Um stofnun Varnarmálaráðuneyti

Baldur Þórhallson hefur hafið á ný umræðuna um varnarmál Íslands. Almenn umræða um málaflokkinn hefur aldrei verið beisins síðan ég hóf þátttöku í henni fyrir rúmum tuttugu árum. 

Baldur er á sömu skoðun og ég að algjör sofandaháttur er gagnvart málaflokknum á Íslandi. Það geysar stríð í túnfæti Evrópu, hætta er á að nýtt stríð hefjist í Kósovó og varnargeta Evrópu í algjöru lágmarki.  Evrópuþjóðir eiga ekki einu sinni skotfæri í byssur sínar. Þjóðverjinn segist eiga skotfæri sem duga í tvo daga ef til innrásar Rússa kæmi!

Eyjan Ísland er eitt stórt skotmark í Norður-Atlantshafi og við þurfum ekki að velkjast í vafa um að það verður ráðist á landið ef til stríðs kemur. Allt kalda stríðið voru kjarnorkuvopn beind að landinu og á Keflavíkurflugvöll. Hvernig er þetta núna í dag?

Baldur kemur inn á marga góða punkta sem ég hef sjálfur vakið athygli á í gegnum tíðina. En meginspurningin er, hvers vegna er þetta skeytingarleysi?  Baldur telur upp fjögur atriði (tekið af Facebook síðu hans):

"Fernt gæti skýrt þetta skeytingarleysi.
 
Í fyrsta lagi virðist það vera tengt þeim aldagamla hugsunarhætti ,,þetta reddast“.
 
Í öðru lagi tengist þetta líklega útvistun öryggis- og varnarmála til bandalagsþjóða okkar sem hafa ekki einungist séð um varnir landsins heldur gengdu þar til nýlega lykilhlutverki í að bjarga íslenskum sjómönnum. Ráðamenn hafa talað digurbarkarlega áratugum saman um ýmsa þætti öryggimála eins og matvælaöryggi en lítið sem ekkert aðhafst. Við útvistum enn stefnumótun í varnarmálum til bandalagsríkja okkar. Það kemur glöggt fram í svörum ráðamanna þegar þeir eru spurðir að því hvort að ekki þurfi að auka varnarviðbúnað á öryggissvæðinu í Keflavík en þá vísa þeir iðulega til þess hvort að beiðnir um það hafi komið erlendis frá.
 
Í þriðja lagi þá hefur verið ríkjandi tepruskapur í umræðunni um hefðbundnar varnir landsins á síðustu árum. Ráðamenn veigra sér við að rökræða á hispurslausan hátt um hvort að efla þurfi varnir landsins. Líklega eru menn og konur brenndar eftir orrahríðina um aðildina að NATO og herstöðina á tímum kalda stríðsins. En einnig setur samsetning núverandi ríkisstjórnar strik í reikninginn. Flestir helstu talsmenn vestræns varnarsamstarfs halda aftur að sér í umræðunni og það gera einnig málsvarar Íslands úr NATO.
 
Í fjórða lagi virðast stefna núverandi ríkisstjórnar í öryggis- og varnamálum markast í meira mæli en oft áður af stefnu Vinstri grænna. Þjóðaröryggisstefnunni sem byggir meðal annars á aðildinni að NATO og varnarsamstarfi við Bandaríkin er vissulega fylgt en ekki hefur verið brugðist við gjörbreyttu landslagi varnarmála eins og helstu bandalagsríki Íslands hafa gert. Þetta kemur skýrast fram í þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröryggisstefnunni og skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. En forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs."

 

Baldur talar um þyrnirósasvefn sem staðið hefur í 100 ár. Íslendingar hafa borið ábyrgð á eigin vörnum síðan 1918. Ábyrgðinni hefur alltaf verið velt yfir á vinaþjóðir allan þennan tíma.

