Spenna eykst á milli Serba og albanskra stjórnvalda í Kosovo, í suðausturhluta Evrópu, í tengslum við deilur um númeraplötur bíla.
Óttast er að ofbeldi á milli Serba og Albana geti blossað upp aftur, 23 árum eftir Kosovo-stríðið. Hér koma nokkrar staðreyndir áður en pælt er í stöðunni:
Hvar er Kósovó og hverjir búa þar?
Kosovo er lítið landlukt land á Balkanskaga og á landamæri að Albaníu, Norður Makedóníu, Svartfjallalandi og Serbíu.
Margir Serbar telja landsvæðið fæðingarstað þjóðar sinnar.
En af þeim 1,8 milljónum sem búa í Kósovó eru 92% Albanir og aðeins 6% Serbar. Restin eru Bosníakar, Góranar, Tyrkir og Rómafólk (sígunar er gamla heitið).
Hvernig fékk Kosóvó sjálfstæði?
Eftir upplausn Júgóslavíu á tíunda áratug síðustu aldar leitaði Kósovó - hérað í fyrrnefnda landinu - eftir eigin sjálfstjórn og sjálfstæði.
Serbía brást við með aðgerðum gegn albönskum þjóðernissinna sem óskuðu eftir sjálfstæði. Þessu lauk árið 1999, með sprengjuherferð NATO gegn Serbíu, milli mars og júní en ráðist var á innviði Serbíu.
Serbneskar hersveitir drógu sig frá Kósovó - en fyrir marga Kosóvó-Albana og Kosóvó-Serba hefur deilan aldrei verið leyst.
Kósovó-herinn undir forystu NATO (KFor) hefur enn aðsetur í Kósovó, með núverandi styrkleika upp á 3.762 manns.
Árið 2008 lýsti Kósovó einhliða yfir sjálfstæði
Alls viðurkenna nú 99 af 193 löndum Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Kósovó, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og 22 af 27 ESB-ríkjum.
En Rússland og Kína, sem gera það ekki, hafa hindrað aðild Kósovó að SÞ. Og Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur heitið því að Serbía myndi aldrei viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt land.
Hvorki Kósovó né Serbía eru í ESB en Serbía hefur verið umsóknarríki ESB síðan 2012. Kosovo gaf til kynna að það myndi vilja sækja um aðildi fyrir árslok 2022.
Deilur um bílnúmeraplötur
Samskipti milli minnihlutahóps Serba og stjórnar Kosóvó hafa verið stirð allar götur síðan. Stjórnvöld í Kósovó vildu láta þá sem eru í meirihluta þjóðernissvæða Serba skipta út serbneskum bílnúmerum sínum fyrir númeraplötur frá Kósovó.
Um 50.000 manns á þessum slóðum neituðu að nota Kósovó númeraplötur þar sem þeir viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó.
Á sumrin lokuðu þjóðernis-Serbar í norðurhluta Kósovó, sem liggur að Serbíu, vegi og sumir karlmenn skutu skotum í mótmælaskyni. Afleiðingin var að stjórnvöld í Kósovó frestuðu innleiðingu nýju reglnanna. ESB hafði milligöngu um samkomulag milli tveggja aðila, sem draga á úr spennunni.
Samkvæmt samningnum mun Kósovó falla frá áætlun sinni um að sekta handhafa serbneskra númeraplötur og Serbía mun hætta að gefa út skráningar með upphafsstöfum bæja í Kósovó.
Frekari óeirðir urðu hins vegar vegna handtöku fyrrverandi serbneskra lögreglumanns 10. desember í norðurhluta Kósovó. Lögreglan á staðnum skiptist á skotum við óþekkta hópa. Þetta er staðan í dag. Rússar eru gamalgrónir bandamenn Serba og þeir síðarnefndu hafa neitað að setja viðskiptaþvinganir á Rússland í kjölfar innrásar þess í Úkranínu. Rússland gæti blandast í deilurnar og jafnvel tekið þátt í stríði ef það brýst út.
Óábyrgur stuðningur Íslands við sjálfstæði héraðsins Kosóvó?
Það kemur ekki á óvart að taglnýtingar á Alþingi Íslands hafa viðurkennt sjálfstæði Kósovó samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins. Íslendingar hafa ekki stundað sjálfstæða utanríkisstefnu síðan í þorskastríðunum enda varðaði það beint hagsmuni Íslands og þegar Eistrasaltsríkin sóttu eftir sjálfstæði (að frumkvæði eins manns, Jóns Baldvins Hannibalssonar).
Annars hafa íslenskir stjórnmálamenn fylgt í blindni fordæmi annarra Vestur-Evrópuríkja í öllum meginmálum og jafnvel þegar það er gegn hagsmunum Íslands eins og frægt var í Icesave málinu en snillingarnir á Alþingi ætluðu á sínum tíma að viðurkenna ítröstu kröfur Breta (alltaf eru þeir að níðast á smáþjóðinni Ísland) og annarra þjóða. Beittu meira segja hryðjuverkalög gegn Íslandi. Íslenska þjóðin þurfti að rísa á afturfæturnar og fá forseta Íslands í lið með sér til að stöðva þann ófögnuð.
Af hverju gæti stuðningur Alþingis við kröfum Kósovómanna verið óábyrgur? Jú, eins og ég hef komið inn á hér á blogginu, eru landamæri Evrópuríkja eins og bútasaumur, með síbreytilegum landamærum. Landabréfakort duga ekki lengur en í mesta lagi 50 ár. Margar Evrópuþjóðir eru óánægðar með sín landamæri og jafnvel innan ríkjanna, vilja mörg héruð fá sjálfstæði. Dæmi, Baskahéraðið, Katalónía, Belgía er tvískipt de factó, Írland er skipt í tvennt o.s.frv.
Það er búið að opna box Pandóru með stríðinu í Úkranínu og enginn veit hvað kemur upp úr því. Íslendingar ættu að stíga varðlega til jarðar, sérstaklega þegar þeir vita ekki hvað það er að eiga landamæri við önnur ríki. Myndum við sætta okkur við að Vestmannaeyjar yrðu ekki lengur hluti af Íslandi? Ekki langsótt, því að Danakonungur leit lengi vel á eyjarnar sem persónulega eign og talaði um Ísland og Vestmannaeyjar eins og tvær aðskyldar eyjar.
"Rétt eftir 1400 komust Vestmannaeyjar í einkaeign Noregskonungs og síðar Danakonungs þegar Noregur fór undir Danmörku. Í skýrslu Hannesar Pálmasonar hirðstjóra frá árinu 1425 segir meðal annars: Við Ísland liggur eyja nokkur nefnd Vestmannaey. Hún lýtur með sérlegum rétti beint undir Noregskonung, svo að hann er þar algjörlega alráður. Eyjarnar voru sérstakt lén og ríktu þar jafnvel önnur lög en á Íslandi. Vestmannaeyjar voru í konungseign út allar miðaldir til ársins 1874 og voru þær alla tíð stærsta tekjulind krúnunnar," segir á vef Heimaslóðar.
Ég held að Íslendingar ættu að minnsta kosti að sitja hjá í erfiðum landamæradeilum Evrópuríkja, við höfum engar forsendur né skilning á þessu deilum. Hættum að vera taglnýtingar annarra þjóða og stundum sjálfstæða utanríkisstefnu, eða erum við ekki sjálfstæð þjóð?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | 22.12.2022 | 13:49 (breytt kl. 14:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.