Féll Róm nokkurn tímann?

Á 5. öld e.Kr., var Róm hertekin tvisvar sinnum: fyrst af Gotunum árið 410 og síðan Vöndölum árið 455. Lokaatlagan kom svo árið 476 þegar síðasti rómverska keisarinn, Romulus Augustus, neyddist til að segja af sér og germanski hershöfðinginn Ódóakers(Odoacer) tók við borginni. Ítalía varð að lokum germanskt austurgotaríki.

Á 5. öld e.Kr. takmarkaðist vald vestrómverskra keisara við Ítalíu og jafnvel hér var það aðeins skuggi sjálf síns. Barbararnir voru hið raunverulega vald á bak við hásætið.

Rómverska herinn var að mestu skipaður villimönnum, undir stjórn barbara herforingja; og jafnvel stjórn mála í höfuðborginni var í höndum villimannshöfðingja (germanna).

Staðurinn sem Vandalinn Stilicho hafði haft undir stjórn Honoríusar var nú undir stjórn gotans Ricimer á síðustu árum heimsveldisins. Þessi höfðingi skipaði erlendu herliðinu í launum Rómar. Hann hlaut rómverska titilinn „patrician“ sem á þessum tíma jafngilti stjórnandi (regent) heimsveldisins. Í sautján ár (455-472) beitti Ricimer algeru valdi sínu, setti og steypti keisara að eigin vilja. Rómaveldi á Vesturlöndum var í raun þegar fallið frá og ekkert var nú eftir nema að skipta um nafn. [Heimild: „Outlines of Roman History“ eftir William C. Morey, Ph.D., D.C.L. New York, American Book Company (1901), forumromanum.org \~]

En það er ekki þar með sagt að marka megi fall siðmenningar með yfirtöku Germanna sem sjálfir voru undir miklum rómverskum áhrifum. Veikir keisarar 5. aldar megnuðu ekki að stöðva hnignun ríksins og 22. ágúst árið 476 sagði síðasti keisara Vestrómverska ríkisins, Rómúlus Ágústúlus, af sér. Ítalíu var stjórnað sem býsansk nýlenda með gotneskum stjórnendum (489-554) og síðan með beinni stjórn í suðri og af hinu þýsku Langbörðum í norðri (568-774). Með kjöri Gregoríusar páfa (590-604) var völdum skipt á milli páfadæmis og Býsansveldis.

Umskipti Rómar yfir í nýja germanska siðmenningu

Austgotar (réðu yfir Róm 454-93) og Langbarðar (réðu yfir Róm 566-68) réðust inn frá stöðum á Balkanskaga og fluttu inn til Rómar frá því sem nú er Norður-Ítalía. Þegar Róm hnignaði, vex völd austurhéraðanna í hið sterka Býsansveldi. Fólk í Róm talaði enn austgotnesku svo seint sem árið 1780.

Hvernig er hægt að skilgreina tengslin milli austurs og vesturs eftir að Rómulus Augústúlus var afsettur? Þar sem Ódóakers (Odoacer) var gerður að rómverskum höfðingja undir titlinum patrisíumaður, og þar sem hann viðurkenndi vald austurkeisarans, gætum við sagt að vestræna heimsveldið hafi ekki verið eytt, heldur einfaldlega sameinað aftur austurveldinu. Þetta ætti við að svo miklu leyti sem það vísaði eingöngu til lögforms.

En sem söguleg staðreynd markar þessi atburður ekki afturhvarf til hins gamla kerfis sem var fyrir dauða Þeodosíusar, heldur markar hún raunverulegan aðskilnað milli sögu Austurlanda og sögu Vesturlanda. [Heimild: „Outlines of Roman History“ eftir William C. Morey, Ph.D., D.C.L. New York, American Book Company (1901), forumromanum.org \~]

Innan Vesturlanda höfðu smám saman fjölgað ýmsum þýskum ættbálkum. Í Afríku voru Vandalarnir; á Spáni og Suður-Galíu, Vestgotar; í norðvesturhluta Spánar, Suevi; í suðaustur Gallíu, Búrgundar; í Bretlandi, Saxar og Jótar; á Ítalíu, Herúlar.

Aðeins í norðurhluta Gallíu var skuggi rómverska yfirvaldsins varðveittur af landstjóranum, Syagríus, sem hélt sér á floti enn í tíu ár lengur gegn innrásarhernum, en var að lokum sigraður af Frönkum undir stjórn Klóvíks (Clovis (486 e.Kr.)).

