Það er ekki laust við maður álykti það þegar litið er á sögu stjórnarsamstarfs síðastliðna áratuga og sérstaklega í núverandi ríkisstjórn. En hvað á ég við um gildislausa og stefnulausa stjórnmálaflokka?
Jú, þegar stjórnmálaflokkur kynnir sig til leiks, segist hann standa fyrir ákveðnum gildum. Tökum dæmi frá Samfylkingunni: gildi þeirra er jöfnuður, jafnræði, sjálfbærni og friður (það síðarnefnda er meira yfirlýsing). Jöfnuður (líklega í launkjörum og stöðu kynja sem dæmi) og jafnræði (milli einstaklinga og hópa væntanlega) eru gildi. Þetta eru mjög óljós gildi og segja enga sögu.
Tökum annað dæmi sem er kannski marktækara. VG eru með skýra stefnu. Tökum nokkur dæmi um stefnumál: Alþjóða- og friðarmál (friður og ekki vera í hernaðarbandalagi), atvinnumál (vinna fyrir alla?), auðlindir hafs og stranda (í eigu þjóðarinnar), byggðamál (allt landið í byggð) og fleiri mál svo sem jöfnuður og félagslegt réttlæti (hóphyggjan uppmáluð en ákveðin grunngildi).
Hinn endinn á stjórnmálunum, myndi maður ætla, Sjálfstæðisflokkurinn, myndi styðja kristin gildi, einstaklingsfrelsi og markaðshagkerfi.
Allir þessir flokkar sparka stefnu sinni og gildum út í hafsauga um leið og gengið er til stjórnarsamstarfs. Jú, við vitum að stjórnarfyrirkomulagið á Íslandi krefst margflokkasamstarf í ríkisstjórn. Þetta er bæði frábært (hægt að mynda þjóðarstjórn í krísum) en ákveðinn akkelishæll. Gildi og stefnur flokka útþynnast og verða að engu, sérstaklega í þriggja flokka stjórn sem er algengasta stjórnarformið hér á landi.
VG sparka hugmyndum sínum um herlaust Ísland og Ísland úr NATÓ út í móa; Sjálfstæðisflokkurinn gefur skítt í einstaklingsframtakið (t.d. í heilbrigðiskerfinu) og hækkar skatta eins og flokkurinn héti Skattflokkurinn. Þetta gerist um leið og flokkarnir fara í ríkisstjórn.
Miðflokkurinn virðist hafa sterk gildi og viðhafa íslensk gildi. En hvað gerist þegar flokkurinn er í ríkisstjórn? Mun hann varðveita gildi og stefnu sinni? A.m.k. að mestu?
Er ekki hægt að breyta stjórnarfyrirkomulaginu á Íslandi? Fá ákveðna stefnu, þegar ríkisstjórn er mynduð, annað hvort til vinstri eða hægri? Þannig að fólkið viti hvert er stefnt? Fólk veit aldrei hvað kemur upp úr pokanum eftir kosningar. Þetta finnst fólki bara vera í lagi?
Tökum dæmi. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík var örflokkur og óvinsæll í Reykjavík. Svo fekk hann nýja leiðtoga sem lofaði öllu fögru. Reykvíkingar, þótt vinstri sinnaðir eru í meirihluta, voru búnir að fá nóg af Dag B. Eggertsyni og gervihnattaflokkanna í kringum hann, og vildu fá eitthvað nýtt. Bara ekki Samfylkinguna eða Sjálfstæðisflokkinn. Þeir kusu margir Framsókn, svo í miklu mæli, að hann komst i oddastöðu eftir kosningarnar. Svo var kötturinn sleginn úr tunnunni og út kom Sam-Samfylking og enn var Dagur B. Eggert við stýrisvölinn í Reykjavík og kjósendum Framsóknar í borginni til mikillar vonbrigða. En þeir verða að bíða með refsingu sína í fjögur ár og ég þori að veðja að Framsókn þurrkist út í næstu kosningum.
Þetta er bara eitt af mörgum dæmum um að vilji kjósenda birtist aldrei í niðurstöðum kosninga. Þeir vilja fá hund en fá kött í staðinn. Þetta er eitthvað sem má laga. Ný stjórnarskrá og nýtt lýðveldi gæti verið lausnin. Hvað eru Frakkar komnir með mörg lýðveldi?
Fyrsta lýðveldið, 1792-1804.
Annað lýðveldið, 1848-1852. ...
Annað heimsveldið 1852-1870. ...
Þriðja lýðveldið, 1870-1940. ...
Fjórða lýðveldið, 1946-1958. ...
Fimmta lýðveldið, 1958-nú.
Öll fjögur fyrri lýðveldin féllu vegna ákveðna ástæðna. Sem dæmi var kveikjan að hruni fjórða lýðveldisins kreppan í Algeirsborg 1958. Frakkland var enn nýlenduveldi, þótt átök og uppreisn hefðu hafið afnám landnáms. Þeir byrjuðu upp á nýtt.
Núverandi lýðveldi getur ekki staðið endalaust, sagan segir okkur það. Til þess eru samfélagsbreytingarnar of miklar og varanlegar. Félagsleg gildi eru ekki þau sömu í dag og voru 1944 og hér er verið að gera Ísland svo glópalískt að við vitum ekki hvar þessi stefna endar (virðist vera stefnuleysa; farið þangað sem vindur blæs hverju sinni í Vestur-Evrópu). Lok lýðveldisins og íslenskrar þjóðar sem einingar? Veit það ekki en breytingar eru í gangi, til góðs eða ills.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.12.2022 | 13:35 (breytt kl. 13:39) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.