Svo er það praktísk atriði, hvers konar varnir viljum við hafa? Hvar eru áherslurnar? Loftvarnir? Sjóvarnir eða landvarnir? Bandaríkjamenn hafa í raun tekið þessa ákvörðun fyrir okkur en hér eru starfræktar fjórar ratsjárstöðvar. Kafbátaleit er stunduð frá landinu en þetta eru hagsmunir NATÓ, ekki endilega Íslendinga. Hvaða viðbragð höfum við ef lítill hryðjuverkahópur (gæti verið glæpahópur) fer af stað og veldur ursla? Þurfum við ekki sérsveitir til að fást við slíka hópa? Ekki getum við kallað til bandaríska dáta til skikka til í hreinu innanlandsmáli.

Svo er varnarbúnaðurinn. Baldur segir: "Í sjöunda lagi er ekkert fjallað um hvaða viðbúnað best er að hafa hér á landi. Vilja stjórnvöld leggja áherslu á loftrýmisgæslu, kafbátaleit, varnarlið, eldflaugavarnarkerfi eða stýriflaugar svo fátt eitt sé nefnt? Þurfa íslensk stjórnvöld ekki að móta stefnu hvaða varnarviðbúnað þau vilja helst hafa á landinu og taka í kjölfarið upp samtal við bandalagsríki um hvernig hægt er að koma þeim viðbúnaði fyrir?"

Við Íslendingar erum heppnir að hafa bandamenn sem segjast vera reiðubúnir að koma landinu til aðstoðar á hættutímum. En geta þeir það? Það eru ekki bara Þjóðverjar sem eru skotfæralausir, allar aðrar þjóðir NATÓ eiga við sama vanda að stríða.

Til er máltækið hátt hreykir heimskur sér og getur það á við um Ísland sé herlaust land og Íslendingar séu stoltir af því. Í fyrsta lagi er það heimskulegt að hreykja sig af varnarleysi (grundvallarhlutverk ríkis er að vernda borgara fyrir innri og ytri hættum) og í öðru lagi er Ísland ekki herlaust. Það eru bara aðrir dátar en íslenskir og herir sem verja landið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Algjört hlutleysi, vera leiðandi í skapandi alþjóðaumræðu og menntun, og afneita allri þáttöku í nokkrum hernaðartengdum málefnu. Það er eina von landsins.

Guðjón E. Hreinberg, 30.12.2022 kl. 19:26

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Guðjón, við reyndum hlutleysið og Bretar völtuðu yfir okkur 1940, rétt á undan Hitler (Íkarus áætlunin).

Hugsa sér ef Þjóðverjinn hefði gert út kafbáta sína frá Íslandi. Orrustan um Atlandshafið hefði kannski tapast eða a.m.k. seinkað lok stríðsins. Rússinn ekki fengið vopn og vörur með skipalestum frá Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi og kafbátarnir lokað á allar aðflutningsleiðir frá BNA til Bretlands.

Engin Normandy innrás yfir Ermasundið, því að Rússland væri búið að taka Þýskaland og Rússinn rúllað með skriðdreka sína alla leið til Atlantshafsstrandar Frakklands 1945.Stalín hefði ekki haldið sammningum við Bandamenn, með alla Evrópu að fótum sér.

En sennilega hefðu Bandaríkjamenn tekið Ísland í stað Breta en það hefði verið ári seinna, 1941 þegar þeir hófu þátttöku í styrjöldinni. Hefði Normandy innrásin seinkað um ár? Og komið of seint? Já, Ísland (lega landsins) spilaði stórri rullu í gangi stríðsins í Evrópu.

Og landið mun gera það í öllum framtíðaráformum. Við fáum hreinlega ekki að vera í friði, hvorki fyrir Könunum eða Rússum, ef þeir fara í stríð. Barist verður um "flugmóðuskipið" í Norður-Atlantshafinu og GIUK haldið opið.

En við getum haldið útlenskum herjum í burtu sem og hryðjuverkalýði, a.m.k. á friðartímum ef við tökum að okkur eigin varnir. Erum við ekki fullvalda ríki?

Birgir Loftsson, 30.12.2022 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband