðeins heilstæð greining á gangverki efnahagslífsins og uppsprettu auðs, heldur líka gagnrýni á viðteknar hugmyndir þess tíma sem gerðu ráð fyrir að ríkisvaldið ætti að leika lykilhlutverk í því að stýra viðskiptum, sérstaklega utanríkisviðskiptum. Þetta gæti einnig verið gagnrýni á sósíalismanum en hann kom ekki fram fyrr en öld síðar en Karl Marx hefði betur lesið rit Adam Smiths. Merkantilisminn á það sameiginlegt með kommúnismanum að vilja ríkis afskipti af gangverki efnahagslífsins.
Merkantílisminn hélt því fram að auður þjóðanna væri á enda kominn og að eina leiðin til að komast á rétt strik væri að safna gulli og tollvörum erlendis frá. Samkvæmt þessari kenningu ættu þjóðir að selja vörur sínar til annarra landa en kaupa ekkert í staðinn. Fyrirsjáanlega lentu lönd í lotum hefndartolla sem kæfðu alþjóðaviðskipti en þau hafa oftast leitt til lægra vöruverðs, svo fremur sem stórþjóðir eru ekki að svindla.
Rit Smith fól í sér tvær meginhugmyndir sem deildu á merkantílismanninum
Önnur er að eins gróði þurfi ekki alltaf að vera annars tap (nokkuð sem ný-marxistar halda stöðugt fram í dag). Allir geti grætt á frjálsum viðskiptum, því að í þeim nýti þeir sér ólíka aðstöðu og hæfileika hver annars. Verkaskiptingin sé helsta orsök auðlegðar þjóðanna. Þetta er einmitt helstu rök sósíalista í dag, að aðrir séu að græða á kostnað annarra og því þurfi að refsa þeim (með hærri sköttum) en gleyma því að auðlegð skapar velferð sem á endanum leiðir til velferðar allra í samfélaginu. Án auðs, er ekkert velferðakerfi, einfalt. Ekki skapar ríkið fjármagn. Það hagar sér í raun eins og handrukkari, leggur "verndartolla" á borgaranna og heitir vernd og dreifingu gæðanna. Það skapar ekkert.
Tökum dæmi um hvað auðmaður getur gert. Þorp er á vonarvöl og mikið atvinnuleysi (við þekkjum öll dæmi um auðmenn í íslensku sjávarþorpunum sem héldu þau gangandi en um leið og stórar útgerðir, sem voru kannski með höfuðstöðvar í Reykjavík eða Akureyri, tóku við rekstur útgerðarinnar, hvarf kvótinn). Ábyrgðin á velferð þorpsins er orðin dreifð. Ef ekkert er gert, þá leggst það í eyði en ef fjársterkur aðili kemur inn með nýtt fjármagn, gæti þorpið bjargast. Er hann, auðjöfurinn, að níðast á öðrum eða er hann að bjarga þeim?
Hin hugmyndin er, að atvinnulífið geti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt sem slíkt. Talað er um hina ósýnileg hönd. Sjálfstýring á markaði geti komið í stað miðstýringar, frjáls viðskipti í stað valdboðs. Þetta náttúrlega jafnvægi sem hér er lýst stýrist af lögmálum framboðs og eftirspurnar.
Eitt þekktasta niðurstaða Smith er sú að lögmál markaðarins sjái til þess að einstaklingar sem hver um sig er aðeins að leita að því að hámarka eigin ábata vinni í raun saman að efla allra hag. Hann lýsti þessu þannig að hin "ósýnilega hönd" markaðarins stýrði framleiðsluþáttum með hagkvæmustum hætti og tryggði lægst verð til neytenda.
En hver er hin ósýnilega hönd í raun? Það hefur aldrei verið útskýrt eða sannað. Eitt best geymda leyndarmálið í hagfræði er í raun það að það er ekkert sem sannar að hin ósýnilegu hönd fyrirbrigið sé til. Eftir meira en heila öld að reyna að sanna hið gagnstæða, komust hagfræðingar, sem rannsökuðu málið, loks að þeirri niðurstöðu á áttunda áratugnum að engin ástæða væri til að ætla að markaðir væru leiddir, eins og af ósýnilegri hendi, til ákjósanlegs jafnvægis - eða nokkurs jafnvægis yfirleitt. En skilaboðin bárust aldrei til meintra hagnýtra samstarfsmanna þeirra sem ýta svo ákaft fram ráðleggingum um nánast hvað sem er. Flestir heyrðu ekki einu sinni hvað kenningasmiðirnir sögðu, eða hunsuðu það af einurð.
Hin kraftmikla en ólgusöm saga kapítalismans er auðvitað hin ósýnilega hönd. Fjármálakreppan sem braust út árið 2008 og skuldakreppan sem ógnar Evrópu eru bara nýjustu sönnunargögnin.
En svarið gæti einfalt. Hin ósýnilega hönd er ákvörðun meirihluta þeirra sem eru á markaðinum sem sameiginlega valda því að skynsamleg ákvörðun er tekin en hún er það ekki alltaf, annars væru ekki efnahagskreppur reglulega. Hvers vegna það eru reglulegar efnahagskreppur er spurning; gæti verið innbyggt í kapitalismanum, en líklegri skýring er það vegna misnotkunar og rangra upplýsinga.
Ósýnileg hönd er verg ákvarðanna á markaði sem veldur stefnu markaðins eða efnahagskerfisins. Þær geta verið skynsamar og/eða óskynsamar.
Það sem leiðir til óskynsamra ákvarðanna er að það er "fiktað" í gangverkinu og það hættir að starfa rétt. Það er ekki leikið eftir reglum kapitalísmans. Hverjir eru það sem gera það ekki? Jú, það geta verið einstaklingar, fyrirtæki og ríkisvaldið sjálft. Oftast er sökudólgurinn ríkisvaldið sjálft því það setur reglurnar og lögin. Kapitalískt efnahagskerfi þarf einfaldar en skýrar reglur og lög, jafnræði og frelsi.
Kannski er bara ágætt að það sé galli á kapitalismanum, að hann fljóti í ólgusjó lífsins og hagi sér eins og náttúruaflið, sem er sískapandi en stundum um leið eyðileggjandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimspeki, Stjórnmál og samfélag | 16.1.2023 | 10:43 (breytt kl. 14:03) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Viðskipti
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
- Stýrir útilokun fyrirtækja
- Tregða í verðbólgunni
- Að skattleggja eggin áður en hænan verpir
- Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður
- Sleggjan breytist í Landfara
- Yfir 700 þátttakendur á ferðakaupstefnu Icelandair
- Fréttaskýring: Hægt að fara nýja leið í stjórnmálum
- Friðbert í Heklu eignast Stillingu
- Vilja innleiða starfsgetumat
- Tíminn hjá Hibernia ævintýralegur
- Nanitor á topplista yfir tölvuöryggi
- Icelandair tapaði tæpum 2,8 milljörðum í fyrra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.