Höfðingjar hins nýja þýska konungsríkis voru farnir að fara með sjálfstætt vald og rómversku borgara voru orðnir háðir nýjum höfðingjum. Siðir Rómverja, lög þeirra og tunga, voru enn varðveitt, en á þeim græddust nýir siðir, nýjar hugmyndir og nýjar stofnanir. Þar sem fall gamla lýðveldisins var umskipti yfir í heimsveldið, og þar sem hnignun fyrri heimsveldisins var umskipti yfir í nýjan áfanga heimsvaldastefnu; þannig að nú var fall Rómaveldis á Vesturlöndum í raun umskipti yfir í nýtt ástand hlutanna sem hefur vaxið til nútímamenningu okkar.

Ýkjurnar af falli Rómar og rómverskrar menningu er ofsögðum sagt. Wikipedia kemur inn á þetta (og stað þess að nota orðlag minn í fyrri greinum, sjá hér að neðan), tek ég orðrétt upp úr Wikipedíu um fall Rómar: Róm

"Fólksfækkun í borginni stafaði meðal annars af minnkandi kornflutningum frá Norður-Afríku, frá 440, og skorti á vilja yfirstéttarinnar til að styrkja korngjafir til almennings. Samt sem áður var lögð töluverð vinna í að viðhalda stórbyggingum í miðborginni, á Palatínhæð og stærstu böðunum sem héldu áfram starfsemi fram að umsátri Gota árið 537. Böð Konstantínusar á Kvirinalhæð voru löguð árið 443 og skemmdir á þeim ýktar í frásögnum. Samt hafði borgin á sér yfirbragð hnignunar vegna fólksflótta sem skildi eftir stór óbyggð svæði. Íbúafjöldi var komin niður í 500.000 árið 452 og 100.000 árið 500. Eftir umsátur Gota árið 537 hrundi íbúafjöldinn niður í 30.000 en hafði aftur vaxið í 90.000 þegar Gregoríus miklu varð páfi. Fólksfækkunin fór saman við hrun borgarlífs í Vestrómverska ríkinu á 5. og 6. öld, með örfáum undantekningum. Dreifing á korni til fátækra hélt áfram á 6. öld og kom líklega í veg fyrir að fólksfækkunin yrði meiri."

Það sem ég er að segja að fall heimsveldis Rómar var ekki einn tveir og þrír, heldur langvarandi þróun. Árið 537 e.Kr. markaði meiri tímamót en árið 476 e.Kr. fyrir rómverska menningu í Vestur-Evrópu en gífurlegar hungursneyðar (vegna náttúruhamfara) og farsóttir gerðu frekar út um leifarnar en árásir Germanna. Rómversk menning er ekki dauðari en það að hún lifði góðu lífi innan kaþólsku kirkjunnar fram á daginn í dag og mikið af þekkingu Rómverja lifir enn góðu lífi og hefur áhrif á menningu nútímamanna.

Sjá fyrri greinar mínar um Rómaveldis, kannski eru þarna fleiri en ég nenni ekki að leita í greinasafni mínu:

Grunnástæður falls Rómaveldis

Fall siðmenningar í Evrópu - London og Róm um 500 e.Kr.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvert var skjaldarmerki Rómverksa heimsveldisins og hvar er skjalasafn þess?

Guðjón E. Hreinberg, 3.1.2023 kl. 13:57

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir og auðvitað ánægjulegt 2023 fyrir ykkur fjölskylduna.

Ég þakka þér þessa skemmtilegu færslu þína.

Einmitt þarna líkar mér best við skrif þín, eitthvað fræðandi stutt og létt á einföldu máli.

Jónatan Karlsson, 3.1.2023 kl. 18:38

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Guðjón, ég myndi halda að það sé hinn frægi örn með láviðarsveigi. Það fer eftir hver á í hlut en láviðarsveigurinn, ásamt erninum og einkunnarorðunum SPQR var einkennismerki rómversku öldungardeildarinnar.

Láviðarsveigurinn ásamt einkunnarorðinu SPQR var fáni rómverska heimsveldisins. Tjúgfáni forseta Íslands er t.d. annar en íslenski fáninn en hann er með skjaldamerki Íslands á sér.

Ég veit ekki hvað varð um skjalasöfn Rómaveldis, ég myndi halda að söm skjölin hafi endað í Konstaníopel þegar keisarnir fluttu sig þangað enda varð endurreisnin til þegar grískir fræðimenn flúðu borgina 1452 til vesturlanda og fluttu þekkinguna með sér. Skjalasafn Páfagarðs hefur mörg leyndarmál að geyma frá fornöld.

Takk fyrir Jónatan og sömuleiðis til þín og konu þinnar á nýju ári. 

Gleðilegt nýár báðir tveir og allir sem nenna að lesa þetta.

Birgir Loftsson, 5.1.2023 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband