Baldur Þórhallson hefur hafið á ný umræðuna um varnarmál Íslands. Almenn umræða um málaflokkinn hefur aldrei verið beisins síðan ég hóf þátttöku í henni fyrir rúmum tuttugu árum.
Baldur er á sömu skoðun og ég að algjör sofandaháttur er gagnvart málaflokknum á Íslandi. Það geysar stríð í túnfæti Evrópu, hætta er á að nýtt stríð hefjist í Kósovó og varnargeta Evrópu í algjöru lágmarki. Evrópuþjóðir eiga ekki einu sinni skotfæri í byssur sínar. Þjóðverjinn segist eiga skotfæri sem duga í tvo daga ef til innrásar Rússa kæmi!
Eyjan Ísland er eitt stórt skotmark í Norður-Atlantshafi og við þurfum ekki að velkjast í vafa um að það verður ráðist á landið ef til stríðs kemur. Allt kalda stríðið voru kjarnorkuvopn beind að landinu og á Keflavíkurflugvöll. Hvernig er þetta núna í dag?
Baldur kemur inn á marga góða punkta sem ég hef sjálfur vakið athygli á í gegnum tíðina. En meginspurningin er, hvers vegna er þetta skeytingarleysi? Baldur telur upp fjögur atriði (tekið af Facebook síðu hans):
Baldur talar um þyrnirósasvefn sem staðið hefur í 100 ár. Íslendingar hafa borið ábyrgð á eigin vörnum síðan 1918. Ábyrgðinni hefur alltaf verið velt yfir á vinaþjóðir allan þennan tíma.
Svo er það praktísk atriði, hvers konar varnir viljum við hafa? Hvar eru áherslurnar? Loftvarnir? Sjóvarnir eða landvarnir? Bandaríkjamenn hafa í raun tekið þessa ákvörðun fyrir okkur en hér eru starfræktar fjórar ratsjárstöðvar. Kafbátaleit er stunduð frá landinu en þetta eru hagsmunir NATÓ, ekki endilega Íslendinga. Hvaða viðbragð höfum við ef lítill hryðjuverkahópur (gæti verið glæpahópur) fer af stað og veldur ursla? Þurfum við ekki sérsveitir til að fást við slíka hópa? Ekki getum við kallað til bandaríska dáta til skikka til í hreinu innanlandsmáli.
Svo er varnarbúnaðurinn. Baldur segir: "Í sjöunda lagi er ekkert fjallað um hvaða viðbúnað best er að hafa hér á landi. Vilja stjórnvöld leggja áherslu á loftrýmisgæslu, kafbátaleit, varnarlið, eldflaugavarnarkerfi eða stýriflaugar svo fátt eitt sé nefnt? Þurfa íslensk stjórnvöld ekki að móta stefnu hvaða varnarviðbúnað þau vilja helst hafa á landinu og taka í kjölfarið upp samtal við bandalagsríki um hvernig hægt er að koma þeim viðbúnaði fyrir?"
Við Íslendingar erum heppnir að hafa bandamenn sem segjast vera reiðubúnir að koma landinu til aðstoðar á hættutímum. En geta þeir það? Það eru ekki bara Þjóðverjar sem eru skotfæralausir, allar aðrar þjóðir NATÓ eiga við sama vanda að stríða.
Til er máltækið hátt hreykir heimskur sér og getur það á við um Ísland sé herlaust land og Íslendingar séu stoltir af því. Í fyrsta lagi er það heimskulegt að hreykja sig af varnarleysi (grundvallarhlutverk ríkis er að vernda borgara fyrir innri og ytri hættum) og í öðru lagi er Ísland ekki herlaust. Það eru bara aðrir dátar en íslenskir og herir sem verja landið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | 28.12.2022 | 12:26 (breytt 25.8.2024 kl. 14:43) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Algjört hlutleysi, vera leiðandi í skapandi alþjóðaumræðu og menntun, og afneita allri þáttöku í nokkrum hernaðartengdum málefnu. Það er eina von landsins.
Guðjón E. Hreinberg, 30.12.2022 kl. 19:26
Sæll Guðjón, við reyndum hlutleysið og Bretar völtuðu yfir okkur 1940, rétt á undan Hitler (Íkarus áætlunin).
Hugsa sér ef Þjóðverjinn hefði gert út kafbáta sína frá Íslandi. Orrustan um Atlandshafið hefði kannski tapast eða a.m.k. seinkað lok stríðsins. Rússinn ekki fengið vopn og vörur með skipalestum frá Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi og kafbátarnir lokað á allar aðflutningsleiðir frá BNA til Bretlands.
Engin Normandy innrás yfir Ermasundið, því að Rússland væri búið að taka Þýskaland og Rússinn rúllað með skriðdreka sína alla leið til Atlantshafsstrandar Frakklands 1945.Stalín hefði ekki haldið sammningum við Bandamenn, með alla Evrópu að fótum sér.
En sennilega hefðu Bandaríkjamenn tekið Ísland í stað Breta en það hefði verið ári seinna, 1941 þegar þeir hófu þátttöku í styrjöldinni. Hefði Normandy innrásin seinkað um ár? Og komið of seint? Já, Ísland (lega landsins) spilaði stórri rullu í gangi stríðsins í Evrópu.
Og landið mun gera það í öllum framtíðaráformum. Við fáum hreinlega ekki að vera í friði, hvorki fyrir Könunum eða Rússum, ef þeir fara í stríð. Barist verður um "flugmóðuskipið" í Norður-Atlantshafinu og GIUK haldið opið.
En við getum haldið útlenskum herjum í burtu sem og hryðjuverkalýði, a.m.k. á friðartímum ef við tökum að okkur eigin varnir. Erum við ekki fullvalda ríki?
Birgir Loftsson, 30.12.2022 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.